Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Page 3
J3V Fréttir FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004 3 Að vaða þjóðerniselginn Spurning dagsins Er ungt fólk ofurselt óhollustu? Kunningi minn fór á opnun list- sýningar Ólafs Elíassonar um helg- ina. Raunar vildi svo til að hann fór tvo daga í röð; fyrri daginn var opn- un fyrir pólitíkusana og bisnesslið- ið, seinni daginn mætti menningar- elítan á svæðið. Báða dagana héldu forseti lýðveldisins og borgarstjór- inn í Reykjavík ræður. Kunningi minn taldi að þetta hefði verið ein- kennileg samkoma. Hann býr suð- ur í Evrópu og sagði að þar hefðu gestir á svona sýningu ekki umbor- ið nema svona þriggja til fimm mín- útna ræðuhöld. Hér hefðu allir staðið og steinþagað í stað þess að baula niður fyrirmennin sem tóku samkomuna í gíslingu og létu dæl- una ganga yfir hana í fjörutíu mín- útur. Þjóðgarðsvörður stofnaði lífi Frakklandsforseta í hættu Það rifjaðist upp fyrir mér þegar Mitterrand Frakklandsforseti kom hingað í heimsókn. Ég var frétta- maður og fylgdi honum í tvo daga. Meðal viðkomustaða voru Þingvell- ir þar sem þáverandi þjóðgarðs- vörður ætlaði aldrei að hætta að tala yfir forsetanum sem þá var far- inn að gerast aldurhniginn og las- burða. Hann var rétt að komast fram á Sturlungaöld þegar lífverðir forsetans sáu að eigi mátti við svo búið standa - heilsu hans var bein- línis ógnað þarna í næðingnum - svo þeir sviptu honum burt og inn í bíl. Nokkrum árum áður hafði ég verið viðstaddur þegar listasafnið mikla í Orsay-járnbrautarstöðinni í París var opnað í fyrsta sinn. Þang- að komu Mitterrand og Jacques Chirac. Ræðurnar voru einmitt sirka þrjár mínútur, annars hefði fólkið snúið sér annað. Það hefur verið kvartað undan listrænum kjaftavaðli sem hefur ver- ið hafður uppi um sýningu Ólafs. ís- lensk tunga verður reyndar mjög óá- heyrileg þegar farið er að tala um myndlist, hún nær einhvern veginn ekki utan um fyrirbærið, en hún á Egill Helgason skrifar um ræðuhöld og forseta Islands. Kjallari ekki í neinum vandræðum með þjóðrembuna. Hugurinn leitar ósjálfrátt aftur í ræðuna sem Ólafur Ragnar Grímsson flutti fyrir íslensk- ameríska verslunarráðið í Los Angel- es 5. maí árið 2000. Þar sagði hann meðal annars að íslendingar væru svo frábærir á öllum sviðum að þeir hlytu barasta að vera fimm milljónir til að afreka eins mikið og þeir gerðu. Sumum varð á að segja að forsetinn væri einfaldlega að gera gys að smá- þjóðinni í anda þeirra orða Snorra að lof sem sé skrök og hégómi sé háð en ekki lof. Sjóðir stofnaðir en varast ber að veikjast um helgar En hvað á maður svo sem að tala um þegar maður gegnir embætti forseta þessa lands - maður verður í raun alltaf að hafa bjartsýnina að einkunnarorði eins og ritstjóri Fréttablaðsins, annars á maður á hættu að fá högg í hausinn í for- ystugreinum Morgunblaðsins - og þá eru kannski hægust heimatökin að vaða þjóðerniselginn? Ræðumennirnir við opnun Ólafs gleymdu auðvitað ekki að nefna Björk og hina feikilegu útrás ís- lenskra tónlistarmanna sem nú á að fara að styrkja með sérstökum sjóði (á sama tíma og varast ber að veikj- ast um helgar sökum þess að þá er bráðamóttaka Landspítalans lok- uð). Mér er hins vegar tjáð að fyrri opnunardaginn hafi forsetinn gleymt að nefna Thorvaldsen. Seinni daginn var búið að kippa því í liðinn - einhver hefur sjálfsagt bent á skyssuna. Annars er þetta tal um hvort Ólafur Elíasson sé íslendingur eða ekki orðið nokkuð fjarstæðukennt. