Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Page 9
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004 9
Friðrika Benónýs var gift Lárusi Halldórssyni um árabil á sama tíma og hann sveik tugmilljónir út úr
Tryggingasjóði lækna. Friðriku grunaði aldrei neitt þótt aldrei væri peningaskortur á heimilinu og Qár-
fest í glæsihúsi í 101.
„Hann átti alltaf nóg af peningum en mig grun-
aði aldrei neitt. Þetta mái kom mér í opna skjöldu
þegar ég las um það í blöðunum," segir Friðrika
Benónýs, þekkt stærð í reykvísku menningarlífi og
eiginkona Lárusar Halldórssonar á árunum
1989-93. Lárus er sem kunnugt er grunaður um að
hafa stolið 80 milljónum króna úr Tryggingasjóði
lækna og hefur þegar viðurkennt 27 milljóna króna
fjárdrátt. Þjófnaðurinn úr sjóðnum átti sér einmitt
stað á meðan hann var kvæntur Friðriku: „Hann var
alltaf heiðarlegur heimavið," segir hún.
Á hjúskaparárum Friðriku og Lárusar starfaði
Lárus á endurskoðunarskrifstofu sinni og sinnti þar
ýmsum málum. „Þessi sjóður var aðeins eitt af
mörgum verkefnum hans," segir Friðrika. Gamall
starfsfélagi Lárusar á skrifstofunni var Gunnar Örn
Kristjánsson, sem nú hefur sagt lausu starfi sínu
sem forstjóri SÍF. Hann hafði kvittað undir reikn-
inga Tryggingasjóðsins sem vinargreiða við Lárus
og ekki rennt grun í að þar færi fram áður óheyrður
„Aldrei kom hann óvænt heim
og stakk upp á ferð í Karabíska
hafjð eða annað þvílíkt. Ég sá
aldrei þessar milljónir."
fjárdráttur sem breytti lífi margra roskinna lækna í
martröð. Ævilangur sparnaður margra að engu orð-
inn.
„Ég vissi svo sem að Lárus hafði ágætar tekjur en
hann barst ekki á. Aldrei kom hann óvænt heim og
stakk upp á ferð í Karabíska hafið eða annað því-
líkt. Ég sá aldrei þessar milljónir," segir Frið-
rika en þau Lárus fjárfestu þó í heilli hæð og
risi í Skólastræti 5. Skömmu síðar skildi
leiðir og Lárus kynntist nýrri konu. Með
henni fór hann til Flórída þar sem þau
dvelja nú í skugga fjárdráttar sem seint
verður gerður upp.
Segir fátt af áralangri vináttu
Lárusar og Gunnars Arnar, fyrrum
forstjóra SÍF, sem nú sér á eftir ein
um feitasta bitanum í íslensku at-
vinnulífi; starfi sem hann missti
vegna greiðvikni við gamlan vin
sem hann treysti.
„Ég hef ekkert samband haft
við Lárus síðan við skildum. Ég
veit ekkert hvað hann er að
gera en vona bara að hann hafi
það sem best,“ segir Friðrika
Benónýs og prísar sig sæla að
hafa ekki dregist inn í málið
sem þegar hefur kostað
alltof marga alltof mikið.
Friðrika Benónýs Þekktstærði
reykvísku menningarlífi um árabil
ogfyrrum eiginkona endur-
skoðandans sem stai lif-
eyri tæknanna.
■ ' * -
íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í gær
Verðlaunin til Ólafs og Guðjóns
Ólafur Gunnarson og Guðjón
Friðriksson hlutu í gær íslensku
bókmenntaverðlaunin. Þetta er í
fyrsta sinn sem Ólafur hlýtur verð-
launin en hann fékk þau í flokki fag-
urbókmennta fyrir bók sína Öxin og
jörðin. Guðjón hefur á hinn bóginn
hlotið þau tvívegis áður en hann er
verðlaunaður nú fyrir bækur sínar
um Jón Sigurðsson. „Ég er ákaflega
glaður en það er ekki verra að fá
nokkur hundruð þúsund krónur.
Það verður lítill vandi að koma þeim
í lóg,“ segir Ólafur og neitar ekki að
það hafi hvarflað að honum að hann
gæti allt eins átt von á þessum verð-
launum. „Nei, ég segi það nú ekki að
það hafi endilega verið komið að
mér en þetta gat farið á hvað veg
sem var. Það er aldrei hægt að reikna
út fyrirffam hver fær þessi verðlaun.
Ég er afskaplega ánægður og þetta
hvetur mann áfram. Það er alltaf
gaman ef einhver tekur eftir manni
en það er nú einu sinni þannig að
rithöfundar vinna í miklu vakúmi."
Ólafur segist vera kominn af stað
með verk sem ekki sé tímabært að
tala um en það sé svona rétt að mót-
ast í höfðinu á honum.
Guðjón hlaut veðlaunin í flokki
fræðibóka. Hann segir þau hafa
komið sér í opna skjöldu og hafi alls
ekki átt von á að fá þau að þessu
sinni. „Ég hef fengið þessi verðlaun
tvisvar áður en ég er afskaplega
glaður. Maður þarf oft á svona verð-
launum að halda í þessari einangr-
uðu vinnu og þau eru hvatning til að
halda áfram að gera vel,“ segir Guð-
jón sem þegar er byrjaður á bók í
einu bindi um Hannes Hafstein en
áætlað er að hún komi út að tveimur
árum liðnum. „Það hefði verið gam-
an ef hún hefði komið út á afmælis-
ári heimastjórnarinnar. Það vinnst
hins vegar ekki tími til þess,“ segir
Guðjón.
Á Bessastöðum í gær Þetta er i fyrsta sinn
sem Ólafur Gunnarsson hlýturþessi verðlaun
og kom fáum á óvart. Guðjón Friðriksson sagn-
fræðingur hefur tvisvar áður hlotið verðlaunin.
Þau komu honum i opna skjöldu nú.