Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Side 5

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Side 5
út laun fyrir nýja ljósmæðranema, en þegar upp var staðið eru aðeins 3 nemar á fyrsta ári i skólanum. Nú hef ég heyrt að fólki finnist það bruðl í öllum sparnaðinum að halda uppi kennslu fyrir aðeins þrjá nemendur og má það til sanns vegar færa. En athugum málið nánar. Lauslega áætlað var kostn- aður fyrir hvern nemanda í LMSI árið 1990 um 200 þúsund, sem þykir ekki mikið. Ef útgjöld skólans eru óbreytt í ár þá nær kostnaðurinn á hvern nemanda samt ekki 300 þúsund, en flest bendir til þess að með hagræðingu í skólanum verði talan miklu lægri. Hvar er bruðlið mér er spurn? Ljósmæðramenntunin er þjóðinni ódýr og úr skólanum hefur þjóð- in fengið mjög hæfan og mjög ódýran starfskraft. Við Ijósmæður verðum að standa vörð um nám okkar, þvi að það er grund- völlurinn að ljósmæðrastéttinni. Gert er ráð fyrir í áætlun stjórnvalda að siðasti hópur ljósmæðra útskrifist frá LMSI vorið 1994 og að Ijósmæðranám hefjist í Háskóla íslands um áramót 1994/95. Því miður höfum við enga tryggingu fyrir því að stjórnvöld standi við þessa áætlun. Eg tel að ef skólinn hefði verið lagður niður ári fyrr vegna sparnaðar Ríkis- spítala, þá hefði það þyngt róðurinn verulega að námið hefjist í H.í. 1994/ 95. Eg minni á að á Spáni leiddi flutn- ingur á ljósmæðranámi yfir á háskólastig til þess að ekki hafa útskrifast ljósmæður þar í landi í 5 ár. Slíkt má ekki henda hér á landi. Eg hef mikinn áhuga á að heyra frá ijósmæðrum og komast að hvað liggur þeim á hjarta varðandi málefni ljós- fnæðrastéttarinnar. Eg stefni að því að vera til viðtals á skrifstofu Ljósmæðra- félagsins á miðvikudögum kl. 13-15. Ef ljósmæður þurfa að hafa samband við mig á öðrum tímum þá geta þær skilið eftir skilabið á símsvara félagsins síma 617399, eða hringt heim til mín í síma 674164. Fréttir frá skrifstofu LMFÍ Á skrifstofunni liggur frammi ferða- tilboð á heimsþingið í Kanada, 9.-14. maí 1993, sem er í gegnum SAS í Nor- egi. Einnig er í undirbúningi tilboð frá Flugleiðum. Eyðublöð frá Tryggingastofnun ríkis- ins fyrir „Skýrslu ljósmóður um heima- fæðingu" fást á skrifstofu LMFÍ. Reikningar félagsins fyrir síðasta ár liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða sendir þeim ljósmæðrum er þess óska. Mósmæðrablaðið 3

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.