Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 21
þegar til lengri tíma er litið? Hvaða áhrif getur þetta haft á næstu meðgöngur og fæðingar? Þetta minnir okkur einnig á að gott getur verið að hafa fulltrúa kvenna á barneignaraldri með í ráðum þegar verið er að móta vinnuleiðbein- ingar sem nota á við fæðingar. Skref 2 er „að nota upplýsingar sem fást með klínískri skoðun“ (bls. 11). Hvaða upplýsingar skipta mestu máli þegar við veltum fyrir okkur þeim möguleikum sem eru í boði fyrir konu með fullburða einbura í sitjandi stöðu? Niðurstöður Margrétar Kristínar Guðjónsdóttir og Þóru Steingrímsdóttur (2002) gefa til kynna að vel hafi verið valdar þær konur sem fæddu fullburða einbura í sitjandi stöðu á LSH 1996- 2000 og því hlýtur að vera gott að styðjast við þau viðmið. Það er einnig vert að skoða val Hannah o.fl. (2000) á konum í rannsókn sína og gagnrýni Somerset (2002) þar á. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókn Hannah o.fl. (2000) var að konan væri með lifandi einbura í beinni (fætur beinir) eða fullkominni (fætur bognir) sitjandi stöðu, gengin 37 vikur eða meira. Konur voru útilok- aðar frá rannsókninni ef það var grun- ur á misræmi milli bams og grindar, ef barnið var áætlað meira en 4.000 g, ef höfuðið var of mikið reigt, ef granur lék á vansköpun barns, eða ef einhver frábending var fyrir fæðingu um fæðingarveg (Hannah et al, 2000). Somerset (2002) hefur gagnrýnt hvemig valið var í rannsóknina. Hann bendir á að sjálfkrafa sótt, góður framgangur og stutt rembingsstig séu þættir sem hafa mikið um útkomu fæðingar að gera og bendir á að lélega útkomu í rann- sókninni megi rekja til þeirra fæðinga sem annað hvort voru framkallaðar eða þurftu örvun. Hann bendir einnig á að lág fæðingarþyngd sé stór þáttur í slakri útkomu og vill meina að þættir s.s. vaxt- arskerðing í móðurkviði og óeðlilegt legvatnsmagn séu þættir sem ættu að vera frábending fyrir sitjandi fæðingu um fæðingarveg. Mér finnst gagnrýni Somerset vera mjög rökrétt og sann- gjöm og dálítið í anda ljósmóðurfræð- innar, þar sem hið eðlilega er undirstrik- að. Þar sem mikilvægt er að meta vel stærð grindar, stöðu barns, beygingu höfuðs, stærð bams og legvatnsmagn tel ég að við ættum ekki að hika við að nýta okkur röntgen- og ómskoðunartæknina til viðbótar við reyndar ljósmæðra- og læknishendur til að meta hvort fæðing um fæðingarveg er heppileg eður ei. Þriðja skrefið er „að sœkja og meta gagnreyndar upplýsingar sem nota má til upplýstrar ákvarðanatöku" (bls. 11) og fjórða skrefið er „að rœða málin “ (bls. 35). Það er mikilvægt að við upp- lýsum skjólstæðinga okkar með áreið- anlegum upplýsingum svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun en í þessu sambandi þá höfum við því miður ekki allar þær upplýsingar sem við þyrftum að hafa. Hverju eigum við að svara konu sem spyr hvaða fæðingarmáti sé bestur þegar um fullburða einbura í sitjandi stöðu er að ræða? Það fer vissulega eftir aðstæðum en við verðum að segja að við höfum ekki nægar upp- lýsingar til að svara þessu með vissu. Okkur ber skylda til að upplýsa um þá auknu áhættu fyrir móður sem felst í því að fara í keisaraskurð til móts við það að fæða um fæðingarveg. Hall og Bewley (1999) hafa bent á að það séu sex sinnum meiri líkur á mæðradauða við keisaraskurð en fæðingu um fæð- ingarveg og að jafnvel við valkeisara- skurð séu þrisvar sinnum meiri líkur á mæðradauða en við fæðingu um fæð- ingarveg. Ekki má heldur gleyma því að ör á leginu getur stofnað meðgöng- um framtíðarinnar í hættu, þar sem aukin hætta er á fyrirsætri fylgju, fastri fylgju og legrofi. Það er margt sem þarf að ræða og við þurfum að