Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 20
Hannah o.fl. harðlega og óskar eftir því að rannsakendur dragi til baka þá ályktun að mæla með valkeisaraskurð sem fæðingarmáta fyrir fullburða börn í sitjandi stöðu. Hann heldur því fram að í flestum tilfellum hafi ekki verið hægt að rekja nýburadauða eða vanda- mál nýbura í rannsókninni til fæðing- armáta. Margrét Kristín Guðjónsdóttir og Þóra Steingrímsdóttir (2002) skoð- uðu afdrif barna sem fæddust úr sitj- andi stöðu á LSH á árunum 1996-2000. Þær ályktuðu út frá niðurstöðum sínum að fæðing um leggöng yki ekki hætt- una á alvarlegri súrefnisþurrð miðað við þær tilteknu aðstæður sem ríktu á LSH á þeim tíma. Á þessum tíma var ekki mælt með fæðingu úr sitjandi stöðu um fæðingarveg nema þyngd barns væri áætluð < 4.000 g og samtala útgangsgrindarmála væri > 34.5 sm. Ef ómskoðun sýndi að kollur bamsins var reigður, var mælt með valkeisara- skurði (Margrét Kristín Guðjónsdóttir og Þóra Steingrímsdóttir, 2002). Það virðist því vera staðreynd að þær rannsóknarniðurstöður sem við höfum í dag geti ekki sagt til um hvor fæðin- garmátinn er betri og því hlýtur að vera þörf á enn frekari rannsóknum. Úr sitjandi stöðu í höfuðstöðu Það er auðvitað heppilegast fyrir móður og barn að barnið sé í höfuðstöðu þegar kemur að fæðingu og þess vegna er mikilvægt að greina sitjandi stöðu í tíma til að mögulegt sé að reyna vend- ingu. Vending er góður kostur og hefur sannað gildi sitt. En hvað með aðrar aðferðir? Ljósmæður hafa verið dug- legar að kynna sér og nota óhefðbundn- ar meðferðir á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu. „Moxibustion“ er gömul kínversk aðferð sem ef til vill getur átt þátt í að fleiri fæðingar verði um fæð- ingarveg með því að stuðla að snúningi barns úr sitjandi stöðu í höfuðstöðu. Þegar „Moxibustion" meðferðin er notuð er kveikt í nokkurs konar vindlum eða reykelsum úr plöntunni Artemisia vulg- aris (moxa). Vindlunum er síðan haldið nálægt ytri brún tánagla litlu táar, nánar tiltekið við nálastungupunktinn BL-67 (Cuttini, 2001). Með því að örva þenn- an punkt með hitanum sem myndast er verið að ýta undir hreyfingar barns í móðurkviði. Cardini og Weixin (1998), gerðu rannsókn í Kína og notuðu sam- anburðarrannsókn með slembiúrtaki og komust að því að „Moxibustion“ væri áhrifarík aðferð til að snúa barni úr sitj- andi stöðu í höfðustöðu. Cardini o.fl. (2005) gerðu svo svipaða rannsókn á Italíu en í þeirri rannsókn voru engar kínverskar konur. Niðurstöður þeirra gáfu til kynna að „Moxibustion“ gagn- aðist ekki við að snúa barni úr sitjandi stöðu í höfðustöðu. Það ætti reyndar ekki að vera áhyggjuefni eða tilefni til aðgerða þó barn sé í sitjandi stöðu á 32.-33. viku meðgöngu. Þess vegna fínnst mér und- arleg sú aðferð sem notuð var í tveimur fyrrgreindum rannsóknum, þ.e. að hefja meðferð með „Moxibustion“ við 32,- 33. viku meðgöngu, þar sem talið er að um 57% barna í sitjandi stöðu við 32 vikur snúi sér sjálfkrafa í höfuðstöðu (Westgren, Edvall, Nordstrom og Svale- nius, 1985, í Sweet, 1999). Ef til vill væri betra að reyna „Moxibustion“ meðferðina seinna á meðgöngu eða þegar sitjandi staða barns fer að verða áhyggjuefni eða tilefni til aðgerða. Ef ljósmæður ætla að vera leiðandi í notk- un og rannsóknum á óhefðbundnum aðferðum í barneignarferlinu, þá er hér viðfangsefni sem gaman væri að skoða betur í framtíðinni. I bók Gaskin (1990) kemur fram að rannsókn ein hafi sýnt að 89% barna í