Einherji - 22.12.1985, Síða 9
Sunnudagur 22. desember 1985
EINHERJI
9
BÆJARMÁL
Viðtal við forseta
bæjarstjórnar
Bogl Slgurbjömsson,
forseti bæjarstjórnar
Nú fer senn að líða að lokum
kjörtímabils þeirra bæjarfull-
trúa sem setið hafa við stjórn-
völd í bæjarmálum Siglfirðina,
sem og annara sveitarstjórna-
manna.
Eftir bæjarstjórnarkosning-
arnar 1982, mynduðu bæjar-
fulltrúar Framsóknarflokks,
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks meirihluta, eftir að
bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
floicksins höfðu gefist upp við
myndun meirihluta, en Sjálf-
stæðisflokkurinn var óum-
deilanlega sigurvegari kosning-
anna, og var því að taka að sér
forystu í bæjarmálunum
Blaðamanni Einherja fannst
því kjörið að taka forseta
bæjarstjórnar, Boga Sigur-
bjömsson tali, i þessum fasta
þætti í blaðinu, og biðja hann
að segja lesendum undan og
ofan af gangi mála á því kjör-
tímabili, sem nú er senn að
ljúka.
Hvað hefur helst verið gert i
framfaramálum bcejarfélagsins á
kjörtimabilimt, og ert þú
áncegður. sem forsvarsmaður
bcejarstjórnarinnar með þann
árangur, sem náðs hefur?
Já. ég get ekki annað sagt en
ég sé tiltölulega ánægður. þó
auðvitað megi alltaf betur gera.
Ef ég lít til næsta kjörtímabils
á undan 78—82, en þá vorum
við bæjarfulltrúar Framsókn-
arflokksins í minnihluta, þá get
ég ekki annað sagt, en ég sé
mjög ánægður, því stjórnun
bæjarmála á því tímabili var
alveg með eindæmum, og fjár-
málastjórnin gjörsamlega í
molum.
Enda enti það kjörtímabil í
hörðum slag milli íhalds og
komma, sem ásökuðu hvorn
annan í lokin um að hafa
brugðist í forystuhlutverkinu,
sem má þá helst skilja þannig,
að hvor hafi beðið eftir hinum,
allt kjörtímabilið.
Þá voru ýmsar ákvarðana-
tökur í fjármálum með slíkum
endemum, að meðalgreindu
fólki ofbauð.
Eftir einu framkvæmdirnar,
sem gerðar voru á þessu
fjögurra ára tímabili, malbikun
Laugavegs, Hafnartúns og
Norðurtúns, sitjum við nú uppi
með um 20 milljón króna
gengistryggð lán, sem allir sjá
hvað þýðir fyrir bæjarfélag á
stærð við Siglufjörð.
Þannig er nú saga þess kjör-
tímabils, en nóg um það, þú
varst að spyrja hvað hefði verið
gert á því kjörtímabili, sem nú
er að ljúka.
Ef ég lít til baka, þá finnst
mér bera hæst framkvæmdir í
íþróttamálum og málefnum
aldraðra.
Ef til vill er það vegna þess,
að þessir tveir málaflokkar eru
ofarlega í huga mér.
Eins og bæjarbúar vita, var
hafin bygging íþróttaskemmu í
fyrra og í ár gengið frá sökklum
og undirstöðum undir límtrés-
boga.
Utboðsgögn vegna límtrés-
boganna eru nú um þessar
mundir verið að senda út, og
ætlunin er að gera skemmuna
fokhelda á næsta ári.
Gamall draumur siglfirskra
knattspyrnumanna og knatt-
spyrnuunnenda, sem er geysi
fjölmennur hópur, er nú í sjón-
máli, en þar á ég við byggingu
grasvallar.
Nú þegar hefur verið rutt út
svæðið við Hól, þar sem völlur-
inn á að vera, og það jafnað og
undirbúið.
Næsta sumar verður völlur-
inn síðan dreinaður og lagður
þökum, sem þýðir að siglfirskir
knattspyrnumenn geta væntan-
lega leikið á grasvelli sumarið
1987.
