Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 17
fengu að meðaltali 7 í apgar eftir eina
mínútu en 8 hjá keisurunum og var apgar
gildið eftir fimm mínútur 9 í báðum hóp-
unum. Út frá þessum upplýsingum mátti
draga þá ályktun að sitjandafæðing um
fæðingarveg yki ekki líkur á alvarlegri
súrefnisþurrð hjá barni eftir fæðingu,
miðað við keisara. Úrtakið var að vísu
lítið og betra hefði verið að notast við
ph-mælingar úr naflastreng. Ný rann-
sókn, sem birtist á þessu ári (Goffinet
o.fl., 2006) og var gerð á 138 fæðing-
arstöðum í Frakklandi og 36 í Belgíu,
sýndi sömu niðurtöður og sú fínnska um
að það væri í lagi að fæða böm í sitjandi
stöðu. Höfundar tala einnig um mik-
ilvægi þess að sá sem tekur á móti hafi
fæmi í að taka á móti bömum í sitjandi
stöðu. Stundum er keisaraskurður betri
kostur en fæðing um fæðingarveg þar
sem í nútímanum hafa margir læknar
ekki færni í að taka á móti bömum í
sitjandi stöðu (Robertson, 2004). Þetta á
einnig við unr ljósmæður.
Vangaveltur
Miðað við þessar rannsóknarniðurstöð-
ur og reynslu mína, eftir að hafa séð
tvær sitjandi fæðingar, tel ég ekki fag-
legar ástæður vera fyrir því að allar
konur með barn í sitjandastöðu fari í
keisaraskurð. Þegar ákvörðun er tekin
um fæðingarmáta bama í sitjandistöðu
þarf hins vegar að athuga aðstæður
hverju sinni t.d. áætlaða stærð bams,
grindarmál konunar og hvort hún hefur
fætt barn áður um fæðingarveg. Reynsla
mín er ekki mikil en í Ijósi þess hversu
fáar sitjandi fæðingar eru, er hún þó
nokkur. Þegar ég hugsa um reynslu,
færni og þjálfun í því að taka á móti
sitjanda þá er það athyglisvert að á
þessari vakt var bara ein ljósmóðir með
reynslu í því að taka á móti sitjanda
og fór ég strax til hennar. Tvær voru
nýútskrifaðar og ein hafði útskrifast
árinu áður. Önnur af þeim sem var
nýútskrifuð hafði ekki séð sitjandi fæð-
ingu. I fyrri fæðingunni var ljósmóðir
með reynslu en hafði sjálf aldrei tekið
á móti sitjanda en hún var með reyndan
fæðingarlækni á bak við sig.
Mér finnst ég vera mjög heppin að
hafa fengið tækifæri til þess að vera
viðstödd tvær sitjandi fæðingar. Þar
sem sitjandi fæðingum um fæðingarveg
hefur fækkað þá er hætta á að konur hafi
ekki val um að fæða þannig, ekki síst ef
fæmi ljósmæðra og lækna sem taka á
móti er ekki og verður ekki til staðar.
Eins og áður hefur komið fram þá
er ég nú mun jákvæðari í garð sitjandi
fæðinga og ef ég gengi með barn í sitj-
andi stöðu, þá myndi ég vilja geta valið
fæðingarmáta.
Heimildir
Hannah, M.E., Hannah, WJ., Hewson, SA.,
Hodnett, ED.. Saigal, S og Willian, A.R.
(2000). Planned caesarean section versus
planned vaginal birth for breech presenta-
tion at term: A randomised multicentre trail.
Lancet, 356,1375-1383.
Gilbert, E. S., og Harmon, J. S. (2003).
Manual ofHigh Risk Pregnancy & Delivery
(3. útg.). St. Louis: Mosby.
Goffinet, F., Carayol, M., Foidart, J.,
Alexander, S., Uzan, S., Sutil, D. og Bréart,
G. (2006). Is planned vaginal delivery for
breech presentation at term still on option?
Results of an obsercatoinal prospective
survey in Franc and Belgium. American
Joumal of Obstetrics and Gynecology, 194,
1002-1011.
Robertson, A. (2004). The midwife comp-
anion. The art of support during birtli. (2.
útg.). Birth International.
Uotila, J., Tumala, R. og Kirkinen, P. (2005).
Good perinatal outcome in selective vaginal
breech delivery at term. Acta Obstetrica et
Gynecologica Scandinavica, 84, 578-583.
LJÓSMÆÐUR KVADDAR
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, fædd í Reykjavík, 12. nóvember 1917. Útskrifaðist frá
LMSÍ 30. september 1939. Lést 27. júní 2006.
Margrét Friðriksdóttir, fædd að Þorvaldsstöðum, Skriðdal, S-Múlasýslu l.desember
1927. Útskrifaðist frá LMSÍ 30. september 1950. Lést 28. maí 2006.
Laufey Pálsdóttir, fædd að Fossi á Síðu.V-Skaftafellssýslu 7. júní 1914. Útskrifaðist frá
LMSÍ l.október 1937. Lést 3. maí 2006.
Þórhalla Gísladóttir, fædd í Skógargerði í Fellum, N-Múlasýslu I I. mars 1920.
Útskrifaðist frá LMSÍ 30. september 1943. Lést 18. apríl 2006.
DROTTINN BLESSI MINNINGU ÞEIRRA
Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 17