Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1929, Qupperneq 18

Freyr - 01.07.1929, Qupperneq 18
78 F R E Y R sárt aS binda með lieyaflann, hvað gæð- in snertir, þótt vera kunni hann í með- allagi að vöxtunum eða meira. En með ýmsu móti má draga úr hinu mikla tjóni, sem venjulega liafa verið afleiðingar óþurkanna. Er þar fyrsta og fremsta ráðið að gera hildaust vothey á livaða tíma slátt- arins sem er, þegar hann liggur í ó- þurkum; eiga fyrir það golt og nægilegt hlöðurúm og viðliafa vandvirkni við tilbúninginn. Næsta aðalráðið álít eg sé að spara ekki að nota heypípur í það liey, sem er þurkað og ekki er nógu vel liirt. Hafa pípurnar sæmilega gjörðar og láta þær fara vel í heyinu. Margt fleira kemur til greina: Þar til heyrir allskonar hirðusemi með heyið, eftir að það er komið inn í lilöðuna. Því ekki er nóg að hauga þvi einhvernveginn inn, og kannske yfir alla hlöðuna, láta sjóðhitna í því og taka ekki burtu bleytulagið, sem kemur of- an á, áður en næst er hirt, heldur demba nýrri hirðingu einhvernveginn ofan á rennblauta klessuna. (Aths. Það hey, sem er svo linþurkað að sýnilegt er, að hitnar í, þarf að setja í stabba sér og ganga svo frá, að liár kúfur eða burst verði upp af, því bleyta upp af lieyi sem liitnar í, sækir altaf mest í toppinn, en þegar svo er farið að er viðráðanlegra að hirða um bleyt- una, áður en hirt er ofan á, annaðhvort að bera hana út og þurka, ef þerrir er, ellegar setja hana í votheyið og tæta sundur flyksurnar.) Nei, slíkt er algerlega ótækt! Því með þvi móti halda skemdirnar áfram eftir að heyið er komið inn, en taka þá nýja stefnu. Áður hefir orðið meira og rninna efnatap í lreyinu við það að lirekjast úti, en þegar í hlöðuna er kornið áger- ast þær, og sýna að vetrinum sumstaðar sem myglulög en annarsstaðar sem hálfgerður bruni; en svo er, þegar lieyið er dökkbrúnt, liart viðkomu og hálfmolnar þegar það er leyst eða með- farið að öðru leyti. Þó að hungraðar skepnur éti svona verkað liey, má nærri geta að það er bæði óholt og næringarlítið, en hugraun fyrir manninn, sem liirðir skepurnar, að gefa þeim slíkt fóður. Flestir munu liirða svo vel sem kost- ur er um heyið úti, meðan verið er að þurka, og vanda þurkin eftir föngum. En uinhirðan verður að lialda áfram þótt lieyið sé komið i lilöðuna. Það sem liér liefir verið sagt um með- ferð á heyi í hlöðum á að flestu leyti við um meðferðina á útiheyum, en nokkrum orðum skal þó bætt við þau sérstaklega. Hvort sem pipur eru hafðar eða ekki í útiheyum, ættu menn að hætta að tyrfa þau fyr en síðast, þegar fullbætt er of- an á, heldur breiða yfir þau striga (Hessian) þangað til, og hafa strigann tví- eða þrídúkaðar eftir breidd heyj- anna. Það fer mikið erfiði og timi í að láta torf á og taka það burt í livert sinn, sem bætt er við heyin eða þau löguð. Líka skemmist torfið altaf meira og minna í hvert sinn sem við það er átt, og verður því verra þak síðast. Ef strigi er liafður aflagst heyið altaf miklu minna meðan það sígur, og því hægra að láta það fara vel síðast, þeg- ar torfið er látið á það nokkurnveginn fullsígið. Algent hefir verið að sjá nýgjörð hey nærri flöt að ofan undan torfinu. þótt þau hafi fyrst verið brött og farið vel. einkum aflagast þau mjög ef hitnar í, og torfið hálfsoðnar sundur.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.