Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Side 12
12 FÖSTUDACUR 23. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Alvarlegar
skærur í Súdan
Mikil átök eiga sér stað í
Súdan milli stjórnvalda og
frelsishers Súdana og hafa
þau komið illa niður á al-
menningi í landinu. Allt að
fimm þúsund fjölskyldur eru
heimilislausar og verða að
flækjast milli þorpa og flótta-
mannabúða til að hafa ofan í
sig og á.
Lida barnið á myndinni
brann illa þegar stjórnvöld
létu sprengjum rigna yfir
flóttamannabúðir í Geneina.
Nauðsynjar eru nánast engar
eftir í landinu og engar likur
á að friður komist á fljótlega.
Dráputólf ára
stúlku
Móðir og ættingjar syrgja
hina tólf ára Mohsen al Da-
our en hún var drepin af
ísraelskum hersveitum þar
sem hún var að leik. Hún og
félagar hennar höfðu gam-
an af að veiða fugla á
ákveðnum stað fyrir utan
Jabalya-flóttamannabúðirn-
ar en í þetta sinn voru þar
engir fuglar heldur fsraelar.
Fagna nýári
apans
Mikill mannfjöldi kom
saman víðs vegar í Kína til
að fagna nýju ári apans sem
gekk þar í garð í gær. í Hong
Kong safnaðist gríðarlegur
fjöldi saman en einnig var
talsvert um ferðamenn sem
komu gagngert til að upplifa
nýárið.
Miklar skrúðgöngur fóru
fram, venju samkvæmt, og
flugeldum var skotið á loft,
enda fáir sem kunna þá list
betur en Kínverjar.
/
/
Séra Sigríður Óladóttir Segir
Hólmvikinga skemmta sér vel.
Landsíminn
„Hólmvlkingar gera ýmislegt til
að skemmta sér. Þótt við séum
ekki mörg er nóg að gera. Það
er til dæmis verið að undirbúa
þorrablót núna. Konurnar sjá
um það frá upphafí til enda en
karlarnir
sjá um
góugleðina þegar þar að kem-
ur. Það er mikið æft og heilmik-
ið tilstand í kringum það. Hérer
bæði kirkjukór og kvennakór -
sem ég reyndar stjórna. Leikfé-
lagið er,að því er ég best veit,
byrjað að lesa eitthvað saman.
Eidri borgarar eru líka mjög öfl-
ugir. Fólk kemur vikulega úr öll-
um áttum í sýslunni til að gera
eitthvað skemmtiiegt. Það er
mjög öflugt fólk hér og mikill
hugur í öllum."
Leikfélag Akureyrar vann áfrýjunarmál í Hæstarétti í gær og var ekki talið hafa
brotið jafnréttislög. Valgerður H. Bjarnadóttir, sem þurfti að segja af sér á tveimur
stöðum vegna dóms héraðsdóms, er ánægð með niðurstöðuna.
Hæstiréttur í gær Dómararnir Hrafn Bragason, Markús Sigurbjömsson, forseti
Hæstaréttar, og Árni Kolbeinsson
Hæstiréttur hefur sýknað Leikfélag Akureyrar í
áfrýjunarmálinu gegn Jafnréttisstofu vegna
Hrafnhildar Hafberg. í héraðsdómi hafði hins
vegar fallið dómur, Jafnréttisstofu í vil. Valgerður
H. Bjarnadóttir segir að það sé mikill léttir að
hennar hremmingum skuli nú vera Jokið með
þessum dómi. Sem kunnugt er þurfti Valgerður
að segja af sér á tveimur stöðum er dómur féll í
héraði en hún var á þeim tíma bæði fram-
kvæmdastýra Jafnréttisstofu á Akureyri og for-
maður stjórnar leikhússins og leikhúsráðs LA.
„Dómurinn í héraði hafði að sjálfsögðu gífur-
legar afleiðingar fyrir mig persónulega, sem og
Leikfélagið og Jafnréttisstofu," segir Valgerður H.
Bjarnadóttir. „Það er sárt að þurfa að sjá núna að
allur þessi málarekstur var óþarfur, en svona er
lífið stundum."
Spurð hvort einhver eftirmál verði af hennar
hálfu í kjölfar dóms Hæstaréttar segir Valgerður
að hún sé ekki farin að hugsa svo langt fram í tím-
ann.
