Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 41

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 41
HUGLEIÐINGAR LJÓSMÓÐUR Meðganga og fæðin - reynsla Ijósmóður Það er sko alls ekki sjaldan sem ég hef fengið spuminguna „hvernig er svo að vera ljósmóðir og eiga engin böm sjálf?“ eða „er ekki skrýtið að taka á móti og vita ekkert hvemig þetta er sjálf?“ Þessari spumingu hef ég svarað með jafnaðargeði á þann hátt að ég hafi nú heldur aldrei fengið hjartaáfall eða lungnabólgu en hafi engu að síður verið ágæt í þeirri hjúkrun áður en ég varð ljós- móðir. Alls ekki fækkaði þessum spurn- ingum þegar ég varð svo bamshafandi, þá bara bættust við spumingar eins og „er þetta ekki skrýtið... að vera allt í einu ólétt sjálf?“ eða „ertu ekki stressuð fyrir fæðingunni?“ Mörgum þótti það jafnframt óskaplega fyndið að hafa ólétta ljósmóður, eins og ljósmæður væra ein- hver hópur kvenna sem ekki yrðu þung- aðar eða að minnsta kosti væru ekki þungaðar í vinnunni sinni. Nú er ég ekki lengur ljósmóðir sem ekki á bam eða hefur ekki verið ólétt. Hér er mín saga: í upphafi meðgöngunnar gekk ég í gegnum rúmlega 2 mánaða tímabil mik- illar þreytu, ógleði og uppkasta. Það var alls ekki skemmtilegt en mér fannst það eðlilegast í heimi, beið bara eftir því að mér færi að líða betur. Alla meðgöng- una beið ég eftir háum blóðþrýstingi, eggjahvítu í þvagi, grindargliðnun eða einhverju þaðan af verra..en það kom aldrei! Ég naut hinsvegar meðgöngunn- ar alveg í botn, mætti reglulega í rækt- ina, svamlaði í sundi síðustu vikurnar og varð sólbrún í fyrsta sinn á ævinni. Mér fannst þetta allt svo spennandi, ég kveið aldrei fyrir fæðingunni og fannst mjög skemmtilegt að upplifa allar þess- ar breytingar í líkamanum. Ég man hvað mér fannst gaman þegar ég sá litla hjartsláttinn tikka á skjánum, þegar ég hætti að komast í buxurnar mínar og þegar ég fann fyrsta sparkið. Ég man hvað mér fannst skemmtilegt þegar ég fann í fyrsta sinn fyrir hiksta hjá barninu, þegar ég grét vegna þess að ég vorkenndi póstburðarkonunni vegna kuldans úti. þegar mig fór að svima í hvert sinn sem ég stóð upp og þegar Edda Guðrún Kristinsdóttir; Ijósmóðir á fæðingadeild FSA blæddi úr tannholdinu í fyrsta sinn... Mér fannst þetta allt saman svo frábært og yndislegt. Ég leit aldrei á neinn af þessum þáttum sem einhvern leiðinleg- an eða þreytandi fylgifisk meðgöngunn- ar heldur sem eðlilegan hluta af ferlinu sem ég var jú stödd í. Dagurinn sem litla stelpan mín valdi sér til þess að koma í heiminn var mánu- dagur, fyrsti dagurinn án þess að eiga að mæta í vinnuna, síðasta vaktin var morg- unvakt á föstudeginum áður. Ég vaknaði um tvöleytið um nótt með einhverja stingi en var nú svo sem ekkert að velta mér upp úr þeim, enda BARA komin 38 vikur. Ég sofnaði eitthvað aftur og fór svo að brasast með hitapoka og svoleið- is og beið eiginlega eftir því að þetta myndi allt saman hætta. Maðurinn minn vaknaði við bröltið í mér í kringum fimmleytið. Þá sagði ég brandarann „þú verður kannski bara pabbi á morgun“ og hló svo alveg helling því mér fannst ég svo hrikalega fyndin og hugmyndin um að barnið kæmi strax alveg fráleit. Ég var sko ekkert að vekja hann neitt þar sem að ég var bara að bíða eftir að þetta myndi allt saman hætta, enda bjóst ég sko ekki við því að bamið myndi fæðast fyrr en seinnipartinn í ágúst. Svo ágerðust stingirnir eitthvað þegar leið á morguninn og rétt fyrir klukkan 11 ákvað ég að fara í bað, alveg viss um að þá myndi þetta allt saman hætta. Þetta væri sko alls ekki það vont eða kröftugt að um alvöru hríðar gæti verið að ræða. Ég entist ekkert í baðinu, enda er ekki mjög gott að standa í baði.... Svo klukkan 12 þá drifum við okkur af stað á sjúkrahúsið, enda aðeins um það bil 2 mínútur á milli samdrátta. í bflnum á leiðinni minnti ég manninn minn á það hvað frumbyrjufæðingar taka óskaplega langan tíma og að barnið kæmi í fyrsta lagi seint í kvöld eða nótt. Utvflckunin væri sennilega svona ca 3 cm. Það voru góðar móttökur sem við fengum á sjúkrahúsinu, enda fannst öllum eiginlega jafn fyndið og mér að ég væri mætt á svæðið til þess að eiga barnið. Útvíkkun var orðin 7 cm. Ég trúði þessu varla. Klukkan 15:30 ruddist svo litla stelp- an okkar í heiminn. Hún var í framhöf- uðstöðu og var greinilega búin að vera svona lengi litla skinnið, því að kollurinn hennar var mjög skrýtinn í laginu og nefíð rammskakkt út á kinn. Alveg gull- falleg með galopin augun og bara horfði í kringum sig, líkt og hún væri að heilsa. Brandarinn sem ég hafði sagt um nóttina var orðinn að veruleika. Þetta var alveg hreint yndisleg stund og hún var ekki nema nokkurra mínútna gömul þegar ég sagði manninn minn „svo verður þetta helmingi auðveldara næst"! Nú er ég ekki lengur ljósmóðir sem ekki á barn eða hefur ekki verið barns- hafandi. Aður en ég sjálf varð þung- uð og eignaðist dóttur mína taldi ég, að mér tækist ágætlega að setja mig í spor þungaðra kvenna og kvenna í fæð- ingu. í ljósmóðurnáminu var ég hepp- in, umsjónarljósmæðurnar mínar lögðu mikla áherslu á hlustun, nærveru og snertingu. Þannig og aðeins þannig tæk- ist manni að skynja líðan, upplifun og tilfmningar þeirra sem maður annast. Þetta snýst að miklu leyti um að þroska innsæi sitt og lesa í líðan skjólstæð- inga sinna. Þegar það tekst þá er maður Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 41

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.