Einherji


Einherji - 22.12.1985, Qupperneq 12

Einherji - 22.12.1985, Qupperneq 12
12 EINHERJI Sunnudagur 22. desember 1985 IÞROTTIR UMSJÓN: BJARNI ÞORGEIRSSON OG FREYR SIGURÐSSON Hugleiðingar um starf I.B.S. Runólfur Birgisson, form. f.B.S. Vegna kjörs míns sem for- manns Í.B.S. var ég beðinn að skýra frá því helsta sem ég tel að starf bandalagsins beinist að á næsta ári. Ég vil taka fram, að ég gaf kost á mér í stöðu formanns Í.B.S þar sem ég hefi ávallt haft áhuga á starfi íþróttafélaganna á Siglufirði þó að starf mitt hafi að mestu leyti verið fyrir K.S. hingað til. Ég hef þá skoðun að íþrótta- félögin þurfi mikið á eldri félögum að halda til að þau séu öflug og virk. Margir hætta af- skiptum af félaginu sínu þegar þeir eru ekki lengur virkir þátt- takendur í íþróttalífinu sjálfu og er eðlilegt, að fólk sé búið að fá nóg og vilji hvíla sig og breyta algjörlega um, sinna fjölskyldunni og öðrum áhuga- málum, fyrir nú utan brauð- stritið. En eftir nokkurra ára hvíld koma nokkrir til starfa til félaganna, því tengsl manna við áhugamál æskunnar eru sterk og rofna aldrei til fulls, en allt of margir sitja með hendur í skauti K. S. Íþróttasíðan sneri sér til Karls E. Pálssonar og spurðist fyrir um starfscmi Knatt- spymufélags Siglufjarðar á s.l. ari. Á árinu voru gerðar talsverðar skipulagsbreytingar á starfsemi K.S., geturðu lýst peim í fáum orðum? „Já, rétt er það“ sagði Karl, „rekstur félagsins er orðinn það umfangsmikill að nauðsynlegt var að gera einhverjar breytingar. Stofnað var svo- kallað meistaraflokksráð sem tók að sér alfarið að reka meistaraflokk. Nú í lok ársins eru allir sammála um að rétt var að málum staðið, og vonir standa til að svipað rekstrar- fyrirkomulag verði næsta sumar“. Hvað með aðra flokka félags- ins? „Við réðum sérstakan ung- lingaþjálfara, og skilaði hann mjög góðu starfi. Tekið var bátt í íslandsmóti, og svo voru um 70 krakkar sendir á Norður- landsleika æskunnar, sem og horfa á þá fáu vinna verkin. Því hvet ég alla þá sem hafa áhuga á og langar til að styrkja og starfa fyrir gamla félagið sitt eða félag barnanna sinna, þar sem heilbrigt og skemmtilegt starf fer fram, að gefa kost á sér, mæta á fundi og vera með í virkilega gagnlegu starfi. Starf mitt fyri Í.B.S. mun beinast að eflingu íþróttafélag- anna innan Í.B.S. og eru mörg verkefni framundan. Hér á eftir nefni ég þau helstu: Bygging íþróttahúss er hafin og þó að Í.B.S. byggi ekki húsið þá skiptir það íþróttafélögin geysimiklu máli, því það hefur sýnt sig, að þar sem íþróttahús hafa risið hefur allt íþróttalíf tekið fjörkipp. Bygging grasvallar að Hóli er stórkostlegur áfangi í íþrótta- sögu Siglufjarðar. Ljóst er, að knattspyrnan hér í bæ er stöðnuð og betri árangur en náðst hefur, næst ekki nema með bættri aðstöðu og sú að- staða er nú í sjónmáli. Framantalin verkefni eru stórmál sem kosta mikla pen- inga og vinnu og verða ekki gerð nema með sameiginlegu átaki allra bæjarbúa. Í.B.S. mun styðja bæði verkefnin af öllum mætti. Bæjaryfirvöld virðast gera sér grein fyrir nauðsyninni og er ánægjulegt til þess að vita. haldnir voru á Sauðárkróki. Þá voru hafnar æfingar hjá kvenfólki og léku þær leiki á árinu. í undirbúningi er að stofna til sérstaks móts fyrir kvenfólkið, með þátttöku annarra félaga hér á norðurlandi“. Hvernig stendur félagið fjár- hagslega? „Á undanförnum árum höf- um við átt við talsverða fjár- hagsörðuleika að stríða, en árið 1984 varð okkur mjög kostnað- arsamt. Tapið á því ári var um kr. 