Einherji - 22.12.1985, Page 3
Sunnudagur 22. desember 1985
EINHEBJI
3
SJÓNA RHÓLLINN
Hugleiðingar um
þjóðfélagið
Nú líður enn að því að þetta
ár kveðji okkur og nýtt taki við,
þá er ekki úr vegi að staldra ögn
við, líta yfir farinn veg og draga
fram það helsta sem átt hefur
sér stað í þjóðmálum okkar Is-
lendinga á liðandi ári. Vissu-
lega hefur ísland komið talsvert
meira til umræðu á erlendum
vettvangi en oft áður og ber það
að þakka m.a. fegurðardísum
og heimsóknum okkar sívin-
sæla forseta á erlendri grund.
En hvort þessir hlutir hafi aukið
hagsæld okkar skal ég ekki
dæma um.
En það er kannski aðrir og
óhugnanlegir hlutir sem við
minnumst ekki síður og skyggja
þá um leið á þessa fegurðar-
mynd sem útlendingum er gef-
in af þjóðinni okkar. í því sam-
bandi nægir að nefna tvö mál
sem allra augu hafa beinst að
og mesta umfjöllun hafa hlotið
í fjölmiðlum að uandanförnu.
Annarsvegar er það gjaldþrot
Hafskips h/f, sem leiðir af sér
stórtap á rekstri eins rikisbank-
ans og hinsvegar er það okur-
lánamálið svonefnda sem leiddi
ýmislegt í ljós.Ég ætla ekki að
fara að tíunda um þessa hluti
hér því nóg hefur verið um þá
fjallað í fjölmiðlum að unda-
fömu. Þó vil ég benda á eitt í
sambandi við okurlánamálið,
en það er, að þegar ofan af
þessu máli var flett, kom í ljós
að stór hluti þeirra sem til þessa
fyrirtækis hafði sótt voru hús-
byggjendur í greiðsluörðug-
leikum. Þeir húsbyggjendur
sem þangað sóttu leystu þó
ekkert með því að taka veðlaus
lán með okurháum vöxtum,
þeir einfaldlega skutu málun-
um á frest. En þetta er alls ekki
einu húsbyggjendurnir sem
standa í greiðsluörðugleikum
um þessar mundir. Raddir hús-
byggjenda hafa aldrei verið
hærri en nú og aldrei hafa eins
mörg heimili orðið gjaldþrota
eða rambað á barmi gjaldþrots
eins og nú í ár.
En hvernig mæta stjórnvöld
þessum vanda? Jú, þau hafa
tekið alllangan tíma í að karpa
um málið og á þeim tíma hafa
fleiri og fleiri heimili orðið
gjaldþrota. Það er fyrst núna
sem þeir virðast vera að stíga
spor í rétta átt, en mér finnst
það spor heldur seint stigið. En
það er einmitt þetta sem mér
finnst allt of áberandi í íslenska
stjómkerfinu, hvað það er
þungt í vöfum og allt of mikið
talað um hlutina og þá minna
framkvæmt. En það er nú einu
sinni svo að ekki virðast við-
fangsefnin næg hverju sinni,
því miklum hluta af þeim tíma
sem í afgreiðslu ýmissa mála er
eytt á Alþingi, fer oft í hvers-
konar persónulegar formæling-
ar og sídtkast manna á milli sem
oft vill enda í einni hringavit-
leysu. En ekkert vafamál er að
mestu afköst þingmanna við
afgreiðslu mála er daginn áður
en þeir fara í sumarfrí, þá er
eins og þeir vakni upp við
Þorgerður Sævarsdóttir,
bankastarfsmaður
vondan draum, og væri kannski
ráðlegt að stytta sumarfríið
þeirra og gefa þeim bara oftar
frí þá kannski færu hlutirnir að
ganga.
Eins og flestum er kunnugt
var árið 1985 tileinkað æskunni
og málefnum hennar. En hefur
það fært ráðamönnum ein-
hvem skilning á málefnum
ungs fólks? Og hvar getum við
séð árangur af því? Hvergi!
held ég að mer sé óhætt að
fullyrða, því þeir hafa verið of
uppteknir við önnur mál eins
og t.d. ráðherrastólaleiki sem
virðast vera mun mikilvægari í
þeirra augum. Sýnir þetta
glöggt hve áhugi stjórnvalda er
lítill á okkur sem þó eigum að
erfa þetta land. Ljóst er að mikll
aðgerða er þörf ef þessu á að
breyta og verðum við að gera
þeim ljóst, að við höfum jafnan
tilverurétt í þessu þjóðfélagi og
tökum því ekki þegjandi og
hljóðalaust að með okkur sé
ráðskast ánokkarsamþykkis. Mér
finnst tfmi til kominn að hlutur
ungs fólks í stjómmálum verði
stærri. Þá kannski geta ráða-
menn þjóðarinnar ekki lengur
skotið skollaeyrum við því sem
við höfum til málanna að
leggja. Fyrsta skrefið í þá átt
væri til dæmis að auka almenna
fræðslu á íslenska stjórnkerfinu
og íslenskum stjórnmálum og
þá sér í lagi í skólum landsins.
Þegar ég tala um aukna fræðslu
í skólum á ég ekki við að nóg sé
að kenna hvað fyrsti forseti lý-
veldisins hét eða eitthvað því-
umlíkt, heldur á ég við að sam-
tíma saga sé einnig tekin fyrir.
