Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 27
Og þá komst þú... Einn fagran júlímorgun þegar ég iruetti til vinnu á Fœðingagang, beið mín ung stúlka að fœða sittjyrsta bam. Alveg eins og maður vill hafa það! Égfer inn á stof- una í flýti, brosandi hringinn og heilsa upp á konuna sem er í hörkusótt og móður hennar, Kötlu, sem þarna var henni til halds og trausts! Eins og oftast við slík- ar aðstœður, myndast gott samband milli okkar þriggja og samvinnan tilfyrirmynd- ar. Þá kemur að því að Katla segir mér lauslegafrá viðburðaríkri fœðingu dóttur sinnar á Vopnafirði í ársbyrjun 1980. Ég heillaðist alveg affrásögninni, sem Katla hafði reyndar fest á blað nokkrum árum síðar. Ljósmóðirin í þessari fœðingu var Margrét Leifsdóttir. Þœr eru nágrannar í dag, Kötlu til mikillar ánœgju og er hún nefiid „amma ljósa“ á heimilinu, enda mikill aufúsugestur þar. Ég vildi náttúrulega ólm eignast þessa fœðingarsögu og Katla lofaði að senda mér hana og nú birtist hún ykkur til gleði, því hún er einstaklega skemmtileg og vel skrifuð, auk þess sem kringumstœðurnar voru helst til gam- aldags miðað við nútímafæðingu! Mér auðnaðist sá heiður að taka á móti yndislegum dreng áður en vakt- inni lauk. Njótið vel Þórdís Klara Agústsdóttir Þennan vetur sem löngu er liðinn, er ég alein inni við og ekkert heyrist nema hvinurinn í veðrinu sem löðrungar bæ- inn og eymdarlegt jarmið ofan úr fjár- húsunum. Alein inni, nema hvað Kola sem er gul á kviðinn og svört á trýnið er á vappinu frammi. Hún er hvolpafull og þung á sér og óróleg. Það er óróleiki í okkur báðum. Eg er svo einkennileg um mig miðja þegar ég vakna og enginn til að segja það. Pabbi þinn í loðnunni eins og allt- af, og ég ein með stóran magann og þessi brjóst sem ég hef svo oft rennt fingurgómunum eftir, en eru mér samt á einhvem hátt svo ókunnug og framandi, eins og á annarri konu sem ég hitti síðar, en það er önnur saga. Þyngslaleg og þarf að taka á öllu sem ég á til að komast fram úr rúminu, óstyrk í fótunum og verkirnir neðst í bakinu eru sárir. Verð að komast í sím- ann, þrjár langar hringingar niðrá sím- stöð og minnst þrettán bæir á línunni. Þennan daginn eru þessar þrjár lengri en áður, síminn hátt á veggnum og ég öll svo undarlega beygð og hokin. Langar aftur í rúmið, breiða sængina yfir höf- uðið og gleyma þessu, gleyma öllu því sem er í mér miðri og geyma það til morguns. Kalt um mig alla og einsöm- ul, sársaukabylgja sem rís og hnígur og rís á ný, nenni ekki, og get ekki heldur þessum verkjum. En ég verð að finna hana þessa ljósmóður, framundan þorra- blót í þorpinu og hún í hárgreiðslu og kannski líka lagningu fyrir kvöldið. Má vera að hún missi af því, hugsa ég og staulast í sturtuna og blávatnið sem er eini vinur minn, strýkur mér um háls og herðar og kannast við mig alla, líka stóran magann og þrútin brjóstin. Og þá erum við báðar í vatninu, ég í mínu - þú í þínu. En það varir ekki lengi, blóðlitað vatnið streymir niður innanverð lærin og um leggina, leikur við tæmar og mynstrið í gólfdúknum um stund, og hverfur síðan hlæjandi í svelginn. Svo nokkru síðar legg ég upp í þessa ferð til fundar við þig og enn er vet- urinn þarna úti, en það var þann dag sem ég taldi á þér tæmar og líka fing- uma og horfði forviða á þig - þig sem komst þarna úr djúpinu, innan úr mér neðarlega þar sem þú hafðir stundum verið á hreyfingu og jafnvel sparkað upp undir rifbeinin á mér, eins og til að láta mig vita að þú kæmir einn daginn, sem þú og gerðir og ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Þó man ég svo vel eftir kuldunum þennan vetur, hraglandanum og hryðj- unum úr skörðunum fyrir ofan bæinn, frostinu og fjúkinu og flugslysinu í fjöll- unum, ferðinni út í þorpið og allt var svo hvítt og kyirt alla leiðina nema innan í mér, og engan veg að sjá, en áin þar sem hún hafði alltaf verið og bráðum er það brúin. Oft farið um þennan veg áður með þig innan í mér, verslað í kaup- félaginu, fengið góðlátlegt klapp á kvið- inn og óskir um velgengni í ofanálag, en þær fóru í ísskápinn eins og annað það sem ég kom með úr kaupsstað. Allt var svo hvítt og kalt og hljótt og varla pláss fyrir okkur báðar undir stýrinu. Svo er ég í fæðingarrúminu, og þú komin og klukkan ekki orðin fimm, ljósan svo fín um hárið og pabbi þinn í loðnugall- anum og þú ekki í neinu, nema þessari stórkoslegu undrun. En þannig komstu.., svo algjörlega á óvart og mest hissa sjálf, og ja hérna, hugsaði ég, hvað það er til lítið fólk! Horfði opinmynnt á þig allsbera og þú svona glæný og yndisleg og allur heim- urinn í djúpum augunum. Ég vissi ekki almennilega um hvað þú varst, en ég vissi að þú varst komin til að vera. Komst þama innan úr mér ásamt með blóðinu og sársaukanum sem nísti mig alla en var þó ekki í mér, mér sem hafði aldrei verið til fyrir neðan mitti, var ein- hvem veginn ekkert um það, en þó var ég þar - af því þú varst. Og þannig átti ég þig og fór með þig heim, ókunnuga manneskjuna í þess- ari tösku og blúndur við höfðalagið og dökkur kollurinn á koddanum og þú með höndina undir kinn. Þannig var ég beðin fyrir þig sem ég þekkti ekki neitt og steinhissa á þessu trausti. Efins um að þetta ætti að vera svona og leið eins og ég hefði tekið þig í óleyfi, eða jafnvel ógáti frá einhverjum öðmm. En maginn á mér var aftur orðinn minn og bláleitur vökvinn í bijóstunum... Pabbi þinn var slíkur bóndi að honum þótti ekki meira til fæðingarinnar koma en hvers annars sauðburðar að vori, nema hvað konan hans var helst til snemmbær þetta árið. „Rétt eins og að sjá hverja aðra kind bera“ sagði hann. En hann fékk þó vel undan, bóndinn. Og víst varstu sett á... Ég nefni það nú aðeins vegna þess að ég man það svo vel, kannski af því að ég er minni bóndi en ég hefði viljað vera, en kannski líka vegna þess að það var eitthvað vont við það og inni í orðunum einhver niðurlæging sem ég kunni ekki skil á. En ég var víst ekki neinn sérstak- ur bóndi í mér og vissi ekki hvort eitt- hvað eitt var lífvænlegra í búskapnum en annað. En þú varst það sannarlega og ég elskaði þig alla. Katla Sigurðardóttir L)ósmæðrablaðið nóvember 2006 27

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.