Einherji - 22.12.1985, Síða 18
18
EINHEBJI
Sunnudagur 22. desember 1985
Sverrir Sveinsson,
i/eitustjóri
Á þessu ári hefur verið
landað 121.990 tonnum af
loðnu hjá S.R., þar af 100.698
tn. á haustvertíðinni sem hófst
með löndun úr Rauðsey A.K.
14, 13. september.
Bræðsla hófst 18. sept. og
hefur vinnsla verið nær óslitið
síðan. Landanir voru 178, og
búið er að standa 256 vaktir.
Nú er bræðslu hætt og fram-
undan jólafrí. Áformað er að
hefja bræðslu þegar að loknu
jólafríi og eru í þróm verk-
smiðjunnar um 5.000 tn.
Mjölframleiðsla er orðin
18.596 tn. og lýsisframleiðsla
16.434 tn.
Útflutningsverðmæti loðnu-
afurða ársins er því sem næst 12
M.USD. eða 507 Mkr.
Þessar afurðir eru allar seldar
og búið að flytja út mikið af
þeim. I birgðum eru 4.400 tn. af
lýsi og 6.340 tn. af mjöli.
Ljóst er að loðnuvinnsla á
Siglufirði er mjög vaxandi
þáttur í atvinnulífinu og mikið í
húfi fyrir okkur að veiðum
Launagreiðslur.
Framleiðsla:
1982 6.318.842 kr.
1983 10.552.046 —
1984 22.310.039 —
Framleiðsla:
Fiskimjöl:
1982 1 952
1983 906
1984 436
1985 0
verði stjórnað þannig að ekki
hljótist hrun af, eins og varð
1982.
Eftirfarandi töflur sína
mikilvægi þessarar starfsemi:
Loðnulöndun:
1982 engin
1983 23.930 tonn
1984 83.484 —
1985 121.990 —
Vélaverkstœði:
1982 5.445.843 kr.
1983 7.066.643 —
1984 9.468.235 —
Loðnumjöl:
1982 0
1983 4.171
1984 13.048
1985 18.596
Samtals:
1982 11.764.685 kr.
1983 17.618.689 —
1984 31.778.274 —
Lýsi:
1982 189
1983 3.203
1984 10.386
1985 16.434 (áætlað).
Á undanförnum árum hafa
farið fram umtalsverðar endur-
bætur á SR. 46. Árið 1983 var
löndunarvogin flutt fram á
bryggju og bryggjan lagfærð.
Endakassar við Þurrkara voru
endurnýjaðir úr ryðfríu stáli.
Smíðaðir voru tveir mjöl-
blöndunartankar fyrir 220 tn. af
mjöli. Kostnaður var 13.5 Mkr.
1984, keypt var og sett upp ný
þriggjafasa mjölskilvinda,
smíðaður og settur upp blóð-
vatnsjóðari fyrir hana. Sjóðari
og pressa frá Skagaströnd sett
upp. Sogblásarar og rykskiljur
við Þurrkara endurnýjuð úr
ryðfríu stáli. Kostnaður árið
1984 var 33.4 Mkr.
Á þessu ári voru löndunar-
vogir endurnýjaðar með tölvu-
búnaði frá Pólnum á ísafirði.
Byggt nýtt hús fyrir soðtæki,
vinnslutank og hitara fyrir
vinnsluvökva. Sjóðari og soð-
tæki endurnýjuð, sett upp
varmavinnslutæki á reyk, svo
og þvott. Hannað og sett upp
tölvustjórnkerfi fyrir verk-
smiðjuna. Einnig eru í verk-
smiðjunni notaðir lífefnahvatar
við eiminguna sem koma til
með að spara talsverða orku.
Við þessa framkvæmd hverfur
reykurinn að mestu og loft-
mengun verður ekki umtals-
verð. Sjóðararnir nýta orku frá
soðeimingartækjum og verða
framkvæmdirnar þannig til
þess að spara umtalsverða orku
og gera afköst verksmiðjunnar
hagkvæmari og jafnari. Ekki
liggja fyrir tölur um endan-
legan kostnað af þessum fram-
kvæmdum á þessu ári.
Á næstu árum verður unnið
að samskonar breytingum á
hinum verksmiðjum SR. og
verður byrjað á Seyðisfjarðar-
verksmiðjunni. Nýtist á sú
reynsla og þekking sem hér
fékkst við breytinguna á Siglu-
firði og mun Vélaverkstæði SR.
hér framkvæma það sem talið
er hagkvæmt að vinna hér.
Þormóður rammi h.f hefur
tekið á móti bolfiskafla það sem
af er þessu ári lönduðum á
Siglufirði frá eftirtöldum skip-
um:
Stálvík SI.l....... 2.685 t.
Sigluvík SI.2...... 2.746 t.
SólbergÓF.12............ 300 t.
Sléttanes ÍS.806........ 184 t.
Núpur ÞH.3............... 76 t.
Guðrún Jónsd. SI.......40 t.
Dröfn SI................. 20 t.
Emma SI.................. 30 t.
Samtals 6.081 t.
útflutningsverðmæti fyrir-
tækisins er um 220 Mkr. og
framleiðslan um 2500 tonn, á
móti 1700 tonnum árið 1984, en
það ár var framleiðsluverðmæti
127 Mkr.
Afkoma frystingar var
þokkaleg fyrri hluta ársins, en
slæm síðari hlutann. Samtök
frystihúsa telja gengið rangt
skráð.
Hjá ísafold h.f. hefur verið
landað samtals um 1.408 tonn-
um:
Skjöldur SI.101. .... 1.350 t.
Ámi Geir KE. 74 ......... 58 t.
Skjöldur og togarar Þormóðs
ramma fóru allir eina söluferð
til Englands og fengu gott verð
fyrir aflann.
Siglfirðingur SI. 150 fiskaði
2.500 tonn af bolfiski auk 18
tonna af rækju. Aflaverðmæti
Siglfirðings á árinu 1985 er um
105 Mkr. og hásetahlutur um
1.3 Mkr.
Ljóst er að þær breytingar
sem gerðar voru á skipinu hafa
heppnast og skipt sköpum um
rekstur fyrirtækisins.
Afli neta og línubáta er sem
hér segir: Aldan SI. 85, 100 tn.
Dröfn SI. 67, 400 tn. Guðrún
Jónsdóttir SI. 155, 300 tn.
Máfur SI 76, 130 tn. og Kári SI.
173,76 tn.
Fiskverkun Bjama Þor-
steinssonar tók á móti 217
tonnum, Fiskverkun Páls
Gíslasonar tók á móti 110
tonnum og Fiskverkun Friðriks
Friðrikssonar 217 tonnum.
I Sigló h.f. var sett upp ný
sjálfvirk síldarlina í sumarleyfi
starffólks. Við það sparaðist
Framhald á 14. síðu
KAUPFELAG HL NVFTMNGA
BLÖNDUÓSI og SKAGASTRÖND
SOLUFELAG
AUSTUR- HÚNVETNINGA
Oskum öllum viðskiptavinum okkíir
gleðilegrj jóla oggóðs og farsæls
nýárs og þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.