Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Page 19
DV Fókus FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004 79 • Breakbeat.is gerir endanlega upp árið 2003 á skemmtistaðnum Kapital. • SpilafQdamir skemmta gestum á Dubliner. • Atli skemmtanalögga verður með seyðandi tóna í græjunum á Felix. Skoðið endilega myndirnar á Felix.is eftir helgina. Ótrúlegt fólk þarna. • Dj Benni spilar á Hverfisbarn- um. fjöri á Sólon og spilar músik langt fram eftir nottu. • Sólarkaffi ísfirðinga verður í súlnasal Hótel Sögu. Ýmislegt verður til skemmtunar m.a. hljóm- sveitirnar Heiðursmenn og Kol- brún, Hljómsveit Rúnars Þórs og South river band. Sveitin J Substance kvöld verður haldið á Dátanum á Akur- eyri og hefst það klukkan 22. Fram- sæknu plötuspilararnir Dj Rikki og Dj Skari spila eitraða hústóna fram eftir kvöldi • Dj Þröstur 3000 verður í feikna • Stuðboltinn Einar öm Kon- ráðsson heldur upp fjörinu á Krúsinni ísafirði frá miðnætti. Frítt inn. • Tvíhöfði skemmtir á Egiisbúð Neskaupstað klukkan 23. Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson fara á kostum. Miðasala hefst klukku- stund fyrir opnun og er miðaverð 1.000 kr. Að loknu uppistandi spil- ar Amar Guðmundsson trúbador til þrjú. • Síkáta stuðhljómsveitin íslands eina von, með Eyjólf Kristjánsson í broddi fylkingar, leikur á Græna hattinum á Akureyri. • Hin ástsæla gleðisveit Gilitrutt leikur á Kaffi Krók á Sauðarkróki. Klassík • Sinfóníusveit ís- lands flytur valinkunn verk af vin- sældarlista aldanna í Háskólabfói klukkan 19.30. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikhús • Borgarleikhúsið sýnir leikritið öfugu megin uppí eftir Derek Benfield á Stóra sviðinu klukkan 20. • Ríkarður þriðji eftir William Shakespeare er sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins ldukkan 20. • Gamanleikurinn „Fiðringur" verður sýndur á Græna hattinum, Akureyri klukkan 20.30. Opnanir • Ný sýning verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu í sýningarröðinni Skáld mánaðarins klukkan 17. Yfirskrift hennar er Aldamótaskáld og verða verk fjög- urra skálda sem uppi voru þegar 20. öldin gekk í garð kynnt á sýn- ingunni og á fræðsluvefnum skóla- vefurinn.is. Þau eru Matthías Jochumsson, Ólöf frá Hlöðum, Steingrímur Thorsteinsson og Theodóra Thoroddsen. Frönsk kvikmyndahátíð hefst í Háskólabíói í dag. Hátíðin stend- ur til 12. febrúar og alls eru 11 myndir í boði að þessu sinni. Frakkarnip hertaka Háskólabíó Svo virðist almennt sem að bíóúrval í borginni fari minnkandi. Hver mynd er frumsýnd í tveimur til þremur bíóhúsum í einu, og detta síðan fljótt niður listann, þannig að ef maður missir af frum- sýningarhelgi eru miklar líkur á að maður missi af myndinni. Einnig virðist sem að svo tii allar myndir sem sýndar eru komi frá Hollywood. Af þeim 16 myndum sem er nú í bíóhúsum eru 15 bandarískar og sú sem gengur af ís- lensk. Meira að segja B og C mynd- ir eins og Ghost Ship og Ghosts of Mars rata hér í bíóhús, og eru jafn- vel jólamyndir sumra bíóa, meðan jafnvel mjög vinsælar evrópskar myndir eins og hin þýska Bless Lenín sjást ekki hér nema á vídeó- leigum. Það sem er þó bót í máli á þessu ófremdarástandi að bíóin, og þá aðallega Regnboginn og Há- skólabíó, eru duglegar við að halda kvikmyndahátíðir. Breskir bíódagar í Háskólabíó síðasta haust glöddu margan kvik- myndaáhugamanninn, og nú er röðin kontinn að vinfjendum þeirra Frökkum. Sýndar verða alls 11 myndir og mun hátíðin standa frá deginum í dag til 12 febrúar. Opnunarmynd hátíðarinnar er myndin „Farfuglar," sem sýnd verður klukkan 22.00 í kvöld. Sérstakir gestir hátíðarinnar eru leik- stjórinn Jacques Perrin og dýralífsfræðingurinn Marc Crémadés, en myndin er, eins og nafnið bendir til, heim- ildarmynd um farfugla. Með aðalhlutverk fara Jacques Perrin og fríður hópur pelíkana, storka, kanadískra gæsa og lunda, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annarra mynda eru „Voltaire að kenna,“ sem er nokkurskonar nú- tíma útgáfa af Birtingi Voltaire og fjallar um innflytjandan Jallel, og heimildamyndin S21, sem fjallar um Drápsvél Rauðu Kmerana í Kampútsjeu. Sérstaka athygli vekur myndin Bori Voyage, sem mun vera framlag Frakka til Óskarsverðlauna að þessu sinni. Gerist hún rétt áður en Þjóðverjar hernema París í Seinni heimsstyrjöld, og helstu fyr- irmenn borgarinnar leggja á flótta og safnast saman á hóteli í Bor- deaux. Myridin skartar leikurum eins og Isábelle Adjani (fræg í Frakklandi en er aðallega þekkt í Hollywood fyrir megafloppið Isht- ar), Gerard Depardieu (var urn tíma Egill