800.000, en í byrjun desem- ber eru skuldir okkar komnar í um 550.000. Okkur hefur því tekist að greiða talsvert af skuldum okkar, jafnhliða því að halda uppi öflugu starfi, en betur má ef duga skal“. Hvernig er með þjálfara fyrir nœsta ár? „Þau mál eru í stöðugri at- hugun, en því miður get ég ekki gefið ykkur upp nafn að svo komnu máli“. KJARNI og BA UKS, hvað er það? „Kjami er stuðningsmanna- félag K.S. á Siglufirði. Félagið hefur stutt okkur vel á undan- fömum árum með ýmsum fjár- Mikilvægi íþróttamiðstöðv- arinnar að Hóli fyrir íþróttir ungra sem aldna er geysimikið og á það við um allt útilíf. Með tilkomu grasvallarins eykst mikilvægi Iþróttamið- stöðvarinnar því þá eru stærstu íþróttafélögin komin með að- stöðu að Hóli, þ.e. Skíðafélagið, K.S., og Golfklúbburinn og hver veit nema að innan fárra ára verði komin tennisvöllur fyrir Hansa Egils og félaga. Einnig sé ég fyrir mér þátt- töku hestamanna í starfi I.B.S. og tengsl þeirra við Hólssvæðið. Verkefni Í.B.S. að Hóli á næstu árum eru að hækka upp veginn og leggja hann bundnu slitlagi, ganga frá umhverfi hússins, lagfæra og endurnýja veitingasalinn og einangra og klæða skemmuna. Vinna þarf að undirbúningi og könnunum á framtíðar- skíðasvæði í Skarðinu og þar er um að ræða verkefni sem jafnast á við Iþróttahús eða grasvöll. En umfram allt beinist starf Í.B.S. að því að styrkja íþrótta- félögin til að hjálpa sér sjálf og er þar fyrst og fremst um að ræða tvær leiðir. Önnur er að koma upp góðri aðstöðu fyrir sem flestar íþróttagreinar og hin er að efla mjög allt félags- starf félaganna. Gleðileg jól. Runólfur Birgisson. öflunum, t.d. sjá þeir alfarið um jólasveina K.S. sem allir Sigl- firðingar hafa væntanlega orðið varir við. BAUKS er hinsvegar svipaður félagsskapur brott- fluttra Siglfirðinga í Reykjavík og nágrenni. Þeir hafa ýmislegt gott látið af sér leiða, m.a. verðlaunuðu þeir yngstu flokka félagsins með veglegum farandbikurum í sumar“. Að lokum Karl, um framtíð K.S. „Já, framtíðin. Sífellt erfiðra er að fá fólk í sjálfboðavinnu, en á sama tíma verður kostnaður félagsins meiri. Hér þarf að verða breyting á, en við erum ekki þeir einu sem eiga við þetta vandamál að etja. Grasvöllur verður væntanlega tekinn í notkun við Hól næsta sumar. og óðum styttist í að við fáum nýtt íþróttahús, þannig að við sem berum hag íþrótta fyrir brjósti getum varla annað en verið bjartsýn“. Skíði Aðalfundur Skíðafélagins var haldinn í lok nóvember s.l. og var þá kosinn ný stjórn, en hana skipa eftirtaldir: For- maður Fanney Hafliðadóttir, varaformaður Guðmundur Lárusson, gjaldkeri Guðrún Pálsdóttir, ritari Kolbrún Frið- riksdóttir og meðstjórnendur Andrés Stefánsson, Magnús Eiríksson og Egill Rögnvalds- son. Starfsemi Skíðafélagsins s.l. vetur hófst í nóvember 1984 og þá voru ráðnir tveir Þjálfarar, þeir Andrés Stefánsson fyrir alpagreinar og Magnús Eiríks- son fyrir norrænu greinarnar. Mikil þátttaka var á æfingun- um hjá þeim og á það eftir að skila sér í framtíðinni. Eins og venjulega héldum við mörg mót s.l. vetur og ber þar hæst Skíðamót íslands einnig voru sótt mörg mót utanbæjar. Árangur okkar fólks var mjög góður og vil ég séfstaklega nefna árangur yngri kynslóðar- innar, en það er einmitt hún sem á að taka við af þeim eldri. Mikið vandamál er það hvað okkur tekst illa að halda i fólk eftir að það hefur náð svona 15—16 ára aldri og er þetta umhugsunarefni hvað veldur, en eflaust má finna margar skýringar á því. S.l. vetur var Sund Sunddeild K.S. tók til starfa í byrjun maí. 30 krakkar byrjuðu að æfa og sú tala hélt sér að mestu allt sumarið. Krakkarnir voru á aldrinum 7—15 ára. María og Svanfríður Jóhannsdætur sáu um æfingar. Eldri krakkarnir æfðu alla virka daga, 1,5 tíma í einu, en yngstu krakkarnir æfðu þrjá daga vik- unnar. Tímataka var annan hvorn föstudag. Farið var á fyrsta mótið 29.