Eins og fram kemur á öðrum
stað í blaðinu, hefur bygging
dvalarheimilis aldraðra verið í
fullum gangi tvö síðustu ár, og
áætlað að taka fyrstu fjórar
íbúðirnar í notkun í lok næsta
árs.
Ekki má gleyma umhverfis-
málunum.
Á þessu kjörtímabili hefur
unnist stór áfangi í þeim mál-
um.
1 fyrsta lagi hefur sorpeyð-
ingu, sem búin er að bera
bæjarbúum til mikillar skap-
raunar, og bæjarfélaginu til
skammar, verið komið í, að ég
vil segja mjög gott horf, þó ein-
hver lesandi í haustblaði Sigl-
firðings, sem var í rusli, teldi
ávinninginn ekki mikinn.
Með byggingu sorpbrennslu-
þróarinnar var að mínu áliti
brotið blað í þessu langa
óþrifatímabili, sem helst má
líkja við mismuninn á svörtu og
hvítu, en umgengnin og óþrifin
á innra hafnarsvæðinu voru
slík, sérstaklega á sumrin, að
heimamönnum blöskraði, sem
höfðu þó þetta daglega fyrir
augunum, hvað þá aðkomu-
fólki.
Þá er annar stór þáttur í um-
hverfismálum, sem tekist hefur
verið á við, sem er varanleg
gatnagerð, en Siglufjarðar-
kaupstaður keypti í ársbyrjun
1984 malbikunarstöð ásamt
nágrannaþéttbýlisstöðunum í
Norðurlandi vestra, og byrjaði
makbikun í hinni nýju malbik-
unarstöð hér á Siglufirði strax
sumarið 1984, og síðan var
stöðin aftur notuð tii malbik-
unar í sumar, áður en hún var
flutt.
Nú hefur 60—70% af gatna-
kerfi bæjarins verði lagt
bundnu slitlagi. Eftir næsta
áfanga, sem verður Hlíðar-
vegur og Hólavegur, að líkind-
um sumarið 1987, má segja að
gatnakerfi bæjarins sé komið í
nokkuð viðunandi horf, en
segja má að kaupin á malbik-
unarstöðinni skapi gjörbreytt
skilyrði til þessara fram-
kvæmda, svo og ekki síður til
viðhalds, þegar fram í sækir.
Eitt mál, að líkindum lands-
frægt, svonefnt bensínstöðvar-
mál, höfum við komið í höfn á
þessu kjörtímabili, en í upphafi
fyrra kjörtímabils átti að fara að
hefja framkvæmdir, sem þá
voru stoppaðar, og stóð svo allt
það kjörtímabil.
Nú er risin hér myndar-
legasta afgreiðslu- og þjónustu-
stöð, vel rekin og snyrtileg, öll-
um til sóma, og ég verð að segja
þér alveg eins og er, að ég held
að ég hefði ekki getað sætt mig
við, að þetta mál kæmist ekki í
höfn á kjörtímabilinu.
Þá er eitt stórmál, sem nú á
þessum dögum er að komast í
höfn, en það er nýja vatnsveit-
an.
Á undanförnum árum og
áratugum höfum við verið með
algjörlega ónothæft vatn, svo til
vandræða hefur horft, sérstak-
lega gagnvart matvælaiðnaðin-
um, og flestir þekkja sjálfsagt
sláturhúsmálið okkar frá því nú
í haust, þar sem ónothæft vatn
var notað sem ástæða til þess að
bregða fæti fyrir slátrun.
Nú hafa nýjar og kraftmiklar
dælur verið teknar í notkun,
ásamt stóra miðlunartanknum,
og vatnið, sem áður var yfir-
borðsvatn, hreinsað með því að
taka það neðan jarðar, eftir að
það hefur hreinsast við það að
síast gegn um jarðveginn.
I lokin get ég aðeins minnst á
bátadokkina, en á kjörtíma-
bilinu hefur verið unnið að
endurbyggingu hennar, svo og
var keypt nú fullkomin hafnar-
vog og nýtt hús byggt yfir hana.
Ætli að ég láti þessa upp-
talningu ekki nægja, þótt auð-
vitað mætti telja ýmislegt fleira.
