Einherji - 22.12.1985, Side 20

Einherji - 22.12.1985, Side 20
20 Sunnudagur 22. desember 1985 R A F B Æ R s/f. Freyr Slgurðsson, framkv.stjóri Blaðamanni Einherja þykir ástæða til að fá frettir af fyrir- tækinu Rafbæ s.f. og huga að framtíðaráætlunum þeirra. þess vegna tók hann hús á Frey Sigurðssyni, framkvæmda- stjóra og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Freyr, hvernœr var fyrirtœkið stofnað og hverjir stóðu að stofnun þess? Fyrirtækið var stofnað í nóvember 1972, stofnendur voru Guðmundur Lárusson, Jóhannes Friðriksson, konan mín Steinunn Jónsdóttir og ég. Við keyptum þá Aðalgötu 20 - Föndurbúðina - af Júlíusi Júlíussyni og rákum þar verslun, en um mánaðarmótin júní/júlí 1975 færðum við út íþróttastyrkur Sambandsins 1986 íþróttasambandi fatlaðra afhentur íþróttastyrkur Sambandsins Samvinnuhreyfingin hefur í fjöldamörg ár leitast við að efla menningarstarf í landinu. Einn þáttur þeirrar viðleitni er margvíslegur fjárstuðningur við íþróttastarfið í landinu. 1 við- leitni Sambandsins til að efla þennan menningarþátt enn frekar var ákveðið árið 1980 að veita árlega íþróttastyrk Sam- bands íslenskra samvinnu- félaga. Styrkurinn er veittur sérsam- böndum íþróttasambands ís- lands eða öðrum hliðstæðum landssamböndum er starfa að íþróttamálum. Sambandið varð þannig brautryðjandi í því að styrkja íþróttahreyfinguna með þessum hætti, en fleiri fyrirtæki hafa síðan fylgt því fordæmi. Á undanförnum árum hafa fjögur íþróttasambönd hlotið styrkinn. Þau eru Körfuknatt- leikssamband íslands, Hand- knattleikssamband íslands, Frjálsíþróttasamband Islands og Skíðasamband Islands. Alls bárust 12 umsóknir um íþróttastyrk Sambandsins fyrir árið 1986. Iþróttastyrkurinn 1986 nemur 650.000 krónum, og hlýtur hann að þessu sinni: IÞRÓTTASAMBAND FATLAÐRA. kvíamar og settum upp raf- magnsverkstæði í Aðalgötu 22, vesturenda. Síðan þróast þetta stig af stigi, verslunin stækkar og flyst upp á „Thorahornið“ og rafmagnsverkstæðið fyrst í leiguhúsnæði í Aðalgötu 7 (Mjólkursamsalan) og þaðan í eigið húsnæði að Ránargötu 14 þar sem það er nú. Hvað þjónustu veitið þið? Við reynum eftir bestu getu að veita eins viðtæka rafverk- takaþjónustu og bæjarsamfélag okkar þarf á að halda. Hvað vinna margir hjáykkur? 1 dag erum við 11 í fullu starfi og 3 í hluta störfum en yfir sumarmánuðina þegar mest er að gera bætast 3—4 við. Nú eruð þið í samstarfi við verktaka á N orðurlandi og höfðuð samvinnu viðþá m.a. um vinnu við breytingar hjá S.R. í sumar, eru líkur á frekari sam- vinnu í svipuðum verkefnum á nœstunni? Norðlenskir rafverktakar h.f. „NOR“ hafði verkefnið hjá S.R. og við sem hluthafa í NOR og heimamenn að auki áttum rétt á, samkvæmt lögum NOR, að láta eins marga menn í verkið og við töldum okkur geta. Það er kannski rétt að ég útskýri hvað NOR er í raun. Það er stærsta verktakafyrir- tæki á sínu sviði á landinu. Ég er fullkomlega sannfærð- ur um, að svona öflugt verk- takafyrirtæki á eftir að hasla sér völl í stórverkefnum í um land allt, enda stofnað í þeim til- gangi. Nú opnið þið verslun að nýju í sömu húsakynnum og þið rákuð verslun í fyrir nokkrum árum, telur þú að grundvöllur fyrir svona sérverslun hafi batnað? Já, þú segir að nýju. Það er rétt við vorum komin með býsna stóra verslun um 1981, sem við því miður gátum ekki haldið áfram með samhliða því að reka svo umfangsmikla „lánastarfsemi“ að við hrein- lega urðum að fóma öðru hvoru, versluninni eða verk- stæðinu. Við völdum að fórna versluninni og völdum rétt að mínu mati. Við höfum alltaf verið nokkuð viss um að híegt væri að reka sérverslun á þessu sviði á Siglufirði og ætlum oklcur að gera það reynslunni ríkari. Er bankafyrirgreiðsla í lagi hér fyrir svona rekstur. Já, ég verð að segja það, að við höfum ekkert, nema gott eitt að segja um viðskipti okkar við Sparisjóð Siglufjarðar, sem er okkar viðskiptabanki, en viðskiptaaðilar okkar margir hverjir hafa aðra sögu að segja af sínum bankaviðskiptum og hef ég ekki ástæðu til að rengja þá. Svo svarið verður — al- mennt séð mætti bæta banka- fyrirgreiðslu til fyrirtækja hér á Siglufirði. Hinsvegar er hægt að eyða öllum þeim peningum sem hægt er að komast yfir, svo ein- hvers staðar verður að setja mörkin. Hvað um framtíðina? Ertu bjartsýnn? Já, ég er bjartsýnn það er ekki hægt annað, því mögu- leikar okkar Siglfirðinga hafa sjaldan verið meiri en einmitt nú. Næg atvinna í boði, frekar skortur á vinnuafli, sem er stórbreyting frá því sem var fyrir nokkrum árum. Jú — það er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn Sigl- firðingur í dag. Einherji þakkar Frey þessi svör og óskar fyrirtækinu, eig- endum þess og starfsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfu- ríkrar framtíðar. Starfsmenn Rafbæjar s/f. fyrir utan verkstæðishús. Megintilgangur ÍF er að skapa fötluðu fólki ánægjulegt og heilbrigt daglegt líf með hvers konar líkamsþjálfun, íþróttum og útivist. ÍF hefur á fáum árum unnið aðdáunarvert starf í þessu efni og hefur íþróttafólk á þess vegum sýnt það á margan hátt. Má þar m.a. nefna árangur Eddu Bergmann og Jónasar Óskarssonar í sundi, árangur Hauks Gunnarssonar í frjálsíþróttum og íslandsgöngu Reynis Péturs Ingvarssonar. Mörg verkefni bíða ÍF á næsta ári, m.a. aukið út- breiðslu- og kynningarstarf og umfangsmeira mótahald með vaxandi iðkendafjölda. íþróttastyrkurinn er viður- kenning fyrir mikilsvert starf ÍF á undanförnum árum, en jafn- framt væntir Sambandið þess að hann megi koma ÍF að góð- um notum í starfi þess á næsta ári. Hótel Höfn Dagskrá um jól og áramót:' 20. des. Dansleikur án vínveitinga. Aldurstakm. 16. ára 21. des. Opið, léttar veitingar. Aldurstakm. 18 ára 23. des. HLAÐBORÐ 25.—26. des. Dansleikur kl. 24.00—4.00. Aldurstakm. 16 ára 27. des. Jólaball Kiwanis 28. des. Jólaball Lions 28. des. (laugardag) Björg.sv. Strákar. Aldurstakm. 16 ára Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. HÓTEL HÖFN

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.