Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 24
Fœðingarskýli Fanesu. Fœðing í heimahúsi með Fanesu.
annan til að safna saman blóði.
Stuttu síðar byrjaði Lamida að rem-
bast, ég horfði á kúluna og fannst eins
og þetta barn væri í framhöfuðstöðu.
Lamída fann ckki neinn rembingstakt,
henni leið illa og kjökraði „ég held ég
sé að deyja, held ég sé að deyja“. Fanesa
og fjölskyldan töluðu ljúflega lil hennar
og reyndu að hughreysta hana, mér
fannst samt einhvern veginn eins og
það vantaði líka kraft í Fanesu. Síðast
þegar ég var með henni í fæðingu sá ég
hana leiðbeina konunni í rembingnum,
nú gerði hún ekkert slfkt. Það leið því
yfir klukkutími þar sem Lamida nýtti
hríðarnar illa - stundum lagðist hún
bara á hliðarnar og gerði ekkert. Eftir
klukkustundar fremur óvirkan rembing,
fór Fanesa að verða óróleg og sagði
fólkinu hennar Lamidu að það þyrfti að
ná í manninn hennar til þess að redda
bíl til að flytja hana á sjúkrahús til
Monkey Bay. Ég sagði henni að ég væri
með bíl og gæti náttúrulega flutt hana
en bað jafnframt um leyfi til þess að fá
að skoða Lamidu. Ég hafði áhyggjur af
þessu ferðalagi, vegurinn til Monkey
Bay var alveg hræðilegur og þetta var
um klukkustundar akstur og allir orðnir
mjög þreyttir eftir langa nótt. Ég hafði
líka áhyggjur af þessu barni. Ég stóð
frammi fyrir því að þurfa að vega og
meta kosti þess og galla fyrir móður
og barn að fara eða vera, ef það yrði nú
eitthvað að barninu yrði mér þá kennt
um? Eftir smá umhugsun ákvað ég að
það væri þess virði að prufa að aðstoða
þær. Ég gerði innri skoðun sem að stað-
festi að útvíkkun var búin, að bamið
væri í framhöfuðstöðu, að kollur stóð
hátt og ég fann fyrir bungandi belgjum.
Ég bað túlkinn minn að segja Lanridu
að fara á fjórar fætur og var lengi að
koma þeint í skilning um hvað ég vildi,
þar sem að engin þeirra hafði séð neitt
þessu líkt. Ég fór sjálf þrisvar sinnum á
fjórar fætur til þess að skýra mál mitt.
Nú var steinolían á þrotum og Fanesa
þurfti að halla lampanum til þess að við
fengjum ljóstým, það var að byrja að
birta sem betur fer. Þegar Lamida fór
loksins á fjórar fætur, fór henni allt í
einu að líða betur, hún fann sig betur í
rembingnum, líklega bæði fyrir tilstilli
stuðnings frá mér og ekki síður vegna
stellingarinnar, það var eins og fæð-
ingin færi af stað á ný eftir langt stopp.
Fljótlega fór vatnið með hvelli og ég
íklædd minni flíspeysu fékk snöggt
bað! Lamida rembdist áfram á fjórum
en skellti sér svo yfir á bakið þegar
að kollurinn var farinn að þrýsta vel á
spöngina.
Klukkan sex um morguninn fædd-
ist stór og flottur drengur, sem að fór í
fang móður sinnar, kollhríðin gekk ljúf-
lega fyrir sig. Fylgjan kom stuttu síðar
og blæðing, eftir því sem að við best
sáum, var óveruleg. Fanesa og fjölskylda
Lamidu vom yfir sig glöð og þakklát yfir
að hún hafði komist hjá því að fara til
Monkey Bay. Drengurinn fór fljótlega á
brjóst og systir hans kom og horfði stolt
á litla bróðir. Þessi nótt sem að byrjaði
svo fallega endaði á sama veg.
Hin rómantíska saga mín um hina
fullkomnu fæðingu hjá yfirsetukonu
Lamída á 2. stigi, á erfitt með aðfinna taktinn.
24 Ljósmæðrablaðið nóvember 2006