Einherji - 22.12.1985, Síða 5

Einherji - 22.12.1985, Síða 5
5 Sunnudagur22. desember 1985 EINHERJI Siglfirðingur SI150 stækkaður og endurbyggður Ragnar Ólafsson, skipstjóri I marz mánuði 1984 var byrjað að breyta b/v Sigl- firðingi SI. 150 í frystitogara. Þeirri breytingu, sem fram- kvæmd var í Slippstöðinni Akureyri, lauk í lok október sama ár. Síðan hefur togarinn verið rekinn sem frystitogari. Eigendur skipsins eru tveir ungir og duglegir Siglfirðingar, þeir Ragnar Ólafsson, skipstjóri og Gunnar Júlíusson, vélstjóri. Blaðamaður Einherja hefur fregnað, að enn standi til að breyta og endurbæta skipið, og því þótti honum forvitnilegt að fræðast nánar um afkomu skipsins og útgerð, á þeim tíma, sem togarinn hefur verið gerður út sem frystitogari. Það lá því beinast við að halda á fund Ragnars Ólafs- sonar og leita frétta af útgerð- inni, og framtíðarhorfum og áformum þeirra félaga. Hvernig hefur útgerð Sigl- firðings gengið, síðan skipinu var breytt? Skipið veiddi í tveim fyrstu veiðiferðunum á síðustu mánuðum ársins 1984 fyrir kr. 11 miljónir, og var þá í og með í reynslutúrum eftir breytinguna. Á þessu ári er skipið búið að fiska fyrir ca. 105 miljónir og hefur þó háð, að möguleikar þess hafa ekki verið nægjanlega miklir til veiðanna, sem dæmi, togar skipið ekki vel, og hefur ekki útbúnað til flottrollsveiða. Þá verður að gæta þess, að skipið hefur verið frá veiðum í 112 daga á árinu, vegna fisk- stýringar og smá bilana. Hvernig verður afkoma skips eins og Siglfirðings, sem fiskar fyrir 105 miljónir á ári? í þessu sambandi er margs að gæta. í fyrsta lagi er það að sjálfsögðu, hver er kostnaður- inn við veiðarnar, svo og hver er fjármagnskostnaðurinn að baki útgerðinni. Miðað við afkastagetu skips- ins er afkoman góð, að minnsta kosti stöndum við allsstaðar í skilum. Hver myndi afkoma skipsins hafa verið, ef ekki hefði verið farið út í breytingarnar? Því er fljótsvarað, Fiskveiða- sjóður ætti Siglfirðing SI 150, eins og fleiri skip nú. Ef við lítum til framtíðar- innar, þá hef ég heyrt að miklar breytingar og endurbœtur séu fyrirhugaðar á Siglfirðingi á nœstunni? Já, það er rétt, áhættuþáttur í rekstri skipsins er mikill í dag. Skipið er smíðað árið 1969, og hefur ekki fengið eðlilegt við- hald í gegnum árin, vegna rekstrarörðugleika. Siglfirðingur Sl 150 Framleiðandi togspilanna er ekki lengur til, þannig að allt sem þar vantar í þarf að sér- smíða. Þetta er ástæðan fyrir því að við höfum ákveðið að fara út í stórar framkvæmdir. í fyrsta lagi, að skipta um spilkerfi í skipinu, skrúfu og gír, og lengja það um ca. 9 metra. Hvar verður þessi breyting framkvœmd? Útboðsgögn er verið að senda út, nú um þessar mundir, bæði innanlands og erlendis. Að sjálfsögðu verður hag- stæðasta tilboðinu tekið, og því ekki hægt að segja á þessari stundu, hvar verkið verður framkvæmt. Tekið verður erlent lán til þessara framkvæmda að 80%. Eitthvað að lokum? Eftir þessar breytingar verð- um við með mjög gott skip, og horfum björtum augum til framtíðarinnar. Einherji þakkar Ragnari skýr . og greinargóð svör, og tekur undir þá framtíðarsýn, sem fram kemur í lokaorðum hans. Veist þú hvað heppnin er skammt undan? Vinningar j H.H.Í. 1986: 9 ákr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 2.160 ákr. 20.000; 10.071 ákr. 10.000; 122.202ákr. 5.000; 234aukavinningarákr.20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings f SÚKKULAÐI- | VERKSMIÐJAN LINDA óskar öllum viöskipta- mönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Umboðsmaður á Siglufirði: Ásgeir Björnsson. Stéttarsamband bænda óskar meðlimum sínum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Sendum Skagfirðingum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár SÝSLUNEFND SKAGAFJARÐARSÝSLU Gleðileg jól! ------------------------ 'romp er sterkasta spilið Trompið er þitt ef þú skiptir við sparisjóðinn. Öll venjuleg bankaviðskipti - VISA - Gjaldeyrisþjónusta - Góð þjónusta. - |tSparls|óðiJ***j Siglirfjarðar ® ' ■■■■■■^■^HayfirlOOára farsælt samstarfi

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.