Einherji - 22.12.1985, Side 4
4
EINHERJl
Sunnudagur 22. desember 1985
Vinningaskrá Happdrættís SÍBS fyrir árið 1986
er glæsilegri en nokkru sinni fyrr.
Eitt hundrað og tíu milljónir verða dregnar út
á árinu og þess utan 3 aukavinningar
- gullfallegar bifreiðar - hver með sínu sniði.
ÞAÐ ER ÞESS VIRÐI AÐ VERA MEÐ
Umboðsmaður Siglufirði: Kristín Hannesdóttir, sími 71114.
Glæsis annáll 1985
Konur úr Glæsi á gæðlngum sfnum.
Aðalfundur félagsins var
haldinn í febrúar og var kosinn
ný stjóm, hana skipa Sverrir
Jónsson formaður, Erling
Óskarsson ritari, Elvar Elefsen
gjaldkeri, Gunnar Guðmunds-
on og Hreinn Júlíusson með-
stjórnendur.
Farið var yfir það helsta sem
gerðist á árinu á undan sem var
mjög umfangsmikið hjá félag-
inu, og rætt um það sem gera
skildi á komandi ári, en að var
heilmargt sem var um að vera í
sumar. Starfsemin byrjaði á
reiðnámskeiði sem Skúli
Steinsson landskunnur hesta-
maður stjórnaði og var allgóð
þátttaka.
Skúli var svo fenginn aftur til
félagsins til að stjórna sýningu á
íþróttavelllinum 17. júní. Sú
sýning var hestamönnum hér í
bæ til mikils sóma og voru
bæjarbúar vel með á nótunum,
enda ekki oft sem þeim er boðið
upp á slíkar uppákomur sem
eitthvað er varið í. Félagið
þakkar Skúla Steins fyrir góða
stjórnun og bæjarbúum fyrir
góðar undirtektir og vonumst
við eftir að það verði hægt að
halda þessu áfram árlega.
Hestamenn lentu í miklum
vandræðum í sumar og var það
helst í miðjum júlí þegar hið
árlega Vinamót var haldið í
Ólafsfirði, en þá snjóaði niður í
byggð um þessa helgi 13. til 14.
júlí. Menn villtust á leið sinni
um Hólsskarð og þurftu að
snúa við seint um kvöld blautir
og kaldir. En ekki var gefist
upp. Daginn eftir var farið
Siglufjarðarskarð og yfir Lág-
heiði til Ólafsfjarðar, en þeir
sem treystu sér ekki að fara á
hestbaki óku sínum hestum á
áfangastað.
Siglfirskir hestamenn unnu
marga sigra eins og svo oft áður
þrátt fyrir illsku veður.
Siglufjarðarmót var svo
haldið 21. júlí á Skeiðvellinum
fram í Hólsdal sem er að verða
mjög góður, en félagið hefur
unnið að honum undanfarin
þrjú ár.
Annað reiðnámskeið var svo
haldið í lok júlí og var Eyjólfur
ísólfsson fenginn í þetta sinn,
en hann er einn fremsti reíð-
kennari hér á landi og fer hann
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár.
Þökkum viöskiptin á liðna árinu.
RÍKISSKIP
SKIPAÚTGERÐ
RÍKISINS
einnig erlendist til að kenna er-
lendum reiðmönnum að stjórna
íslenska hestinum, en íslenski
hesturinn er hæfileikamesti
hesturinn í heimi, sá eini sem
hefur fimm gangtegundir og er
mikil eftirspurn eftir góðum
hestum héðan frá íslandi.
Fyrir utan útitíma var Eyófl-
ur með innitíma á kvöldin og
sýndi hann vídeó myndir og
aðrar skýringar.
Það var mikið áfall fyrir
félagsmenn og félagið þegar
það fréttist að Ölafur Björnsson
hefði látist af slysförum, en
Ólafur var virkur félagi og var í
stjórn félagsins i nokkur ár. Það
var alltaf létt yfir mönnum þar
sem Ólafur var enda mikill og
góður félagi og vildi allt fyrir
alla gera. Hann var kunnur
flestum hestamönnum lands-
ins, og var t.d. yfirkokkur á
landsmótinu 1982 á Vind-
heimamelum og á fjórðungs-
mótinu á Melgerðismelum
1983. Hestamenn munu sakna
hans lengi, og mikið mun vanta
að fá ekki að sjá hann Óla á
hesthússvæðinu, því þar fór
glaður drengur.
Hestamenn votta eiginkonu
og börnum samúð sína.
Minningin um góðan dreng
sem öllum vildi vel gleymist
okkur aldrei.
Hermann Friðriksson
múrarameistari og fjölskylda
fluttist til Reykjavíkur í haust.
Fjölskyldan öll var mikið í
hestamennsku og átti margt
góðra hrossa sem fóru bæði á
landsmót og fjórðungsmót og
að sjálfsögðu sigursæla hesta á
heimaslóð. En sonur þeirra
hjóna Einar Már Hermannsson
sýndi flest hrossa fjölskyldunn-
ar á mótum, þó að öll fjöl-
skyldan færi mikið á bak.
Félagið þakkar Hermanni og
fjölskyldu ánægulegar stundir
og famist þeim vel á suðurslóð.
Þá læt ég þessum pistli um
starfsemi Glæsis lokið og óska
hestamönnum og öðrum
bæjarbúum gleðilegra jóla og
nýs árs.
Hittumst á skeiðvellinum
næsta sumar.
Sverrir Jónssoii.