Eins og málin standa í dag
virðist lítill áhugi meðal ungs
fólks á stjómmálum og held ég
að það stafi mikið til af van-
þekkingu. Allsstaðar er verið að
tala um pólitík bæði í sjónvarpi,
útvarpi og svo auðitað dag-
blöðum og krakkar nenna ekki
og leiðist að hlusta á eitthvað
sem þau ekki skilja og hrinda
því þessvegna burt frá sér.
j Þessu verður að breyta því þetta
er mál sem varðar okkur öll,
• jafnt unga sem aldna.
Þó svo að stjómvöld höfði
ekki beint til ungs fólks í dag,
ætlast þau samt til þess að 18
ára ungingur geri upp hug sinn
í næstu kosningum og kjósi.
Það er ljóst að með nýtilkom-
inni lækkun kosningaraldurs
mundu 25.000 nýir kjósendur
bætast í hópinn í næstu
kosningum og hvernig tekið
verður á móti okkur og hvemig
stjómmálaflokkarnir hyggjast
ætla að ná atkvæðum okkar
verður fróðlegt að fylgjast með.
Ég er ansi hrædd um að ekki
dugi lengur að fara með fagrar
ræður á framboðsfundum því
við látum okkur ekki nægja
orðin tóm. Ungt fólk í dag
krefst markvissra stefna en ekki
einhverja upptalningu á lof-
orðum sem aldrei verður staðið
vi;
Einn helsti vandi sem nú blasir
við þjóðinni, eru erlendar
skuldir. Búist er við að við-
skiptahallinn í ár nemi mörg
hundruð milljónum króna og
verður þessum halla mætt með
nýjum erlendum lántökum. En
forsætis- og fjármálaráðherrar
hafa enn ekki sett fram neinar
hugmyndir um hvernig sækja
megi þetta fé í innlendan
sparnað, heldur gera þeir bara
nýjar áætlanir um meiri erlend
lán á næsta ári. En hvernig er
þeim peningum varið sem eftir
verða af lánunum þegar búið er
að greiða eldri skuldir? Tökum
sem dæmi skólakerfið. En á
næsta ári er gert ráð fyrir að það
muni kosta ríkið um 4400 millj.
króna, sem er um 13% útgjalda
þess. Dekka mætti þennan
kostnað með ýmsu móti og láta
þá andvirðið renna til þess að
greiða niður erlend lán.
Menntamálanefnd S.U.F.
hefur komið fram með at-
hyglisverðar tillögur um
menntunar- og skólamál sem
horfa jafnframt til verulegs
spamaðar. Þar leggur hún m.a.
til að Fjölbrautaskólar verði
ráðandi skólar á framhalds-
skólastiginu þar sem breidd og
valmöguleikar þar sem breidd
og valmöguleikar í þeim séu
miklir. En til að tilgangi fjöl-
brautakerfisins verði náð, legg-
ur nefndin til að fækkað verði
framhaldsskólum til að val-
möguleikar nemenda verði alls
staðar hinir sömu. Þetta þykir
mér athyglisverð tillaga sem er
verð nánari athugunar, þar sem
um leið og hún stuðlar að bættri
menntun, sparast stórfé þegar
fámennir skólar með þröngum
valkostum, leggjast af. Einnig
leggur nefndin til aað skólar og
búnaður verði nýttur þann tíma
sem skólar standi ekki yfir þá
t.d. i þágu ferðaiðnaðarins eða
til námskeiða og ráðstefnu-
halds.
Staðreyndin er sú að bilið
milli þingmanna og hins al-
menna flokksmanns er of breitt
og þarf að brúa það með ein-
hverju móti. Fyrst og fremst
þarf að auka upplýsinga-
streymið og koma þarf á reglu-
legum útbreiðsluferðum um
allt land.. Auka þarf einnig
samband yngri félaga við
þaueldri þannig að flokksstarf-
ið verði öflugra.
Því ljóst er að stórs sam-
eiginlegs átaks er þörf svo
takast megi að leysa vandamál
þjóðarinnar.
i Snyrtimennska
er nauðsynleg
ef sorpeyðing á ekki að verða að svínaríi.
Nú þegar sorpbrennsluþróin við Selgil hefur verið
tekin í notkun eru nokkur atriði sem almenningur þarf að
hafa í huga.
1) Allt brennanlegt sorp á að fara í þróna, en í hana má
alls ekki setja járnarusl eða annað það, sem skemmt
getur hitaskildina í henni.
2) Alls ekki má henda sorpi við Selgil nema það fari í
þróna á auglýstum opnunartíma.
3) Óþrennanlegu sorpi á að henda á gömlu haugana, en
þar er bannað að henda papparusli, matarleifum og
öðru því er brunnið getur.
Ef þessar þrjár reglur eru ekki brotnar, gæti frágangur
á sorpi orðið okkur öllum til sóma.
Hið nýja skipulag krefst af okkur örlítið betri umhugs-
unar en á þurfti að halda þegar öllu sorpi var fleygt á
„Hauganesi", en ávinningurinn er auðsær, fallegri og
betri bær.
Opnunartími þróarinnar við Selgil er sem hér segir:
Manud.—fimmtud........... kl. 13.30—18.00
Föstudaga .............. — 13.30—19.00
Laugardaga ............... 13.30—16.00
BÆJARSTJÓRI
I
I
I
Farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Utibúið
á
Siglufírði.
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
HÚSEININGAR HF
SIGLUFIRÐI.
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Rafveita Siglufjarðar.