Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 28
Heimaþjónusta Ijósmæðra í sængurlegu Arangur og gæðaeftirlit Inngangur Heimaþjónusta ljósmæðra í kjölfar snemmútskrifta af sjúkrahúsi eftir fæð- ingu barns er nú orðin stór þáttur af heilbrigðisþjónustu við foreldra hér- lendis. I þeim tilgangi að stuðla að frekari þróun og gæðastjórnun á þjón- ustunni verður í þessari grein leitast við að skoða faglegar forsendur og árangur þjónustunnar. Þegar rýnt er í erlendar og innlendar rannsóknir kernur í Ijós að það sem helst hefur verið deilt um varðandi snemmútskrift og heimaþjón- ustu eftir fæðingu tengist eftirliti með nýburanum s.s. þróun gulu auk þess sem tíðrætt er um fræðslu og stuðning við mæður vegna brjóstagjafa og næringar nýburans. Fjallað verður um þessa þætti sérstaklega og rætt um hlutverk ljós- mæðra, símenntun, þróun þjónustunnar og mikilvægi gæðaeftirlits. Viðhorf kvenna og árangur heimaþjónustu Ijósmæðra Margar rannsóknir hafa gefið til kynna ótvíræða kosti þess að konur útskrif- ist snemma heim með börn sín og má þar meðal annars nefna jákvæð áhrif á tengslamyndum foreldra við börnin, bætt samskipti í fjölskyldum, aukinn möguleiki fjölskyldunnar til að taka þátt í umönnun nýja barnsins, jákvæð áhrif á gang brjóstagjafar og á líðan mæðra, og síðast en ekki síst jákvæð áhrif á viðhorf mæðra til þjónustunnar almennt (Britton, Britton og Gronwaldt, 1999; Gagnon, Edgar og Kramer, Papageorgiou, Waghorn og Klein, 1997; Hodnett, 1998; Quinn, Koepsall og Halker, 1997; Svedulf, Bergbom, Berthold og Hodlund, 1998; Winterburn og Fraser, 2000, Wessley, 1998;). Með samningi Ljósmæðrafélags ís- lands og Tryggingarstofnunar Ríkisins árið 1993 hófst hérlendis svokölluð Hildur Sigurðardóttir; Ijósmóðir og hjúkrunarfræðingur MS, lektor og forstöðumaður fræðasviðs umönnunar í sængurlegu í Ijósmóðurfræði við Háskóla Islands heimaþjónusta ljósmæðra til mæðra og fjölskyldna þeirra í kjölfar snemmút- skrifta eftir fæðingar. Samningurinn hljóðaði upphaflega upp á hámark ell- efu heimsóknir til fjölskyldna, en í endurnýjuðum samningi 2002 og 2006 er miðað við átta skipti að hámarki (Samningar Tryggingarstofnunar Ríkis- ins og Ljósmæðrafélags Islands, 2002 og 2006). Ari eftir að byrjað var að bjóða upp á heimaþjónustuna gerðu ljósmæðumar Guðbjörg Davíðsdóttir og Hildur Nilsen úttekt á viðhorf- um kvenna til þjónustunnar og kom þá fram almenn ánægja kvennanna (Sóley Kristinsdóttir, 1996). Á þessum tíma voru eingöngu 2,5% kvenna er fæddu á Landspítalanum sem nýttu sér þessa þjónustu en samkvæmt upplýs- ingum fengnum á vefsíðu Landspítala - Háskólasjúkrahúss fóm 64,1% allra kvenna sem fæddu árið 2004 heim innan sólarhrings frá fæðingu (http://www4. landspitali.is/lsh_ytri.nsf/HtmlPages/ faedingarskraningarskyrsla_2004/$file/ faedingarskraningarskyrsla_2004.pdf). Rannsóknamiðurstöður mínar (Hildur Sigurðardóttir, 2004) á viðhorfum mæðra til ljósmæðraþjónustu benda til þess að íslenskar konur eru almennt séð mjög ánægðar með heimaþjónustu Ijósmæðra. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf mæðra til sæng- urlegulrjónustu fyrstu vikuna eftir fæð- ingu og bera saman niðurstöður eftir mismunandi þjónustuformum: heima- þjónustu ljósmæðra eftir snemmút- skrift og þjónustu sængurlegudeildar LSH þar sem sjúkrahúsdvöl er lengri. Rannsóknarsniðið var megindlegt og voru 400 konur, er fætt höfðu börn sín á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi á tímabilinu september til desember 2002 valdar með kerfisbundnu tilviljunar- kenndu úrtaksvali. Tvöhundruð konum úr hvoru þjónustuformi var póstsendur spumingalisti og eftir að tvisvar höfðu verið send út ítrekunarbréf var svöranin 67% úr hópi kvenna í heimaþjónustu (n= 134) og úr hópi sængurlegukvenna 62% (n=124). Spurningalistarnir inni- héldu m.a. þrjá viðhorfakvarða er mældu á líkert kvarða, viðhorf til veittr- ar fræðslu, ánægju/óánægju með þjón- ustuþætti og viðhorf til innihalds þjón- ustunnar. Rannsóknarhópamir tveir 'voru sam- bærilegir með tilliti til aldurs (P> 0,05), hjúskaparstöðu (X2=2,6, P> 0,05) og menntunar (X2=5,2, P>0,05) en í ljós kom að í hópi sængurlegukvenna voru hlutfallslega fleiri frumbyrjur (X2=5,7, P< 0,05). Ef á heildina var litið kom 28 Ljósmæðrablaðið nóvember 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.