Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 25
gífurlega hár. ÞSSÍ hefur í nokkur ár
aðstoðað við uppbyggingu spítala- og
heilsugæsluþjónustu á svæðinu og styð-
ur við störf og þjálfun yfirsetukvenn-
anna ásamt ýmsu öðru. Ég var þama
í janúar til febrúar 2006, hitti 17 yfir-
setukonur, tók viðtöl við 15 þeirra, var
viðstödd 3 fæðingar með þeim, tók þátt
í að flytja eina konu á spítala og fékk að
vera með í einni spítalafæðingu.
Yfirsetukonur í Malaví hafa litla
formlega menntun og hafa ekki mörg
úrræði ef eitthvað kemur upp á, þeim er
uppálagt að flytja konur á heilsugæslu
eða spítala við fyrstu merki þess að eitt-
hvað sé að og almennt að halda þeim
ekki lengur en í 6 klukkustundir í fæð-
ingu, þeim er sagt að senda allar frum-
byrjur frá sér, líka fjölbyrjur með fleiri
en 5 fæðingar að baki, sitjanda og aðrar
óheppilegar legur, fjölbura og konur
með sögu um erfiða fæðingu.
Þegar það liggur fyrir að flytja þarf
fæðandi konu á heilsugæslu eða sjúkra-
hús, þarf fjölskyldan að finna fararkost
(stundum er notast við hjól eða bara
hjólbömr) og leggja út pening fyrir
honum. Fjölskyldumeðlimur þarf að
fara með og sjá til þess að móðirin
fái að borða á spítalanum, sem þýðir
að tveir fara út af heimilinu og þurfa
að afla sér viðurværis fjarri heimilinu
með tilheyrandi kostnaði. Kostnaði sem
margar fjölskyldur hafa ekki efni á.
í þessu tilfelli gerði Fanesa rétt með
að fara að hugsa sér til hreyfings þegar
hún gerði það, útvrkkunartímabilið var
fulllangt en mér fannst bara eðlilegt
að láta reyna á rembing. Það hlýtur að
Nýfœddur drengur - fluttur í fang móður
sinnar.
varð ekki raunin, en hún varð kannski
bara raunverulegri fyrir vikið.
Bakgmnnurinn
Aðdragandi þess að ég upplifði
þessa skemmtilegu fæðingu var sá
að ég var svo lánsöm að fá styrk frá
Þróunarsamvinnustofnun Islands
(ÞSSÍ), til þess að fara til Malaví og
fylgjast með störfum yfirsetukvenna
(traditional birth attendants) á Monkey
Bay svæðinu og gera lokaverkefni í
ljósmóðurfræði þessu tengt. Malaví er
eitt af fátækustu ríkjum heims, þar er
skortur á menntuðu heilbrigðisstarfs-
fólki og þar er mæðra- og barnadauði
Við Fanesa, ansi stoltar af „drengnum
okkar".
Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 25