Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 7
getur verið í fæðingarorlofi með barninu
eftir fæðinguna. Mikilvægt er að þessi
möguleiki á töku fæðingarorlofs síð-
asta mánuð meðgöngunnar skerði ekki
fæðingarorlof eftir fæðinguna. Annars
staðar á Norðurlöndum hafa bams-
hafandi konur rétt á þriggja til níu
vikna orlofi fyrir fæðinguna án þess
að það skerði fæðingarorlofið að öðru
leyti. Vegna mikillar atvinnuþátttöku
íslenskra kvenna, er brýnt að lengja
fæðingarorlof þannig að það samrýmist
þeim dagvistarmöguleikum sem fyrir
hendi eru í samfélaginu. Ef vel ætti
að vera, þyrfti því sameiginlegt fæð-
ingarorlof foreldra að vera tvö ár eftir
fæðingu bams.
Ljósmæður er sú stétt sem hvað
best þekkir aðstæður barnshafandi fjöl-
skyldna og afleiðingar streitu og vinnu-
álags á þær.
Það má því leiða rök að því að ljós-
mæður beri ábyrgð á því að gera löggjaf-
arvaldinu ljóst hvaða áhrif vinnuhvetj-
andi löggjöf um fæðingarorlof getur haft
á bamshafandi konur. Réttur til fæðing-
arorlofs síðasta mánuð meðgöngu sem
félli niður ef hann væri ekki nýttur,
myndi vega gegn vinnuálagi bams-
hafandi kvenna. Minna vinnuálag ætti
samkvæmt flestum náttúrulögmálum að
stuðla að betra líkams- og sálarástandi
kvenna þegar að fæðingu kæmi og ætti
því einnig að hafa góð áhrif á fram-
haldið.
Ljósmæður standa þessum ber-
skjaldaða þjóðfélagshópi næst og ættu
að vera ófeimnar við að nýta sér þau
tækifæri sem gefast til þess að beita
sér fyrir hagsmunum hans. í ljósi þess
að Alþingiskosningar eru á næsta leyti,
hvet ég allar Ijósmæður til þess að
virkja sinn stjórnmálaflokk til að vinna
að þeim hagsmunamálum sem brýnust
em skjólstæðingum okkar.
Hafðu samband í síma 565 2885
og kynntu þér kosti Rehband
meðgöngubeltisins.
Ésno
Við styðjum þig
Trönuhrauni 8 • Hafnarfjörður • Sími 565 2885 • www.stod.is
Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 7