Ólafsson þeirra Frakka birtist í hverri einustu mynd sem var gerð, en minna hefur farið fyrir báðurn í bíóheimum upp á síðkastið) og Pet- er Coyote (alltaf upp á sitt besta með evrópskum leikstjórum), en leikstjóri er hinn rúmlega sjötugi Jean-Paul Rappeneau, sem helst er þekktur fyrir Cyrano de Bergerac (Depardieu, eina ferðina enn). Allar myndir eru sýndar með enskurn texta. Það er rnikið gleði- efni að fá að berja augum það sem ntenn eru að gera suður í Evrópu, en þó væri enn til bóta ef ódýrara væri á kvikmyndahátíðir, eða ef væri til dæmis hægt að fá afsláttar- kort fyrir fastagesti. Hin rómaöa hljómsveit íslands eina von kíkir í heimsókn Taka Nínu að minnsta kosti tvisvar á kvöldi „Meiningin er að vera f þrusugír svo lengi sem við verðum ekki verð- urtepptir á Holtavörðuheiðinni," segir Ingi Gunnar Jóhannsson, einn meðlima Islands einu vonar, hlæj- andi. „Hljómsveitin okkar, íslands eina von, er fyrst og fremst dansi- balla- og stuðhljómsveit. Við gerum út á það að spila blöndu af íslensk- um og erlendum lögum sem fá fólk til þess að dilla sér og jafnvel syngja með. Við spilum talsvert af Bítlalög- um, Rolling stones, Doobie brothers, ásamt íslenskum lögum og svo mikið magn laga eftir, framvörð- inn í hljómsveitinni okkar, Eyva,“ segir Ingi. „Við lofunt við því að spila Nínu að minnsta kosti tvisvar á hverju kvöldi en Nína er eiginlega orðin hálfgerður þjóðsöngur okkar íslend- inga. Nína er oft síðasta lagið á böll- um hjá okkur og mætti segja að þetta væri svona hálfgert pikk-up lag,“ segir Ingi. „Danska lagið er líka mjög vinsælt og við spilum það mik- ið. Við leggjum ríka áherslu á klass- ísk og gömul og góð lög,“ segir hann aðspurður urn hvaða lög eru vin- sælust. „Okkar fyrirmynd í tónlist er kannski helst Bítlarnir vegna þess að í Bítlunum voru tveir gítarar, bassi og trommur. Við erunt með sömu hljóðfæri og syngjum allir og erum við þar af lejðandi næstum því eins og Bítlarnir, eða þannig. En það mætti segja að það sé sérstaða okkar hljómsveitar að við spilum allir á hljóðfæri og syngjum allir. Þannig að við leggjum mikið upp úr því að radda lögin og það gefur músíkinni miklu meiri breidd,“ segir hann. IngiGunnar Spilar með Eyvaá Græna hattinum i kvöld og lofar að taka Nínu að minnsta kosti tvisvar. Reykjavikin Moryunverður „Ég borða undantekningarlaust í eldhúsinu heima hjá mér. Annars fæst ágætis morg- unmatur í sjoppunni í skólanum. Ef ág mætti velja stað sem ág vildi borða morg- unmat þá væri það Kaffi Roma við Hlemm þar sem ég fengi mér gott kaffi og gróft rúnstykki með osti. Ástæðan fyrir því er sú að staðurinn er bjartur og skemmtilegur og þar er hægt að nálgast öll dagblöðin." Hádegisverður „Ég fer mjög sjaldan út að borða í hádeg- inu. En mun ábyggilega gera það oftar að námi loknu. Ég myndi vilja nefna fyrst stað- inn Fylgifiskar við Suðurlandsbraut. Þar er hægt að kaupa sér góða tilbúna fiskrétti sem eru góðir og ódýrir. Ég hef reyndar far- ið nokkrum sinnum í hádeginu á Deli sem er staðsett í einni byggingu háskólans." Uppáhalds verslun „Mínar tvær uppáhalds búðir eru Marc’O Polo og GK. Sú fyrri fyrir skólafatnað og sú síðarnefnda er í uppáhaldi hvað varðar spariföt. Þær eru samt báðar frekar dýrar en fötin eru mjög vönduð. En annars kaupi ég hitt og þetta svona hist og her." Heilsan „Ég hef átt likamsræktarkort í Baðhúsinu í tvö ár og reynt að fara um það bil þrisvar í viku. Ég er ekkert manísk á það en vil samt hreyfa mig reglulega. Mér finnst líka frábært að fara í Vesturbæjarlaug- ina, á skíði í Blá- fjöllum, álínu- skauta eða í gönguferðir. Mér finnst það miklu skemmtilegri líkamsrækt heldur en að fara á I íka msræktarstöð va r." Kvöldverður „Ég hef tvisvar sinnum snætt á Austurlnd- íafélaginu og ég held að þau skipti séu þau eftirminnilegustu sem ég hef upplifað á einhverjum veitingastað. Maturinn er frá- bær, þjón- ustan óað- finnanleg og staður- inn nota- legur. Svo myndast skemmti- lega skrýt- in stemn- ing við það að borða óvenjulegan mat sem gerir máltíðina eftirminnilegri. Ég get ekki annað en nefnt líka uppáhalds veitinga- staðinn minn, að minnsta kosti þann sem ég sæki oftast. Það er gamla góða Eldsmiðj- an, flatbaka númer 15 á matseðlinum erhreinog tærsnilld." Djammlð „Mér finnst skemmtilegast að djamma í heimahúsum og á ferðalögum. Hvort sem innanlands eða utan þá finnst mér það lang skemmtilegast. En annars verður Hverfis- barinn oftast fyrir valinu hér heima. Svo enda vísindaferðirnar í háskólanum á Pravda svo að ég fer stundum þangað."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.