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Vettvangur átaka og undarlegra atburða sem bréfritari gerirað umtalsefni. Ýkjublær og skrautleg sam- koma Kristinn G. Harðarson skrifar. Nokkur orð vegna uppákomu í Ný- listasafninu og viðtals við Hannes Lárusson í DV, 20. janúar. Lesendur Ég hef ekki í hyggju að standa í málþófi við Hannes Lárusson. Til þess skortir mig kraft og úthald. Þar að auki myndi það varla skila neinum jákvæðum árangri. Þó flnnst mér skylt að gera dálitla grein fyrir málinu eins og það lítur út frá mínu sjónarhorni. Reyndar virðist frásögnin af uppákomunni vera með örlitlum ýkjublæ hvað of- beldið á Hannesi varðar. En sam- koman var skrautleg, vægast sagt, það er rétt. Ég man ekki beinlínis eftir að hafa beitt Hannes ofbeldi, í mesta lagi komið lítillega við ann- an handlegg hans og beðið hann að vera ekki með þessi leiðindi. En ég viðurkenni þó að við Finnur höfðum hug á að stöðva þennan orðaflaum í manninum. Eins og Hannes viðurkennir sjálfur stóð ekki til, í auglýstri dagskrá, að hann fremdi neinn gjörning og reyndar finnst mér þessi uppákoma hans engan veginn standa undir því nafni. Hannes er þó mikill meistari gerningaformsins þegar honum tekst vel til. Þarna á fundinum gerði ég mér enga grein fyrir að hann væri að skjóta á Ólaf; það rann einungis upp fyrir mér daginn eftir og finnst nú sem þessi „gerningur" hafi ein- ungis verið yfirvarp til að þjarma dálítið að Ólafi. Því það er nefni- lega Hannes sem hefirr verið hvað æstastur þegar þekktir erlendir listamenn hafa komið hér við og þá jafnvel vegið að þeim; ekki með góðlátlegu gríni, heldur af reiði og rætni. Áður en við gengum að Hannesi var stór hluti fundargesta búinn að reyna að fá hann með ýmsum ráð- um til að hætta; jafnvel þau sem stóðu að málþinginu. Mér per- sónulega fannst algerlega óbæri- legt að hlusta á þetta. Það var því ekki annað að gera en að yfirgefa staðinn eða koma manninum til að hætta með því að sýna honum fram á að okkur væri alvara. Það er aldeilis ekki svo að þetta sé í fyrsta sinn sem maðurinn veður yfir allt og alla, en í þetta sinn fór hann verulega fram úr sjálfum sér. Mér hefur fundist leiðinlegt að sjá hvað mörgum, sérstaklega af yngri kynslóðum listamanna, finnst þessi ruddalega framkoma Hannesar spennandi. En auðvitað er ungt fólk gjaman mikið fýrir kjaft og læti. Það hefur alltaf verið þannig. En það er eins og Hannes noti sér athyglina til að auka sér kraft og verður þá um leið einhvers konar óánægjurödd þeirra yngri, málpípa pirrings þeirra, langana og vonbrigða. Greinilegt er að Ólafur hefur verið pesteraður með þessu síðan nafn hans fór fyrst að birtast í blöðunum hér. Gott ef ekki var leiðari í Morg- unblaðinu um þetta brennandi efni. Ólafur sat enn einu sinni und- ir þessu tali í þætti Gísla Marteins á laugardag, gretti sig umkomulaus bak við þykk gleraugun og reyndi að koma því til skila að þetta skipti engu máli. Sorrí, Ólafur; í huga ís- lendinga er þetta aðalatriði. Við höfum hins vegar lítinn áhuga á myndlist, sérstaklega ekki nútíma. Er þögn forsetans um fram- boð lýðræðislegt? Svona fyrst ég er farinn að nefna Ólaf Ragnar: Það fyrirkomulag að gefa ekki upp í lengstu lög hvort for- setinn ædar að sitja áfram er orðið að hefð sem undirstrikar öðru frem- ur að embættið er konunglegrar náttúru. Forsetar á íslandi eru ekki kosnir burt eða settir af. Þeir þurfa ekki að svara spurningum um fram- boð sitt nema þeim sýnist. Það er álitinn argasti dónaskapur að bjóða fram gegn sitjandi forseta. Og þótt kurteisishjúpurinn um forsetann sé ekki samur og á tíma Kristjáns og Vigdísar, fer ekki fram nein alvöru umræða um hvernig Ólafur hefur farið