Einherji - 22.12.1985, Síða 1

Einherji - 22.12.1985, Síða 1
Blað Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra 1. tölublað ! Sunnudagur 22. desember 1985 54. árgangur Á undanförnum árum hefur það verið venja að birta í jólablaði Einherja, jólahug- leiðingu, sem flutt hefur verið á árlegu að- ventukvöldi í Siglufjarðarkirkju. Á aðventukvöldi 8. des. s.l., flutti dr. Sigurbjörn Einarsson biskup aðalræðu kvöldsins. Eins og allir landsmenn þekkja, flytur biskupinn yfirleitt ræður sínar án þess að hafa samið þær fyrirfram, og því getur ekki orðið af því að birta hugvekju þá, er hann flutti á aðventukvöldinu, þar sem hún er ekki til í skrifuðu handriti. í stað þess hefur blaðið fengið góðfús- lega heimild hans til þess að birta aðra ræðu, sem hann flutti á aðventu, og til er í skrifuðu handriti. Konungur þinn Konungur þinn kemur. Það myndi vera mikil stund í lífi þínu, sem flytti þér slík skilaboð, efþau væru þér sönn. Efþú ættir konung yfir þér, einhvern, sem hefði öll hin æðstu völd ílandi þínu og gæti óskorað boðið og bannað, þægt eða synjað, dæmt eða sýknað, umbunað eða refsað, lyft þér eða lægt þig, einhvern, sem hefði hina æðstu tign og hver landsins þegn hlyti að nálgast í ógnblandinni lotningu, og ef þér væri svo kunngjört, að þessi kon- ungur væri að koma til þín, þá væru það mikil skilaboð. Það þarf ekki mikið ímyndunara fl til þess að gera sér í hugarlund, hvernig þér myndi vera innanbrjósts. Konungur minn! Hvað ætlar hann sér, hvert er erindi hans, hvað vill hann mér? Hvernig er ég undir það bú- inn að taka á móti honum, hvað veit hann um mig, hvernig hef ég þjónað honum, hvernig hef ég gegnt því, sem hann hefur trúað mér til, treystir hann mér eða van- treystir, er ég í náð hjá honum eða ónáð, kann ég að veita honum viðtöku svo sem mérber? Þannig myndu spurningarnar þyrpast að þér, þú myndir í huganum telja stundirnar, sem þú enn hefðir til undirbúnings, þú myndir með sjálfum þér fara yfir allt þitt líf, einkamál og opinbera framkomu, og við hvert atriði myndi sama spurningin brenna þér í hjarta: Hvernig lítur konungurinn á þetta, hvað hugsarhann um mig, hvað segir hann, hvað vill hann? Það gæti hugsast að þú vildir flýja. En nú er að ekki svo, að þú eigir neinn konung, land þitt er ekki lengur konung- dæmi og það eru eiginlega ekki til neinir konungar lengur, sem hafi nein völd að heiti. þessi hugsaði möguleiki konunglegr- ar heimsóknar með öllu þvíumróti, sem hún hlyti að valda huga þínum, er ekki annað en fjarstæða, sem ekki er vert að þú sért að eyða þínu skáldlega ímyndunarafli á. En bíddu ögn við. Það er ekki þar með sagt, að 'þú ha fir ekki not fyrir ímyndunara fl 3ólahugleiðltÍQ> þitt hér í dag, það er ekki þar með sagt, að þú getir hvílt huga þinn þessa stund í væru móki á þeim notalega kirkjubekk, sem þú situr á, en það er svo að sjá og skilja á mönnum stundum, að kirkja sé sá staður, þar sem menn geti veitt huga sínum hvíld vegna þess að þar sé talað og sungið og hugsað um hluti, sem að sönnu kunni að vera notalegtð láta ímyndunaraflið reika um, en ástæðulaust að taka nema miðlungi alvarlega. Er það víst, að þú eigir engan konung? Hvar er valdið yfir lífi þínu, hið endanlega vald? Hverju ræður þú, þegar allt er at- hugað? Þú ert þegn í konunglausu mannfélagi. Hvernig stendur á því? Ekki var það alþingi eða ríkisstjórn, sem kaus þér ættland. Það var eitthvert annað vald, sem réði því, hvar þú fæddist. Var það valdið, sem kallast hending? Vera má, en sé svo, þá hefur það vald ráðið næsta miklu um örlög þín. Já, og svo vaknar spurningin, hver eða hvað réði því, að þú fæddist yfirleiti? Var það e.t.v. valdið, sem heitir hending? Það skiptir ekki svo miklu máli í þessu sam- bandi, hvað það heitir, svo mikið er víst, að þú varðst að lúta því valdi, varst ekki um spurður, fékkst engu um það að ráða, hvort þú yrðir til eða ekki til. Nú, hér mætti staðar nema. En það má miklu við bæta. Og um það ertu einfær og 'oarft ekki að nota ímyndunaraflið, þú getur átið staðreyndir lífs þíns tala, eins og þær liggja fyrir. Hverju hefur þú eiginlega ráðið sjálfur af því, sem mestu sætir í lífi þínu? Hvaða vald hefuf þú yfir högum þínum, yfir heilsu þinni eða þinna, yfir skilyrðum lífsaf- komu þinnar? Hver lætur jörðina snúast og sólina lýsa? Náttúran og lögmál hennar? Hvað um það - þú ræður þessu ekki og enginn maður. Og þú verður ekki spurður, hvort þú sért tilbúinn til að deyja, þegar þar að kemur, þú ræðurþvíekki, hvortþú lifirþá áfram eða slokknar að fullu. Það er eitthvert vald yfir þér, sem þú lýtur skilyrðislaust. Víst ertu frjáls um ákvaðranir daglegs lífs, mörgu hefur þú stýrt af yfirvegun og skyn- samlegu viti, og stundum réði athugaleysi þitt miklum afdrifum. Þetta er satt. En utan um þetta svið, þar sem frjálsar ákvarðanir þínar koma til greina, er sterk umgjörð og öflugar skorður, sem þú veldur engu um, undir þessum fleti eru ókannandi djúp þeirra afla, sem þyrla vetrarbrautum um endalausa geima og öreindum milljónum saman í hverri duftvölu, og þeir kraftar lúta römmum ákvæðum, allsendis óskiljanlega öruggu viti. Handan þeirrar umgjörðar, sem lykur um tilveru þína, eru lögmál lífs og dauða, óræð en óvefengjanleg. Þú lýtur valdi, sem er ægilega hrikalegt. í samanburði við það vald er allt konungsvald, sem svo hefur. verið nefnt, hégóminn einber og allsleysið, Framhald á 8. síðu Dr. Sigurbjörn Einarsson, bisknp Guðsþjónustur í Sigluf j arð arkirkj u um jólahátíðina. 24. desember— Aðfangadagur jóla: Aftansöngur kl. 18.00. 25. desember— Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Skírt verður í messunni. 26. desember— Annar Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 10.15 á Sjúkrahúsinu. 31. desember— Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18.00. 1. janúar1986: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Organistar og kórstjórnendur: Anthony Raley og Páll Helgason. Sóknarprestur og sóknarnefnd vilja þakka öll- um Siglfirðingum góðan stuðning við kirkju og kirkjustarf á því ári sem er að líða. Guð gefi Siglfirðingum gleðileg jól og farsælt komandi ár. I guðs friði, Vigfús Þór Árnason sóknarprestur.

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.