sitjandi stöðu hafi snúið sér í höf- uðstöðu við það að móðirin lá í ákveð- inni stöðu í 10 mínútur, tvisvar á dag, eftir 8. mánuð meðgöngu. Þessi staða er þannig að móðirin liggur á bakinu, með hné beygð, iljar í gólfi og fullt af púðum undir rassinum, þannig að móðirin liggur með höfuðið neðar en rassinn. Þetta er stelling sem við ættum að geta mælt með að konur með barn í sitjandi stöðu prófí. Sitjandi fæðingar á fæðingardeild LSH Samkvæmt upplýsingum frá fæðing- arskráningu, fæddust 5 fullburða ein- burar í sitjandi stöðu á Islandi árið 2005, allir á fæðingardeild LSH. Nokkr- ir fæðingarlæknar þar hafa verið tilbúnir til að styðja konur í að fæða sitjanda að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en almenna stefnan hefur verið sú, frá árinu 2000 og þangað til nú, að mæla með keisaraskurði ef kona er með full- burða einbura í sitjandi stöðu. Dæmi eru um að konur með fulla útvíkkun og fyrirfram ógreindan sitjanda haft farið í keisaraskurð en það er ákvörðun fæðingarlæknis á vakt hvernig þessu er háttað. Þeir fæðingarlæknar sem styðja konur í því að fæða sitjanda um fæð- ingarveg hafa jafnvel verið tilbúnir að koma utan síns vinnutíma til að vera til staðar. Þegar um fæðingar fullburða einbura í sitjandi stöðu er að ræða, er það samvinna ljósmóður og fæðing- arlæknis að taka á móti baminu. Að undanfömu hefur verið unnið að nýjum verklagsreglum um sitjandi fæðingar á LSH og verkleg þjálfun ljósmæðra á fæðingardeild hefur einnig farið fram. Það er gleðilegt að vita til þess að fæðing fullburða einbura í sitj- andi stöðu um fæðingarveg sé að verða raunverulegur valkostur á ný. Það er einnig gleðiefni að nú verða til staðar ljósmæður og læknar með betri þjálf- un þegar kemur að sitjandi fæðingum, hvort sem það er fyrirfram vitað eða óvænt. Eg velti því fyrir mér hvort það verði nægjanlega margar sitjandi fæðingar til að læknar og ljósmæður sem starfa við fæðingar nái að halda góðri fæmi í því að taka á móti bömum í sitjandi stöðu. Það er erfitt að halda góðri færni í einhverju sem maður gerir sjaldan því æfingin skapar jú meistarann. Eg tel að það væri gott að þjálfa lítinn hóp lækna og ljósmæðra sem munu sérhæfa sig í sitjandi fæðingum til að byrja með. Þessi hópur væri svo tilvalin í að sjá um að þjálfa aðra lækna og ljósmæður, því vissulega verða allir læknar og ljós- mæður sem starfa við fæðingar að vera tilbúin að taka á móti bami í sitjandi stöðu. Þessi hópur þarf að vera nógu lítill til að meðlimir hans fái einhverja þjálfun en það stór að alltaf sé einhver á vaktinni sem hefur góða þjálfun. Það er erfitt að segja til um hversu stór þessi hópur á að vera, en tíminn mun vonandi leiða það í ljós. Það er erfitt að öðlast góða færni í að taka á móti börnum í sitjandi stöðu nema fá reglulega þjálf- un. Besta þjálfunin er vissulega að taka á móti en þjálfun með brúðu kemur örugglega að gagni. Fimm skref Page (2000) um gagnreynda þekkingu í Ijósmóðurfræði Mig langar að setja hugleiðingar mínar um sitjandi fæðingar í samhengi við fimm skref Page (2000) um gagnreynda þekkingu í ljósmóðurfræði. Fyrsta skrefið er „að finna út hvað er konunni og jjölskyldu hennar mik- ilvœgt“ (bls. 10). Hversu mikilvæg er eðlileg fæðing fyrir konuna? Þurfum við að spyrja um mikilvægi góðrar heilsu móður og barns? Hvaða afleið- ingar getur keisaraskurður haft fyrir heilsufar móður í náinni framtíð og 20 Ljósmæðrablaðið nóvember 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.