Einherji - 22.12.1985, Blaðsíða 10
10
EINHERJI
Sunnudagur 22. desember 1985
Útgefandi:
Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Bogi Sigurbjörnsson.
Skrifstofa og afgreiðsla:
Aðalgata 14 - Siglufirði - Sími 71228
Frjálshyggjan og
vaxtaokrið
Um fátt er nú meira rætt í þjóðfélaginu, en okurlánara
og Hafskipsmálið.
Eitt er sameiginlegt með þessum tveimur málum, en
það eru áhrif frjálshyggjunnar í stjórnun peningamál-
anna á íslandi, allra meina bót, að mati ungliðahreyf-
ingar Sjálfstæðisflokksins, og það siðlausa vaxtaokur,
sem viðgengist hefur í þjóðfélaginu nú síðustu árin.
Allir eru jú sammála um það að raungildi fjármagns
ber að verja, og þannig skapa grundvöll til aukins
sparnaðar, en það okur vaxta, sem viðgengist hefur,
bæði löglegt og ólöglegt er gjörsamlega óþolandi.
Það er með öllu óþolandi að horfa upp á þann ójöfnuð,
sem skapast hefur milli ríkra og fátækra, þar sem auð-
menn raka saman fé, meðan þeir sem minna mega sín,
geta á engan hátt séð fram úr sínum erfiðleikum, þar
sem daglaunin nægja varla fyrir vaxtaþunga sem á þeim
hvílir.
Hér verður Framsóknarflokkurinn að taka í taumana,
áður en áfallið verður ennþá meira og afleiðingarnar
hroöalegri, þar sem stór hópur fólks stefnir í gjaldþrot,
svo og allt framkvæmdaþrek lamað og vilji þorra lands-
manna tii framkvæmda kæfður.
Hvaðan ætli Útvegsbankinn taki 74,9% ávöxtun á 18
mánaða reikningnum, sem aulýstur er grimmt í fjöl-
miðlum, um þessar mundir.
Einhverjir borga þá upphæð og rúmlega það, þegar
þetta fjármagn er síðan endurlánað.
Hvernig halda menn að ástandið verði að tveimur eða
þremum árum liðnum, með óbreyttri stefnu.
Framsóknarflokkurinn á ekki og má ekki horfa upp á
þá stórfelldu mismunun sem frjálshyggjan í peninga-
málunum er að leiða yfir þjóðina.
Við neitum að hlýða kalli fjármálajöfra íhaldsins og
krefjumst þess, að réttlætis, mannúðar og skilnings á
högum alls almennings sé ávallt gætt af forráðamönn-
um þjóðarinnar.
Þá má ekki gleyma áhrifum okursins í atvinnu-
rekstrinum, þar sem svo er nú komið, að fjármagns-
kostnaður margra fyrirtækja er orðinn svo óhóflegur að
meira að segja allar launagreiðslur sumar þeirra blikna
við hljð þessara glæstu upphæða.
Þannig er nú málum komið á íslandi eftir fyrstu ár
frjálshyggjunnar í peningamálum þjóðarinnar.
Það er fullkomlega kominn tími til að hætta þessu
peningauppboði frjálshyggjunnar og fara að snúa sér að
stjórnun peningamálanna, með skipulegum og mark-
vissum hætti, þar sem eðlileg raunvaxtastefna er út-
færð, og hætta þar með að láta allt reka á reiðanum þar
til í óefnið er komið.
Það er krafa þjóðarinnar til Framsóknarflokksins, eigi
hann að halda áfram núverandi samstjórn við Sjálf-
stæðisflokkinn.
Kærleikur jólahelginnar
í Betlehem er barn oss fætt. Brátt mun þessi söngur
um fæðingu frelsarans hljóma um borg og byggð.
Friður jólahelginnar færíst yfir og kærleikurinn, sem
svo oft skortir milli manna, verður ráðandi í hjörtum
fólks.
Eins og ávallt er jólagleði sumra blandin trega, vegna
ástvinamissis, sjúkleika eða annarra aðstæðna, sem
óhjákvæmilega gerast í lífi allra.
Þannig er lífið og mun verða um ókomin ár.
Það er ósk og von Einherja að landsmenn ailir geti átt
friðsæl og gleðileg jól og áhrif þeirra vari áfram í sam-
skiptum fólks, þar sem kærleikur og bræðralag ríki.
Einherji óskar öllum lesendum sínum nær og fjær
gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.
Dvalarfaeimili
aldraðra
í Slgliifirði,
átíHsmynd.
Dvalarheimili aldraðra
í sumar og haust hefur verið og taka hann í notkun næsta
unnið af fullum krafti við haust.
byggingu dvalarheimilis í þessum áfanga eru fjórar
aldraðra. tveggja herbergja íbúðir, auk
Verið er að ljúka við að gera sjúkraþjálfunar, matsalar og
norðurhluta byggingarinnar, setustofa alls hússins.
ásamt stiga- og lyftuhúsi fok-
helt. Nánar tiltekið er skipulag
A næsta ári er áformað að þess byggingaráfanga, sem
ljúka smíði norður hluta hús- ljúka á, á næsta ári þessi:
sins, eða þess hluta, sem nú Á efstu hæð er matsalur og
hefur verið gerður fokheldur, setustofa. Á 2. og 3. hæð eru
Framkvæmdir ársins 1984 ......................... kr. 5,3 millj.
1985 ......................— 12.0 —'
Áætlaðar framkvæmdir á árinu 1986 .............. — 15.4 —
— — — 1987 14.7 —
— — — 1988 18.2 —
— — — 1989 3.9 —
Samtals kr. 69,5 millj.
tvær tveggja herbergja íbúðir á
hvorri hæð.
Á neðstu hæðinni er sjúkra-
þjálfunaraðstaða, með sund-
laug og annarri aðstöðu til
sjúkraþjálfunar.
Samkvæmt áætlunum, sem
miðaðar eru við verðlag í júlí
1985, er heildar bygginga-
kostnaður alls hússins áætlauðr
kr. 69,5 milljónir sem skiptist
þannig:
Bygginganefnd dvalar-
heimilisins óskaði eftir við
blaðamann að hann kæmi á
framfæri þakklæti til allra
þeirra fjölmörgu, sem stuðlað
hafa að framgangi byggingar-
innar, með fjárframlögum og
öðrum hætti.
N
NY SERVERSLUN
Sími 7-18-66 Sími 7-18-66
Við bjóðum eftirtaldar vörur:
Heimilistæki frá: Candy — Braun — Rafha_
Zanussi— Krupps— Siemens— Grossag.
lcírmBBSTcl
SIEMENS
stamiix
Sjónvörp — Video — Vasadisko —
(og hljómflutningstæki)----Ferðaútvörp —
Kasettutæki— Hljómplötur— Videoskápar.
Ljós í úrvali.
Jólatilboð NESCO gildir hjá okkur. Sama verð.
RAFBÆR h.f.