Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 11
af svörum kvennanna að grindarverkir hafa heilmikil áhrif á þessa þætti (töflur 2-6). Tafla 2: Hafa grindarverkir haft áhrif á félagslega virkni þína síð- astliðna viku? Fjöldi Gild % Já 13 65% Nei 7 35% Samtals 20 100% Tafla 3: Hafa grindarverkir valdið þér andlegri vanlíðan síðastliðna viku? Fjöldi Gild % Nei 5 26 Sjaldan (1-3 sinnum í viku) 5 26 Nokkrum sinnum í viku (4-6 sinnum) 4 21 A hverjum degi 4 21 Oft á dag (oftar en þrisvar sinnum á dag) 1 5 Samtals 19* 100 * Svar vantar frá einni konu. Tafla 4: Hafa grindarverkir haft áhrif á getu þína til að sinna dag- legum athöfnum síðastliðna viku? Fjöldi Gild % Nei 1 5% Sjaldan (1-3 sinnum í viku) 1 5% Nokkrum sinnum í viku (4-6 sinnum) 1 5% A hverjum degi 13 65% Oft á dag (oftar en þrisvar sinnum á dag) 4 20% Samtals 20 100 Tafla 5: Hafa grindarverkir haft áhrif á hreyfigetu þína síðastliðna viku? Fjöldi Gild % Nei 1 6% Sjaldan (1-3 sinnum í viku) 0 0% Nokkrum sinnum í viku (4-6 sinnum) 2 11% A hverjum degi 10 55% Oft á dag (oftar en þrisvar sinnum á dag) 5 28% Samtals 18* 100 * Svar vantar frá tveimur konu. Tafla 6: Hefur þú sofið illa vegna grindarverkja síðastliðna viku? Fjöldi Gild % Nei 4 21% Sjaldan (1-3 sinnum í viku) 1 5% Nokkrum sinnum í viku (4-6 sinnum) 7 37% A hverri nóttu 7 37% Samtals 19* 100 * Svar vantar frá einni konu. Spurningalistar 2 og 3 voru eins upp- byggðir og mátu fimm síðustu spum- ingarnar á listanum árangur nálastungu- meðferðarinnar. Spurningalisti tvö var lagður fyrir eftir fyrstu fjórar vikurnar. Meirihluti kvennanna fann fyrir breyt- ingu í líðan eftir að hafa fengið nála- stungmeðferð í fjórar vikur. Mest áhrif virtust nálastungumar hafa til að draga úr verkjum (tafla 7). Tafla 7: Hafa grindarverkir þínir breyst eftir að nálastungumeðferð hófst? Fjöldi Gild % Nei 2 10% Minnkað mikið 7 35% Minnkað lítillega 8 40% Aukist lítillega 1 5% Aukist mikið 2 10% Samtals 20 100% Þrettán konum (65%) fannst hreyfiget- an hafa aukist lítillega eða mikið eftir fjögurra vikna meðferð og níu konum (45%) fannst geta til daglegra athafna hafa aukist lítilega eða mikið. Þrátt fyrir þessar breytingar í líðan fannst sextán konum (80%) á þessum tíma að grindarverkirnir hefðu áhrif á getu til daglegra athafna og hreyfigetu daglega eða oft á dag. Tíu konum (50%) fannst nálastungumeðferðin hafa bætt svefn lítillega eða mikið og átta konur (40%) fundu fyrir betri andlegri líðan. í lok meðferðar svöruðu átján konur þriðja spurningalistanum. Fæni konunt þóttu grindarverkimir hafa áhrif á félagslega virkni þeirra í lok með- ferðar en í upphafi, eða sjö konum (40%) í stað 13 (65%) áður. Ellefu konum fannst grindarverkir ekki hafa áhrif á andlega líðan eða 61% af þeim sem svöruðu. Svipuðum fjölda kvenna og um miðbik rannsóknarinnar fannst nálastungumeðferðin hafa dregið úr grindarverkjum eða 13 þeirra sem svör- uðu (72%). Eins var sá fjöldi kvenna sem fann fyrir aukinni hreyfigetu svip- aður í lok rannsóknar og um miðbik hennar eða 12 konur (66%). Geta til daglegra athafna virtist heldur hafa aukist í lok rannsóknar þar sem þrjár konur (18%) sögðu að grind- arverkir hefðu ekki haft áhrif á getu þeirra til daglegra athafna síðastliðna viku á móti einni konu áður (5%). Ellefu konur (65%) töldu að grindarverkir hefðu áhrif á getu þeirra til daglegra athafna daglega eða oft á dag á móti sextán konum (80%) eftir fjórar með- ferðir (tafla 8). Níu konum (47%) fannst geta til daglegra athafna hafa aukist við nálastungumeðferðina. Viðtölin Fjöldi frumbyrja og fjölbyrja var jafn í viðtölunum og því ætti að fást nokkuð góð mynd af reynslu beggja hópa. 1 viðtölunum voru konurnar beðnar um að horfa til baka og segja söguna af því af hverju þær ákváðu að reyna nálastungumeðferð við grindarverkjum á meðgöngu og segja frá reynslu sinni. Niðurstöðum var skipt niður í fimm kafla (tafla 9). Það var sameiginleg reynsla allra kvennanna átta að vera með slæma grindarverki að þeirra mati, sem varð til þess að þeim var boðin þátttaka í rannsókninni. Þær voru allar jákvæð- ar og opnar fyrir því að prófa þessa meðferð. Upplifun kvennanna allra af meðferðinni var almennt góð, burtséð frá því hvort þeim fannst meðferðin skila árangri eða ekki. Þannig notuðu þær orð eða hugtök eins og; „fínt“, „gott að koma“, „öryggi“, „notalegt“, „bara allt í lagi sko“, „upplifunin er í rauninni jákvœð", „ég upplifði hana bœði góða og slœma“, „bara ágœtt“ og „rosafínt". Þegar kom að því að meta hvort með- ferðin hefði skilað árangri voru fimm kvennanna ekki í vafa um að hún hefði skilað góðum árangri. Ein þeirra fann að meðferðin breytti mjög miklu fyrir hana, hún sagði meðal annars; „Já þetta bara bjargaði lífi mínu, án gríns“ og „Þetta virkar bara vel. Ég var einmitt [...] að segja frá því hvað mér liði miklu betur... “. Önnur hafði sömu sögu að segja; „...en égfann mjög mikinn mun. Ég þutfti einu sinni að sleppa tíma eða sem sagt fresta tíma og þá munaði alveg svakalega miklu, ég fann alveg rosalega fyrir því að ég hefði sleppt úr, þá var ég Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 1 1

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.