Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 29

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 29
Mynd 1: Meðalskor viðhorfskvarðanna þriggja: samanburður á milli sængurlegudeildar og heimaþjónustu í ljós að meirihluti kvenna gaf til kynna jákvætt viðhorf til þjónustu Ijós- mæðra fyrstu vikuna eftir fæðingu. Samanburður á niðurstöðum úr öllum kvörðunum þremur sýndi þó marktæk- an mun á viðhorfum kvennanna eftir rannsóknarhópum þar sem konur er þiggja heimaþjónustu ljósmæðra eru almennt jákvæðari til þjónustunnar (P<0,0l) (sjá rnynd I). Þrátt fyrir að hlutfallslega fleiri frumbyrjur hafi verið í hópi kvenna af sængurlegudeild og að frumbyrjur hafí mælst hlutfallslega óánægðari með þjónustuna kom í ljós með fjölbreytugreiningu að sá þáttur hefur ekki ráðandi áhrif hvað varðar marktækan mun á milli hópa (Hildur Sigurðardóttir, 2004). Almennt lýstu konumar mjög jákvæð- um viðhorfum til heimaþjónustunnar í opinni spurningu sem eru styðjandi við þær niðurstöður sem kvarðamir þrír sýndu. I samanburði við sjúkrahúsþjón- ustu þá er nokkuð tryggt að í heimaþjón- ustunni er unt samræmda og einstakl- ingshæfða fræðslu að ræða. Þar sem móðurinni er sinnt af einni ljósmóður hverju sinni er væntanlega meiri stöð- ugleiki í þeim ráðleggingum sem kon- urnar fá sem síðan ýtir undir sjálfsöryggi foreldra við umönnun bams (McCourt, Page, Hewison og Vail, 1998). Þá hafa rannsóknir bent á fleiri kosti heima- þjónustunnar sem í ljósi athugasemda kvennanna gætu skýrt að hluta jákvæð- ari viðhorf kvenna í þessari rannsókn til heimaþjónustunnar í samanburði við sjúkrahúsþjónustu. Konumar ná að hvfl- ast betur í eigin umhverfi í samanburði við erilsamt umhverfi sængurlegudeild- anna, auk þess sem þeim finnst kostur að vera í stuðningsrflcu umhverfi fjöl- skyldunnar. Þátttaka föður við umönn- un barnsins verður almennt meiri og tengslamyndun fjölskyldumeðlima við bamið betri (Brown og Johnson, 2002). Enn fremur hefur verið bent á að heim- ili fjölskyldunnar geri foreldra oft mót- tækilegri fyrir fræðslunni þar sem þeir hafa sjálfir fengið tækifæri til að axla ábyrgð á baminu auk þess sem fleiri meðlimir fjölskyldunnar fá tækifæri til að meðtaka fræðsluna (Harrison, 1990, Mendler, Scallen, Kovtun, Balesky og Lewis, 1996). Þetta samræmist einmitt niðurstöðum í rannsókn minni sem að ofan er getið þar sem þættir eins og sam- vera með maka/fjölskyldu og vellíðan í eigin umhverfi réði mestu um ákvörðun kvennanna um snemmútskrift og heima- þjónustu. Einnig kom fram að viðhorf kvenna til fyrirkoinulags heimaþjónustunnar voru mjög jákvæð og þó svo að fram kæmi einstaklingsbundið mat á því hve margar heimsóknir konurnar þurfa, þá voru þær almennt ánægðar með fjölda og tímalengd vitjana í heimaþjónust- unni. í ljósi þessara niðurstaðna ætti áfram að bjóða upp á heimaþjónustu ljósmæðra í þeirri mynd sem nú er. Þar sem fjöldi vitjana til hverrar konu spannar frá 5 upp í 14 vitjanir og er að meðaltali 7,4 má hins vegar álykta að sá hámarksfjöldi vitjana sem samn- ingur við Tryggingarstofnun gerir ráð fyrir megi ekki vera minni (Hildur Sigurðardóttir, 2004). Nýburinn: þróun gulu og mikilvægi faglegs eftirlits Ijósmæðra Á síðastliðnum áratug hafa verið auk- in skrif um hugsanleg neikvæð áhrif snemmútskrifta og er þar helst áberandi umræða um að nýburar sem útskrifist snemma heim séu útsettari fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál svo sem van- næringu eða þurrk og óeðlilega nýbura- gulu eða að gulan greinist of seint. Einkum hefur verið bent á að tíminn á sjúkrahúsinu sem gefst til að undirbúa og fræða móðurina fyrir heimferð sé ekki nægilegur t.d. er varðar brjósta- gjöf, foreldrahlutverkið og umönnun barnsins (Britton, Britton og Gronwaldt, 1999). Það sem gerir erfitt fyrir með sam- anburð á þessum rannsóknum er m.a. ósamræmi í skilgreiningum á því hvað snemmútskrift er og einnig virðist mjög mismunandi hvemig þjónustunni er háttað svo sem hversu mikil eftiifylgni er í boði eftir að heim er komið. Þegar skoðað er hvað einkennir helst þær rann- sóknir sem gefa til kynna jákvæð áhrif snemmútskrifta, kemur í ljós að það að boðið sé upp á heimaþjónustu í kjöl- far snemmútskrifta virðist ráða mestu. Einnig kemur í ljós að máli skiptir að þjónustan sé samfelld en sérstaklega virðist þó mikilvægt að þjónustan sé markviss og að gætt sé samræmis í stuðningi og fræðslu (Renfrew, 1993; Winterburn og Fraser, 2000; Porteus, Kaufman og Rush, 2000; Valdés, Pugin, Schooley, Catalán og Aravena, 2000; Keppler og Judith, 1999). Þó svo að rannsóknum beri ekki saman um að snemmútskriftir tengist aukinni tíðni endurinnlagna nýbura þá er mik- ilvægt að nýta sér niðurstöður þessara rannsókna sem ákveðin skilaboð um nauðsyn þess að vel sé haldið utan um þjónustuna. Að öryggi nýburans, móð- urinnar og fjölskyldunnar sé tryggt með góðri þjónustu sem felur í sér markvisst og samræmt eftirlit. Það getur því verið hjálplegt að skoða helstu ástæður fyrir endurinnlögnum barna eftir útskrift af fæðingarstofnun, hver vandamálin hafa verið, hverjir helstu áhættuhópamir eru og út frá því að meta hvernig við vilj- um skipuleggja þjónustuna. > Þjónustu sem tryggir vellíðan og ánægju skjól- stæðinga okkar en felur jafnframt í sér öruggt eftirlit. Ef til staðar eru hjá nýburanum við fæðingu einhver lífeðlisfræðileg eða læknisfræðileg vandamál koma þau yfirleitt fram fyrstu klukkustundimar Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 29

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.