—30. júní, Norðurlandsleik- ar Æskunnar, mjög góður árangur náðist á þessu móti. 19.—20. júlí, aldursflokka- mót íslands, á Akureyri, náðum 6. sæti í 50 m. baksundi meyja, 12 krakkar náður tímalág- mörkum til að keppa. 26.—28. júlí, Norðurlands- mót í Mývatnssveit, haldið þar í fyrsta sinn, nokkur Siglu- fjarðarmet voru sett, og höfnuðum við í 3ja sæti.Sundfélagið Óðinn sigraði með yfirburðum. 29. sept. Sundfélagið Óðinn kom og tók þátt í mótinu sem gestir. Mörg Siglufjarðarmet voru sett. Kjörinn var sund- maður ársins 1985. Þann titil hlaut Anna María Björnsdóttir og sigraði hún einnig í stiga- keppni einstaklinga. I byrjun september var farið út í fjáröflun fyrir deildina. Fyrirtækjakeppni: Keppt var í 4 x 50 m frjáls aðferð. Þátttaka var mjög góð og undirtektir góðar. Keppt var um farand- bikar sem sunddeild K.S. gaf. prófað enn eitt rekstrarformið á skíðasvæðinu þar sem Skíða- félagið rak skíðalyftuna og greiddi einnig laun snjó- troðaramanni, en íþrótta- bandalagið rak Iþróttamið- stöðina að Hóli. Ekki get ég látið hjá líða að ræða aðeins um þessi rekstrar- mál við Hól. Á hverju ári þarf að semja við íþróttabandalagið um rekstur þar sem íþrótta- bandalagið er eigandi að Hóli, en Skíðafélagið er eigandi skíðalyftunnar, en þar hefur gengið á ýmsu. Nú tel ég að eitt lítið félag eins og Skíðafélagið eigi ekki að þurfa að standa í slíkum rekstri þar sem slíkur rekstur kemur óhjákvæmilega niður á öllu félagsstarfi, að ég tali nú ekki um þá fjaíhagslegu áhættu sem það hefur í för með sér. Nei, nú er mál að linni og að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því að styðja við bakið á Skíðafélaginu með því að greiða laun snjótroðaramanns svo að Skíðafélagið geti notað innkomu af lyftukortum til reksturs félagsins. Máli mínu til stuðnings nefni ég það að Siglufjarðarbær á snjótroðarann og hann á líka knattspyrnuvöll sem hann rekur, en K.S. fær innkomu af leikjum sínum. Ekki væri ósanngjarnt að Skiðafélagið sæti við sama borð. Rögnvaldur Þórðarson. Sveit frá Jóni og Erling bar sigur úr býtum. Foreldrar sáu um að safna liðum. Kökubasar haldinn í september. Sunddeildin vill þakka öllum foreldrum fyrir aðstoðina og starfið í sumar og megi svo verða áfram. Bæjarbúum þökkum við stuðning ykkar og áhuga til að efla sundíþróttina. Bestu þakkir. Sunddeild K.S. María Jóhannsdóttir Golf Starfsemi G.K.S. s.l. sumar var með líku sniði og áður haldin voru 14 golfmót og var þátttaka í þeim flestum mjög góð, þrátt fyrir misjafnt verðurfar. Einnig fóru kylfingar héðan á golfmót víða um land- ið. Golfklúbburinn gekkst fyrir golfkennslu hér í sumar og var fenginn kennari frá Akureyri til þess að kenna byrjendum og öðrum lengra komnum. Tókst þetta með ágætum og verður vonandi framhald á þessu næsta sumar. Ýmsar framkvæmdir standa til næsta sumar hjá klúbbnum en þær fara auðvitað eftir efn- um og ástæðum. Kylfingar vonast nú eftir að heildar- skipulagi fyrir Hólssvæðið verði lokið sem allra fyrst þannig að varanleg uppbygging golfvallar geti komist á. Formaður G.K.S. er Kristinn R. Gunnarsson. Bjarni Harðarson.

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.