Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Qupperneq 13
tungan, haftið og neðri gómurinn
nuddast við geirvörtuna.
Meðferð: Klippa á tunguhaftið
sem allra fyrst og fá síðan barnið
til að taka geirvörtu og vörtubaug
vel aftur í munninn.
SOeppas'Jking
Sy>eppas'Jking (þmska)
Sýking í geirvört-
um af völdum
Candida Albicans.
Kemur oftast á báð-
ar geirvörtur á sama
tíma. Húð á geir-
vörtu og vörtubaug
verður rauð, upphleypt og flagn-
andi. Stundum sjást litlar hvítar
skellur og sár sem vessar úr.
Þessu fylgir sviði og kláði. Oft
sést þruska í munni barnsins, en
það er ekki algilt.
Meðferð: Þvo geirvörtur og
vörtubauga vel með hreinu vatni
eftir hverja gjöf. Bera síðan
Mycostatin munnskol á sýktu
svæðin og láta það þorna vel áður
en fatnaður er látinn yfir. Nota
innlegg í brjóstahaldara sem ekki
heldur raka að húðinni og skipta
um innlegg við hverja gjöf og ef
þau blotna milli gjafa. Þvo hendur
vel fyrir og eftir gjafir og vita-
skuld við WC ferðir og bleiu-
skipti. Gefa barninu 1 ml.
(100.000 einingar) af Mycostatin
munnskoli eftir gjafir 4 sinnum á
dag. Gefa þessa meðferð í 2 vikur
og /eða a.m.k. 3 daga eftir að
einkenni eru með öllu horfin hjá
móður og barni. Ekki er ólíklegt
að konan sé með einkennalausa
sýkingu í leggöngum sem þarf að
meðhöndla ef sýking kemur á
geirvörtur trekk í trekk. í sumum
Ijölskyldum gengur krónísk
sveppasýking og getur þá þurft að
meðhöndla alla fjölskylduna og
endurskoða mataræði hennar þar
sem Candida sveppurinn þrýfst á
sykri og geri.
■Keðferð sára á geirbörtum
Ef svo illa vill til að kona fái sár
er mikilvægt að meðhöndla þau á
réttan hátt þannig að þau grói sem
fyrst. Almenn meðferð sára á
geirvörtum, fyrir utan að lagfæra
undirliggjandi orsök, er að gefa
oft og byrja gjöfina þá á skárra
brjóstinu meðan losunarviðbragð-
ið er að koma, viðra brjóstin með
mjólk á eftir gjafir, athuga að ekki
sé of mikill og þéttur fatnaður yfir
brjóstunum svo loft geti leikið um
þau og bera e.t.v. mýkjandi og
græðandi áburð á geirvörtur og
vörtubaug (athuga þó að vörturnar
soðni ekki undan honum og að
hann sé ekki ofnæmisvekjandi eða
skaðlegur barninu). Gæta ber ýtr-
asta hreinlætis við alla meðhöndl-
un brjóstanna til að ekki berist í
þau sýking í ofanálag. Mörgum
konum finnst gott að hafa brjósta-
skeljar yfir geirvörunum til að
halda fatnaði frá meðan þær gróa.
Ef sárin eru það slæm að konan
treystir sér ekki til að gefa, þarf
hún að handmjólka sig a.m.k. 5-6
sinnum á dag þar til þau hafa
gróið það vel að hægt er að leggja
barnið á, það tekur yfirleitt ekki
meira en 2-3 daga. Best er að
barnið fái þá mjólkina úr staupi
þannig að það tileinki sér ekki
rangara sog en það hefur nú
þegar.
Kona sem er með sár á geirvört-
um líður vítiskvalir og sár eru ein
algengasta orsök þess að konur
gefast upp á brjóstagjöfinni. Það
er því mikilvægt að ljósmæður
kunni ráð og geti veitt stuðning og
von á svo erfiðum tímum.
Dagný Zoega
Ljósmóðir & IBCLC
br i óstae i afarráð 2 i afi
* Öfug sprauta: Takið 10 ml.
sprautu, takið stimpilinn úr og skerið
fremsta hlutann af henni. Setjið
stimpilinn aftur í þeim megin sem
skurðflöturinn er og þar hafið þið tceki
tit að sjúga út geiröörtur.
Til að lagfozra brjóstagjöf sem ekki gengur nógxt óel þarf
fyrst að finna orsökina
Úr Is he biting again? eftir Neil Matterson. Marion Books 1984
13
ljósmæðrablaðip