Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1929, Page 27

Freyr - 01.07.1929, Page 27
F R E Y R 87 hænsnum og þessháttar. Er nú fyrir- skipað að einungis megi flytja mjólk á mjólkurbílunum, og á að breiða yfir brúsana með breinum segldúk. Séu bíl- arnir einnig notaðir til fólksflutninga, verður farþegarúmið að vera aðskilið frá flutningnum með þéttum vegg. Er ég las þessa reglur kom mér til hugar, að eigi siður hefi verið ástæða til að þessar reglur liefðu verið settar fyrir mjólkurflutninga til Reykjavíkur en til Osló. Er vonandi að heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur taki þetta til athug- unar og auki eftirlitið bæði með mjólk- urflutningnum til borgarinnar og með- ferð mjólkurinnar og gæðum á útsölu- stöðunum. Opinbert eftirlit með flutn- ingi og meðferð mjólkurinnar er aðeins önnur hlið þessa máls, en hin er að framleiðendurnir sjálfir gleymi því ekki, þegar um sölu afurðanna er að ræða, að þeir mega ekki einungis gæta þess hvað þeim sjálfum kemur best, heldur verða þeir fyrst og fremst að bugsa um hvað neytendunum kemur best, og hverjar kröfur þeir gera. G. Árnason. Molar. Þúfnabanavinsla. í Eyjafirði er búið að vinna í sumar >dir 100 ha. lands með þúfnabönum. Heimssýningu á öllu sem tilheyrir mjólkuriðnaði er ráðgert að halda í Kaupmannahöfn árið 1931. Danir liafa skipað nefnd manna til að undirbúa alt er að sýningu þessari lýtur. Umsjónarmaður skóganna á Háisi og Vöglum í Fnjóskadal er ráðinn Þorsteinn Davíðsson. Hann hefir í sumar dvalið i Noregi til að kynna sér ýmislegt er að skógrækt lýtur. Fyrst í vor dvaldi hann á skógræktarskólanum í Stenkjer, en nú mun hann vera hjá skógræktarfélagi einu norðarlega í Noregi, sem hefir trjáreit (planteskole) einn. Þaðan eru árlega seldar um 6—700.000 trjáplöntur. Stórvirkur jarðyrkjumaður er Gunnar Sigurðsson, kaupmaður í Von i Reykjavík. Fyrir tæpum tveim árum síðan keypti hann um 26 lia. lands við Hellisheiðarveginn fyrir of- an Geitháls. Landið var alt óræktað og mikið af þvi grýtt, en jarðvegur góður. Af landinu fékk hann í sumar um 500 liesta af sáðgresi og hafragrasi. Á landinu hefir hann bygt myndarlegt í- búðarhús, og auk þess fjós fyrir 15 kýr, með tilheyrandi heyhlöðu, áburðarhúsi og súrheysgryfju. Einnig hefir liann bygt stórt hús fyrir alifugla og hefir nú um 500 hænsn, 150 endur og 10 gæsir. Þá hefir hann og allmörg svín. Öllu er þessu vel fyrir komið. Aukinn heyafli. Nú er að vakna mikill áhugi fyrir ræktun um land alt, og um leið opnast augu manna fyrir hinum miklu mögu- leikum, sem eru á þessu sviði. Eitt dæmi skal hér nefnt. í Leirhöfn á Melrakkasléttu var fyrir 1920 allur heyfengurinn á jörðinn i í meðalári 100—125 hestar. En í sumar var hann 650 hestar. Þessi aukning er að þakka nýyrkju. Melrakkasléttan er talinn útkjálki, þar er fremur óblíð veðrátta. Þar fimmfalda menn þö hey- aflann á 9 árum. Hvað er þá hægt að gera í góðsveitunum. í sumar var sáð grasfræi í 4 dagslátt-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.