Vann seinna prófmálið
Dómur Hæstaréttar er einnig gleðitíðindi fyrir
annan af lögmönnum LA, Viðar Lúðvíksson hdl.,
en þetta var síðara prófmál hans fyrir réttinum til
að öðlast hrl.-titilinn. „Ég er að vonum mjög
ánægður með niðurstöðuna í þessu máli,“ segir
Viðar.
Forsaga þessa máls er í stuttu máli sú að árið
2002 var ráðið í stöðu leikhússtjóra hjá LA og varð
Þorsteinn Bachmann fyrir valinu. Noldcrir sóttu
Valgerður H. Bjarnadóttir
Missti tvær stöður vegna þessa
máis en hún var
framkvæmdastýra
Jafnréttisstofu og formaður
ieikhússráðs á Akureyri.
um og voru þrír umsækjenda boðaðir í viðtal hjá
stjórn eikfélagsins, þar á meðal Hrafnhildur
Hafberg. í framhaldi af ráðningu Þorsteins kærði
Hrafnhildur ráðninguna til Kærunefndar jafnrétt-
ismála enda taldi hún að sér hefði verið mismun-
að á grundvelli kynferðis síns. I ffamhaldi af því
ákvað Jafnréttisstofa að höfða mál í héraði þar
sem dómur féll henni í vil.
f niðurstöðu Hæstaréttar kemur m.a. fram að
atvinnurekandi verði að hafa frelsi til að ráða
þann sem hann vill. Þegar litið sé til reynslu
og þekkingar umsækjenda, auk þess
sem fram komi í viðtölum þeirra
um rekstur og stefnu Leikfé-
lagsins, verði ekki séð að það
sé réttlætanlegt mat sem lá
til grundvallar dóminum í
héraði.
„Dómurinn í héraði hafði að
sjálfsögðu gífuriegar afleið-
ingar fyrir mig persónulega,
sem og Leikfélagið og Jafn-
réttisstofu. Það er sárt að
þurfa að sjá núna að allur
þessi málarekstur
var óþarfur, en
svona er lífið
stundum."
Dóttir bæjarráösformanns í Kópavogi fékk samning í gær en verkið boðið út næst
Gunnar var rassskelltur, segir Flosi
„Þetta var náttúrlega rassskell-
ing fyrir formann bæjarráðsins,
sem hefur alla tíð verið á móti því
að þetta verk væri boðið út,“ segir
Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi
minnihluta Samfylkingarinnar í
Kópavogi.
Bæjarráð Kópavogs samþykkti í
gær að gera nýjan samning við
Frjálsa miðlun ehf. um hönnun
ársskýrslu bæjarins. Fyrirtækið á
að fá 1250 þúsund krónur fyrir að
hanna skýrsluna.
Frjáls miðlun er í eigu dóttur
Gunnars I. Birgissonar, bæjarráðs-
formanns Sjálfstæðisflolcksins.
Fyrirtækið hefur séð um hönnun
ársskýrslunnar frá 1991. Verkið
hefur aðeins einu sinni verið boðið
út. Það var árið 2000. Þá bauð
Frjáls miðlun lægst, 750 þúsund
krónur. Árið þar á undan þáði fyr-
irtækið 1500 þúsund krónur fyrir
sama verk.
Gunnar vék af fundi bæjarráðs á
meðan samningurinn við Frjálsa
miðlun var ræddur. Bæjaráðs-
mennirnir sem eftir sátu felldu til-
lögu Flosa um að hönnun árs-
skýrslunnar yrði boðin út. Þeir
ákváðu hins vegar að verkið yrði
boðið út á næsta ári.
„Ég var óánægður með að
samningurinn var samþykktur. En
ég er ánægður með að framsóknar-
menn og sjálfstæðismenn hafa
tekið sönsum og ákveðið að bjóða
þetta út á næsta ári," segir Flosi.
Frarn kom í DV í gær að Frjáls
miðlun fékk á árunum 1995 til 2003
rúmar 35 milljónir króna fyrir ýmis
verk fyrir Kópavogsbæ.
Flosi Eiríksson og Gunnar I. Birgisson Fulltrúi minnihluta Samfyikingarinnar og bæjar-
ráðsformaður Sjálfstæðisflokksins sátu báðir bæjarráðsfund i Kópavogi i gær. Gunnar vék þó
affundi á meðan samningur við fyrirtæki dóttur hans var samþykktur.