Hvernig er þá fjarhagurinn,
þegar framkvœmdir eru svo
miklar?
Fjarhagur sveitarfélaga er
yfirleitt slæmur, og er Siglu-
fjörður engin undantekning,
nema síður sé.
Þetta stóra gengistryggða lán,
sem ég minntist á áður, verður
að sjálfsögðu þungt fyrir fæti,
eins og mál hafa þróast á ís-
landi, og virðast ætla að halda
áfram að gera.
Að öðru leyti er ekki um
stórar lánsupphæðir að ræða,
nema þá í aðal viðskiptabanka
okkar, sem er Sparisjóðurinn.
Framhald á 14. síðu
KÖNNUN
á áhuga fyrir lóðum á svæðinu
mllli Flugvallarvegar og Hafnartóns.
Samkvæmt aðalskipulagi er áætlaö aö fylla upp stóran hluta af
leirunum vestan Flugvallarvegar, sunnan núverandi byggðar, Deili-
skipulagstillaga af fyrsta áfanga þessarar uppfyllingar liggur fyrir og er
par reiknaö með að byggð verði einnar hæðar íbúðarhús.
Líklegt er að svæðið verði fyllt upp með pví að dæla í það sandi. Hér
er um kostnaðarsama framkvæmd að ræða og er alls óvíst hvenær í
hana veröur ráöist. Það ræðst m. a. af því hversu fljótt talið er að byggð
muni rísa á svæðinu.
Bæjarráð Siglufjarðar hefur samþykkt að fram fari könnun á því hver
áhugi sé á lóðum á þessu svæði.
Væntanlega verður lóðunum úthlutað þannig hæðarsettum að
sökklar, sem ekki þurfa að vera háir, yrðu steyptir án þess að neitt þyrfti
að grafa, en húseigandi sæi sjálfur um að setja lóðina í endanlega hæð
með jarðvegsfyllingu ofan á sandinn.
Lóðum verður úthlutað í samræmi við ákvæöi í reglugerö nr.
319/1981, þannig að 70% áætlaðs gatnagerðargjalds skal greiða við
lóðarveitingu, en 30% þegar byggingarleyfi er veitt. Ef framkvæmdir
hefjast ekki innan tólf mánaða rennur lóðin aftur til bæjarsjóðs, en gjöld
veröa endurgreidd. Lóðarsamningur verður ekki gefinn út fyrr en hús er
fokhelt.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis hjá Tæknideild Siglufjaröar og þar
eru veittar nánari upplýsingar.
Þelr, sem áhuga hafa á lóðum á þessu svæði, eru vlnsamlegast
beðnir að tilkynna það bréflega.
Eftlrfarandi atrlðl þurfa að koma fram í svörum þelrra er þátt taka í
könnunlnni:
1) Stærð fyrirhugaðs húss
2) Hvenær óskað er að framkvæmdlr geti hafist
3) Áætlaður bygglngartíml
Þátttaka í þessari könnun er á engan hátt blndandi, hvorkl fyrir þá er
senda svör, né fyrir Siglufjarðarbæ.
Könnuninni lýkur 31. janúar n.k. og eru þeir, sem áhuga hafa, beðnlr
að senda svör sín til bæjartæknlfræðlngs fyrlr þann tima.
Siglufirði, 11. desember 1985
BÆJARSTJÓRI
FULLORÐINS-
FRÆÐSLA
Skólanefnd Siglufjarðar hefur ákveðið að
kanna áhuga bæjarbúa á fullorðinsfræðslu
(kvöldskóla).
Fyrirhugað er að reyna að koma á námshópum
í eftirtöldum greinum, ef næg þátttaka fæst (svo
og kennarar):
1. íslenska
2. enska
3. danska
4. bókfærsla
5. vélritun
6. funda- og félagsstörf
7. myndlist
Einnig er möguleiki á fleiri greinum ef áhugi er
fyrir slíku.
Umsóknarblöð liggja frammi í Aðalbúðinni,
Kaupfélaginu og Rafbæ.
Umsóknir þurfa að berast Grunnskólanum fyrir
áramót. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri og
yfirkennari.
Skólanefnd