með embætti sitt. Það stendur upp úr að hann kvæntist vellauð- ugri konu sem skiptir oft um föt og gerir miklar kröfur á flugferðum. í samræmi við þennan konung- lega anda embættisins er hugsan- legum mótframbjóðendum gert eins erfitt um vik og hægt er. Þetta er auðvitað gott ráð til að stugga burt furðufuglum eins og Snorra og Ástþóri. En vilji einhver bjóða sig fram í alvöru gegn sitjandi forseta hefur sá ekki nema fáar vikur til að ákveða sig og gera sig kláran í kosn- ingabaráttu. Menn geta svo sem sagt að þetta embætti skipti ekki neinu máli - það virðist vera orðin mjög útbreidd skoðun eftir átta ár af Ólafi - en þetta er nú ekki sérlega lýðræðislegt. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vatn í stað goss „Mataræði unga fólksins mætti bæta í heildina. Unglingsstrákar drekka að meðaltali tæpan lítra af gosdrykkjum á dag, og eiga liklega heimsmet í pitsuáti. Stúlkur drekka mun minna gos og 20% þeirra segjast aldrei drekka sykraða gosdrykki. Þær velja vatn og borða mikið afávöxtum. Bæði kynin eiga það sammerkt að borða langtum minna afgrænmeti og fiski en þeir sem eldri eru en það er hollustufæði sem vert væri að koma ofar á vinsældalistann. Þarsem skyndibitar eru vinsælir hjá ungu fóiki vona ég bara að sá iðnaður taki sig til og auki úrval fisk- og grænmetisrétta og bjóði vatn í stað goss." Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur „Það er mikið afóhollustu í boði og fólk verður að beita skynsemi við valið. Nauð- synlegter að byrja strax að gera börn meðvituð um að borða hollan og næringarríkan mat og okkar reynsla af heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi er að börnin biðja aldrei um sykur né salt. Það er góður ár- angur." Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri „Tvímælalaust, og hreyfingar- leysi erjafn- framtstórt vandamál í þesu sam- bandi. Bein fylgni er milli íþróttaiðkunar og þess að borða hollan mat. Og það er Ijóst að krakkar sem liggja í sykri fá ekki mikla orku til að takast á við viðfangsefnihvers dags." Jóhannes Felixson bakarameistari „Við sjáum skelfilegar af- leiðingar gos- neysl, þegar krakkar eru að sötra gos sem er bæði með sykri og sýru. Við þessum skemmdum er lítið sem ekkert hægt að gera, en varð- andi offitu getur fólk þó alltafbætt skaðann með því að borða minna eða hreyfasig." Heimir Sindrason tannlæknir „Það eru ör- ugglega til dæmi um fólk sem drekkur lítra afgosi á dag en ég hygg að það sé ekki algengt. Ungt fólk sem ég sé í kringum mig er heil- brigt og ánægt. Almennt gildir að við erum, sem betur fer, frjálst fólk í frjálsu landi og veljum sjálfhvað við borðum. Manneldissjónarmið eru nauðsynleg en forræðishyggja og neyslustýring röng." Þorsteinn Jónsson, forstjóri Vífilfells Sykurneysla unglinga er mikil og þeir drekka jafnvel lítra af gosi á dag,fiskneysla fer minnkandi og pitsur eru þjóðarréttur. Við kynnum nýjar gerðir og bjóðum Baðhni&iHigará 120 cm innréttlng 5 skápar, höldur, Ijósakappi meö 3 halogenljósum, boraplata og spegill | Botnverðkr. 58.700 90 cm innrétting 3 skápar, höldur, Ijósakappi með 3 halogenljósum, vaskborðplata og spegill Botnverðkr 67.600 160 cm innrétting 4 skápar, höldur, Ijósakappi með 3 halogenljósum, boiðplata og spegill Botnverðkr.78.300 nettoiine 0 Einnlg etóltústanrettingar, ttvottahúsíitfi rétttngar og tstsskápsr á trátsæru verói. 2D% afslátttir itúna_ ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERStA f FRlFORM Friform Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Fax: 5442060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.