Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 36
Ljósmœðranemarnir 1954-1955: Brugðið á leik: mœðraskoðun í prófleslri.
Fremri röð: Unnur E., Ólöf Kristín, Björg, Vitborg og Unnur J.
Aftari röð: Amdís, Guðfinna, Elt'n, Helga, Guðrún og Jóna.
vona það besta. Eina plássið var ambúl-
ans inni á baði og þar vorum við svo, ég
og konan. Ég sat þarna og spurði öðru
hvoru um líðan og hvort hún héldi ekki,
að barnið færi að koma. Fékk alltaf ein-
hver svör. Asta átti að vera með mér við
fæðinguna en var mjög upptekin við
annað. Allt í einu segir konan: „Barnið
er að koma”. Ég kíki undir sængina
og það sá í koll. Ég hringi bjöllunni
og það stóð á endum, ég tók á móti
barninu, rauðhærðri stúlku um leið og
Asta kom í dymar. Hún sagði þá: „Þú
getur bara lokið þessu og svo máttu
láta þig hverfa klukkan 23, ég skal sjá
um, að allt verði í lagiSvo þetta varð
allt saman frábært, fyrsta „barnið mitt”
og svo ball á eftir. En ég hef oft hugsað
til þessarar blessaðrar konu, að hafa
þennan viðvaning hjá sér, þó allt færi
vel. En rúmum 20 árum síðar hitti ég
þær mæðgur aftur og tók þá á móti hjá
ljósubarninu mínu. Ég þekkti mömm-
una þegar ég sá hana aftur, en hún ekki
mig, en hún hafði gaman af og mundi
ekki eftir öðru en að allt hefði gengið
vel. Ég varð mjög fegin.
Skemmtileg atvik urðu oft í tímum.
Eitt sinn var ein skólasystir mín „tekin
upp” í tvíburafæðingu. Fyrri tvíburi fædd-
ist mjög fljótlega en svo kom þögn. Pétur
sagði ekkert og nemandinn ekki heldur.
Tímanum lauk - það var laugardagur, svo
kom mánudagstími. Sú sama var tekin
upp og nú spurt:, Jæja, er seinni tvíburinn
fæddur?” Það vom a.m.k. 11 nemar sem
brostu innra með sér, en hlógu vel seinna.
Okkur fannst þetta svo fyndið.
Eitt sinn var rætt um kúabólusetn-
ingu, en það var eitt af verkum ljós-
mæðra. Pétur spurði hvort við væram
ekki bólusettar. Nei sagði ég (hafði
reyndar verið bólusett 5 eða 6 ára en
bóluefnið var ónýtt). „Nú Kristín, eru
þér ekki fermdar?” Jú, ég er það. En
þannig var á þessum tíma, að prestur átti
að ganga úr skugga um að börn væru
bólusett áður en þau væru fermd, en það
hafði gleymst með mig.
Svo var allt í einu komið að prófum
og útskrift. í munnlegu prófunum sáturn
við 6 inni í einu ásamt tveimur kennurum
og tveimur prófdómendum. Minn hópur
fór niður í bæ að morgni prófdags og inn
í hljóðfæraverslun eina og báðum um að
spilað yrði fyrir okkur af plötu „Hraustir
menn”, sungið af Guðmundi Jónssyni,
töldum það geta haft góð áhrif á okkur
í prófinu. Tvær spumingar voru á hverj-
um miða og drógum við um verkefni.
Allt fór að óskum og allar útskrifuðumst
við 27. september 1955. Kaffiveisla var
fyrir okkur í skólastofunni og við fengum
okkar prófskírteini, sem gaf okkur leyfi
til að starfa sem ljósmæður á íslandi.
Kristín Ingibjörg Tómasdóttir
BRIM SEAFOOD <5? Eirberg
www.eirberg.is
36 Liósmæöra
tlaðið nóvember 2006