Einherji - 22.12.1985, Side 8

Einherji - 22.12.1985, Side 8
8 EINHERJI Sunnudagur22. desember 1985 Jólahugleiðing Framhald af 7. síðu öll konungleg tign og vegsemd og máttur hismi tómt og froða og ímyndun. Hvert er þetta vald? Hver er sá máttur, sem stýrirþví öllu, sem mennirnir ráða engu um og ekkert við? Hvert er það vald, sem lætur hnettina sindra í milljarðatali, hvert er það hugvit, sem lætur engin tvö laufblöð vera eins? Hvert er það vald, sem kallaði þig af móðurskauti og se'gir við þig að lyktum: Hingað og ekki lengra? Varðar þig um það? Skiptir það máli? Kemur það þér við? Mér finnst, að í rauninni skipti hreint ekkert neinu verulegu máli nema þetta eina. Og nú skyldi það vera svo, að þú fengir í raun og veru þessi skilaboð: Hann kemur, valdhafinn ægilegi, konungur alheimsins! Þú færð þau í dag. Hvað heitir dagurinn? Fyrsti sunnudagur í aðventu. Og aðventa þýðir konungskoma. Koma konungs er yfirskrift dagsins og næstu vikna fram til jóla. Konungskoma er boðskapur kristinnar kirkju árið um kring, vitund hennar, reynsla hennar og eftirvænting. Koma hans hafði verið boðuð áður en kristin kirkja varð til. Lítil þjóð var útvalin til þess að sjá til hans löngu fyrirfram og hún eygði bjarmann af komu hans framundan sér á löngum og erfiðum vegi. Spámenn hennar höfðu sagt: Fagna þú, hlakkaðu til, því að konungur þinn kemur, sjálfur Drott- inn alheimsins birtist með ótvíræðum hætti og stofnar ríki sitt á jörð. Og nú segir guðspjallið í dag frá þeirri stund, þegar hópur af fólki sá þetta rætast. Jesú frá Nazaret er að koma til Zionar, og hann stillir svo til, að þeir, sem með honum eru eða mæta honum, sjá, að nú er stundin komin. Og þeir fagna og hrópa: Hósanna, Drottinn hjálpar, Drottinn frelsar, líkn og náð og blessun býr í hæstum hæðum, í há- sætinu sjálfu, sem tilverunni erstjórnað frá. Blessaður sé sá, sem kemur. Það er svo undursamlega sælt að sjá al- veldismátt himins og jarðar birtast íþessum manni, sem var vinur smælingjans, syndar- ans, hafði líknað hverjum vesaling, hafði faðmað börnin og sýknað hinn seka, sem kom nú í hógværð, ríðandi á asna, af því hann vildi tákna það, að hann er sá kon- ungur, sem fer með friði og semur frið og gefur frið. Hinn glaði hópur hélt inn íborgina. En þar var innan stundar hrópað annað: Burt með þennan, vér höfum engan konung, viljum engan konung nema keisarann, — hinn hataða böðul íRómaborg, — gef oss heldur Barrabas, hinn dæmda óbótamann. Og þetta hróp tók yfir. Það fórsvo, að manneskjan lagði á flótta, þegar konungur hennar kom, og meira en það: Hún tók hann af lífi. Og sagan hélt áfram, saga þess mannkyns, sem stendur ómálga frammi fyrir undri tilveru sinnar, en neitar að hlusta, þegar lausnin er tjáð, neit- ar að sjá, þegar undrið opinberast, þess mannkyns, sem segir við konung sinn, þegar hann kemur: Vér viljum ekki, að þessi ráði yfir oss, þess mannkyns, sem gengst heldur undir vald hvers konar ofstopa en að lúta hógværð hans, lætur sífellt Ijúga þvíað sér, að vitið og skynsemin stýri gjörðum þess, þegar það kýs Barrabas sem fulltrúa sinn og hafnar sínum sanna konungi. Mennirnir flúðu konung sinn, flúðu í skjól keisarans, böðulsins, óbótamannsins, því að þar áttu þeir samstöðu, þessir menn voru af þeirra heimi, Kristur ekki, hann var ekki af þessum heimi. Ekki lögðu þeir á flotta vegna þess, að hann kæmi í konungsvaldi stríðu og léti kenna á valdi sínu. Hann hafði afklæðst dýrð sinni, tekið vora tötra á sig. Einar Benediktsson gerir tilraun til þess að tjá mannlegt hugboð um tign hins almáttka valds: Vetrarbrautin er belti um hans miðju, hjartað er algeimsins sólnasól, hans þanki er elding en þruma hans orð, allt þiggur svip og afl við hans borð, stormanna spor eru stillt í hans óði, stjarnanna hvel eru korn í hans blóði. Hann kom ekki þannig. Hann kom sem bróðir. Það var ekki ógn valdsins, ekki máttur geimfara og gervitungla, sem mennirnir flúðu, heldur afl hreinleikans, réttlætisins, hins alskyggna heilagleiks. Vér afneitum honum ekki af því vér óttumst hann, heldur af því vér erum hrædd við sjálfa oss. Og þetta er sagan frá fyrstu tíð, frá Adam til mín og þín — maðurinn á flótta fyrir Guði sínum, í felum fyrir honum. Hann felur sig á bak við hvað sem er til þess að þurfa ekki að mæta augum konungs síns. Og getur þó auðvitað aldrei umflúið þau. Þetta ersagan, afhjúpuð til grunna á Golgata, saga mín og þín. En það gerist önnur saga jafnhliða. Jesús Kristur hélt sína leið, píslarbraut hins for- smáða konungs, hins svikna bróður, hins afhrópaða Drottins, afþvíað