Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 42
heppin og getur á auðveldari hátt veitt
þeim góðan stuðning og þjónustu. Þetta
hef ég reynt að tileinka mér.
Meðganga og fæðing dóttur minnar
var yndisleg og lærdómsrík ferð í alla
staði og ég held að ég hafi lært heil-
mikið um mig sjálfa. Ég komst líka
að því að upplifunin af fæðingunni var
mjög lík því sem ég hafði ímyndað mér
og lært með því að vera hjá og hlusta á
þær konur sem ég hef verið svo lánsöm
að vera með í fæðingum. Kannski mun
einhverjum þykja það miður, en ég held
að ég verði sama ljósmóðirin þegar ég
kem tilbaka í vinnu eins og áður en ég
fór í fæðingarorlofið. Vissulega reynsl-
unni ríkari og það er jú góður kostur, en
það getur líka verið kostur að hafa ekki
upplifað það sama og skjólstæðingar
sínir. Þá er að minnsta kosti engin hætta
á því að maður yfirfæri sína upplifun og
tilfinningar yfir á skjólstæðinginn.
Ég er hamingjusöm og þakklát, með-
gangan og fæðingin gengu vel og ég
eignaðist yndislega og heilbrigða dóttur
sem ég veit á eftir að kenna mér margt.
Næsta árið ætla ég að njóta þess að vera
heima með henni. Að því loknu ætla ég
stundum að skreppa í vinnuna....já vinn-
una, sem oftast er besta vinna í heimi.
LANDSPITALI
HÁSKÓLASJ ÚKRAHÚS
‘Kpetmasvið Landspítaíans
óskar [jósmœðrum utn íand
adt gkðikgra jófa
Kolfinna fædd 31.07.2006
Ljósmæöur
Lausar eru tii umsóknar stööur Ijósmæöra á kvennadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri. Um er aö ræöa 100% stööur í vaktavinnu.
Möguleiki á hlutastarfi.
Hæfniskröfur eru próf frá viðurkenndri stofnun hjúkrunar- og Ijós-
móðurmenntunar. Lögö er áhersla á frumkvæði, sjálfstæö vinnu-
brögö og hæfileika í samskiptum og samvinnu.
Næsti yfirmaður er hjúkrunardeildarstjóri.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Ljósmæðrafélags íslands eöa
Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga og fjártnálaráðherra. Stöðurnar
eru lausar nú þegar eöa eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunardeildar-
stjóri í síma 4630135 eða netfang inda@fsa.is og Þóra Ákadóttir,
starfsmannastjóri hjúkrunar í síma 4630273 og eða netfang:
thora@fsa.is
Umsóknir meö upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu send-
ar til Þóru Ákadóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar í síma 4630273
og eöa netfang: thora@fsa.is Öllum umsóknum verður svarað.
Fjórðungssjúkrahúsiö á Akureyri
42 Ljósmæðrablaðið nóvember 2006