Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1929, Page 20

Freyr - 01.07.1929, Page 20
80 F R E Y R ætti að vera liægt að spara, þvi með aukinni ræktun vex mjólkurframleiðsl- an óðfluga i landinu. Ostur. Af honum hefir árlega verið flutt inn þessi árin um 100.000 kg. Árið 1927 voru það 111.000 kg., sem kostuðu kr. 140.000. Nú koma liin nýju mjólk- urhú til sögunnar, svo þessi innflutn- ingur fellur væntanlega niður innan skamms. Innflutningur fóðurefna. Einkennilegt er að í verslunarskýrsl- um skuli þessu blandað í óskilda flokka. Maís, sem vitanlega er eingöngu notaður sem skepnufóður, er talinn með korntegundunum. Eftir því sem næst verður komist hefir 1927 verið flutt til landsins: Maís ...................... kr. 175.000 Maísmjöl .................... — 184.000 Önnur fóðurefni ............. — 109.000 Samtals kr. 468.000 Þessi kjarnfóðurefni munu mest vera notuð handa mjólkurkúm. Maísinn er aðalefnið. Erlendis er hann mest not- aður lianda svínum. Væri ekki verk- efni fyrir búfjárræktarráðunautinn að gefa mönnum leiðbeiningar um hver kjarnfóðurefni mönnum væri hagfeld- ast að kaupa, en láta eigi fávísa versl- unarmenn ráða mestu í þessum efnum. lnnflutningur tilbúins dburðar. Sá innflutningur byrjaði um alda- mótin, eftir að tilraunir í tilrauna- stöðvunum á Alcureyri og í Reykjavík sýndu að hann gat að gagni komið hér á landi. í fyrstu var notkun tilbúins á- burðar lítil, en eftir að hinar stærri ræktunarframkvæmdir hyrjuðu í ná- grenni Reykjavikur, einkum á Vífils- stöðum og Korpólfssöðum, þar sem að- allega \ar notaður tilbúinn áhurður, óx trúin á notkun þessara áburðarefna. Enda hefir liún aukist stórkostlega hin síðari árin. Samkvæmt skýrslum liefir innflutn- ingur tilhúins áhurðar verið í krónum: 1905 ........... 1.698 kr. 1910 ............. 738 — 1915 ........... 4.112 — 1920 .......... 14.000 — 1925 105.000 — 1927 .......... 64.000 — Samkvæmt tölum þeim, sem Árni G. Eylands birtir i „Tímanum“, hefir sá tilbúinn áhurður, er fluttur er til landsins í ár, lcostað 400—500.000 kr. Ctflutningur landbúnaðarafurða hef- ir verið: Saltkjöt: 1901—04, meðaltal ........... 1.380.000 kg. 1921—25 — 2.775.000 — 1927 ........................ 2.570.000 — Fryst kjöt: 1924 ......................... 30.000 — 1925 ........................ 112.000 — 1926 ........................ 184.000 — 1927 ........................ 389.000 — Samkvæmt þessum tölum liefir út- flutningur á kjöti aukist mikið síðan um aldamót. 1 sambandi við það ber einnig að atliuga, að fólkið er nú % fleira í landinu en um aldamótin. Því meiri kjötneysla nú er þá. S. S.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.