engin forsmán og engin svik og engin afhrópun skyldi geta gert mannkyn viðskila við hann. Og krýndur kórónu upprisunnar af almáttugum föður sínum sagði hann af hiklausum, himnesk- um myndugleik: Mér er gefið allt vald á himni og jörðu, farið því og gjörið allar þjóðirnar að lærisveinum, og ég er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar. Og þetta er leyndarmálið í lífi kristinnar kirkju. Hún er samfélag manna, sem eru syndarar eins og aðrir, flóttamenn fyrir hin- um heilaga og sanna eins og aðrir, en þeir hafa numið staðar á flóttanum, þeir hafa gefizt upp fyrir hinum hógværa, sterka, góða vilja, þegið náðun hins krossfesta, þegið hans helgu bróðurhönd. Og þetta er hið eina mannlega frjálsræði, sem máli skiptir. Hið almáttuga vald vill eignast þig og getur ekki eignast þig nema þú gefist hon- um frjáls, hann vill laða þig undir vald kær- leika síns, því að kærleikurinn er ríki hans, en þú verður aldrei með valdi neyddur til þessað elska. Konungurinn kom, konungur þinn, og hann kemur. Hverju sinni, sem hringt er til helgra tíða, er verið að kunngjöra aðventu, konungskomu. Hann kemur í orði sínu, stendur við dyr hvers hjarta og knýr á, hann kemur í sakramentum sínum, þegar þú þáðir heilaga skírn, kom hann á móti þér, tók þig sér í faðm, signdi þig sigurmerki og blessaði þig, þegar altarisborð hans erbúið kemur hann og segir: Mitt líf sé þitt. Hann er með oss íhógværð og lægingu, í hjúpi þess vitnisburðar sem boðar hann og felur hann jafnt í orði sem sakramentum, með oss íþví hulda lífi, sem hann vekur hið innra með lærisveinum sínum. En í gegnum allt þetta sér kirkjan enn annað, aðventuna, konungskomuna miklu og efstu, þegar hann kemur öllum opinber, gjörvöllum heimi augljós konungur, sem hvert kné verður að beygja sig fyrir og hver sál að gera upp við. Kirkjan heyrir fótatak hans í atburðum sögunnar, sér dagsbrún hans, morgunbjarma eilífs ríkis hans yfir sér, og hún lifir íþeirri blessuðu birtu og ber hana út frá sér. Vér komum til guðsþjónustu til þess að sjá roðann af sigurdegi hans, opna augun fyrir geislum morgunsins, sem leiftra frá konungi dýrðarinnar, opna sál og hjarta fyrir Ijósi hans eilífa árdegis, til þess að sigrastafþvíog verða Ijóssins börn, bræður og systur hins blessaða konungs um tíma og eilífð. þú komst til þess í kirkju í dag, var ekki I svo, verður ekki svo? Það gefi góður Guð. F rétt frá Kvenfélagi Sjúkrahúss Siglufjarðar Aðalfunur K.S.S. var hald- inn 26. nóv. s.l. Starfsemi félagsins var með svipuðum hætti og fyrri ár. Félagið hafði opna heilla- skeytasölu í Grunnskólanum við Norðurgötu í sambandi við ferminguna 31. mars. Basar með happdrætti var haldinn 3. nóv. Áður höfðu verið send dreifibréf í öll hús í bænum og óskað eftir stuðningi. Var þátt- taka bæjarbúa mjög góð. Einnig voru haldin tvö Bingó. Hefur fjáröflun félagsins á ár- inu gengið ágætlega. Á aðalfundi K.S.S. var sam- þykkt að gefa Sjúkrahúsi Siglufjarðar magaspeglunar- tæki, og kr. 400.000 í byggingu Dvalarheimilis aldraðra. Félagið vill minna á heilla- skeytasölu K.S.S. Skeytin eru til sölu í Aðalbúðinn, Bókaverslun Hannesar Jónassonar og hjá eftirtöldum félagskonum: Önnu Snorradóttur, Hávegi 62, sími 71446, Björk Hallgríms son, Lindargötu 26, sími 71463 Brynju Stefánsdóttur, Hólaveg. 39, sími 71178, Elínu Páls- dóttur, Hvanneyri, sími 71263 og Ólöfu Baldvinsdóttur, Norðurgötu 4, sími 71131. Stjórn félagsins var endur- kosin. Hana skipa: Magðalena S. Hallsdóttir, formaður, Freyja Ámadóttir, ritari, Ólöf Bald- vinsdóttir, gjaldkeri, Flóra Baldvinsdóttir, meðstjórnandi, Ása Guðjónsdóttir, varafor- maður, Margrét B. Blöndal, vararitari og Friðfinna Símon- ardóttir, varagjaldkeri. Kvenfélag Sjúkrahúss Siglu- fjarðar þakkar íbúum bæjarins og öllum öðrum velunnurum félagsins veittan stuðning fyrr og nú, um leið og það óskar þeim gleðilegra jóla og far- sældar á nýju ári. , . Stjornin. Gleðileg jól! Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. T résmíðaverkstæði Sigurðar Konráðssonar Leikskólinn Leikskóli Siglufjarðar óskar eftir að ráða eftirtalda starfsmenn: Hálfa stöðu og heila stöðu, hvorttveggja frá 1. janúar n. k. Umsóknarfrestur er til 27. desember n.k. Umsóknum skal skilað til undirritaðs, sem veitir nánari upplýsingar, ásamt forstöðukonu Leikskólans. Siglufirði, 10. des. 1985. BÆJARRITARI Tímaritið SifEITARSTJÓRNARMÁL er ómissandi öllum þeim, sem fyigjast vilja með SVEITAR- þjóðfélagsmálum. Áskriftarsíminn er 83711 STJÓRNARMÁL Háale.tisbraut 11

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.