vera viss um að hafa tíma fyrir umræður og spumingar. Sem und- irbúningurfyrirumræður af þessu tagi er hægt að notast við upplýsingabæklinga og upplýsingar á veraldarvefnum. Nú er í undirbúningi hjá Ljósmæðrafélagi íslands að þýða nokkra bæklinga úr flokknum „Informed Choice“, þar á meðal bækling um þá valkosti sem í boði eru þegar barn er í sitjandi stöðu (MIDIRS, 2005). Fimmta og síðasta skrefið er „aðfara yfir tilfinningar, útkomu og afleiðingar“ (bls. 35). Það er mikilvægt að skoða reglulega útkomu þess sem við gemm til að sjá hvemig okkur gengur. Rannsókn Margrétar Kristínar Guðjónsdóttur og Þóm Steingrímsdóttur (2002) er dæmi um slíka skoðun. Það er þörf á að skoða áfram hvemig okkar aðferð við okkar aðstæður kemur út. Það er einnig mik- ilvægt að ræða við konur og maka þeirra um líðan og þeirra upplifun af sitjandi fæðingum, hvort sem um er að ræða valkeisaraskurð, bráðakeisaraskurð, fæð- ingu um fæðingarveg þar sem vitað var um sitjandi stöðu eða fæðingu um fæð- ingarveg þar sem ekki var vitað var um sitjandi stöðu. Að lokurn Það er ekki hægt að segja til um hver sé besti fæðingarmátinn fyrir fullburða einbura í sitjandi stöðu, því það fer eftir aðstæðum. í vissum tilfellum er betra að stefna að fæðingu um fæðingarveg en í öðrum tilfellum er betra að gera valkeisaraskurð. Ég trúi því að betra sé að leyfa náttúmnni að njóta vafans að eins miklu leyti og við getum. Við ættum a.m.k. að íhuga öll inngrip mjög alvarlega áður en við truflum fram- gang náttúrunnar. Við ættum þó að nýta okkur þá tækni sem ýtir undir eðlilega fæðingu s.s. með því að nýta okkur röntgen- og ómskoðunartækni til að meta hvort kona með fullburða einbura í sitjandi stöðu uppfylli þau skilyrði sem við setjum fyrir fæðingu um fæð- ingarveg. Einnig þykir sýnt að vending úr sitjandi stöðu sé örugg aðferð og hún ýtir vissulega undir eðlilegt ferli. Okkur er ekki stætt á því að mæla með því að allar konur með fullburða einbura í sitjandi stöðu fari í valkeisara- skurð. Það þarf að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Það er því fagnaðarefni að fæðingardeild LSH bjóði konum nú raunverulega upp á þann valkost að fæða fullburða einbura í sitjandi stöðu um fæðingarveg. Heimildir Cardini, F. og Weixin, H. (1998). Moxibustion for correction of breech presentation. JAMA, 280, 1580-1585. Cardini, F., Lombardo, P., Regalia, A.L., Regaldo, G., Zanini, A., Negri, M.G., Panepuccia, L. og Todros, T. (2005). A ran- domized controlled trial of moxibustion for breech presentation. BJOG, 112, 743-747. Cuttini, M. (2001) Moxibustion: a Chinese medicine treatment for breech position. bmj. com. Upplýsingar fengnar á veraldarvefnum 18. nóvember 2005: http.V/bmj.bmjjournals. com/cgi/eletters/323/7307/244# 15949 Gaskin,I.M.(l 990).SpirítualMidwifery. Summer- town: The Book Publishing Company. Giuliani, A., Schöll, W.M.J., Basver, A. og Tamussion, K.F. (2002). Mode of delivery and outcome of 699 term singleton breech deliveries at a single center. Am J Obstet Gynecol, 187(6), 1694-1698. Glezerman, M. (2006). Five years to the term breech trial: The rise and fall of a randomi- zed controlled trial. Amerícan Journal of Obstetrics & Gynecology , 194, 20-25. Hall, M.H. og Bewley, S. (1999). Maternal mortality and mode of delivery. Lancet, 354, 776. Hannah M.E., Hannah W.J., Hewson, S.A, Hodnet, E.D., Saigai, S. og Willan, A.R (2000). Planned caesarean section versus planned vaginal birth for breech presenta- tion at term: a randomised multi-centre trial. The Lancet, 356 (9239), 1375-1383. Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 2 1

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.