Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004 Sport DV Askorun að hafa „Guðmundur er heldur ekki maður sem tekur óþarfa áhættu. Það er mun gáfulegra að tefla fram frískum manni en hálfum manni.“ Daguraðnásér DagurSigurðsson er allur að braggast og mun eftir allt saman geta tekið þátt IEM i Slóveniu. en ég skýt en vissulega er samt enn þá verkur til staðar. Ég bara læri að lifa með því.“ Er á réttri leið Dagur segir að þótt hann sé orð- inn þokkalega góður sé erfitt að meta hversu mikinn þátt hann geti tekið í mótinu. „í rauninni er það ekki í mínum höndum að meta það en ég tel þó erfitt að segja til um það. Ég tel aft- ur á móti að ef ég get spilað, muni ég spila og helst allan leikinn. Spurningin er frekar hvort þetta verði í lagi og ég held það, enda hef ég lítið fundið fyrir meiðslunum sfðustu daga. Ég er á réttri leið enda í góðum höndum hérna hjá Ella. Þetta fer að verða eins og hjóna- band hjá okkur." f andlegu jó-jói Eins og áður segir er þetta ekki í fyrsta skipti sem Dagur,verður fyrir skakkaföllum skömmu týrir mót og hann getur ekki neitað þvf að það sé svekkjandi að meiðast svona skömmu fyrir mót, annað stórmótið í röð. „Ég get ekki neitað því. Svo er það þessi óvissa um hvort rnálið reddist eða ekki. Einn dag er maður góður en þann næsta verri. Andlega er maður í hálfgerðu jó-jói. Ég neita því ekki að það var mjög rnikið sjokk að lenda í þessu. Sérstaklega þar sem þetta hefur kornið fyrir áður. En ef ég kem að notum á þessu móti þá er það bara frábært," sagði Dagur Sigurðsson í samtali við blaðamann DV Sports í Celje f gær. henry@dv.is „Ég er á réttrHeið enda ígóðum hönd- um hérna hjá Ella. Þetta fer að verða eins og hjónahand hjá okkur." Sjúkraþjálfarinn Elís Þór Rafnsson er maðurinn sem sér um að koma strákunum okkar í stand fyrir leiki. DV, CELJE Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins, stendur í ströngu þessa dagana enda eiga nokkrir íslensku leikmannanna við meiðsl að glíma og Elís er maðurinn sem er ábyrgur fyrir því að koma strákun- um í stand fyrir leiki. Þrátt fyrir miklar annir gaf Elís sér tíma til að spjalla við blaðamann meðan strákarnir æfðu í gærmorgun. „Ég hef nú lent í svona törn áður. í Svíþjóð voru tveir leikmenn í leiðinlegum nteiðslum strax frá upphafi. Þetta hefur verið mikil vinna og maður hefur verið að krukka í strákana alveg til eitt og tvö á nóttunni," sagði Elís og brosti kampinn. Fæ „kikk" út úr þessu Dagur Sigurðsson hefur hingað til verið stærsta spurningarmerkið en Elís er búinn að gera hann leikfæran og hann á ekki von á öðru en að Dagur geti beitt sér að fullu í keppninni. „Dagur er búinn að vera fínn á síðustu æfingum og tekið einn leik líka. Meiðslin hafa ekki háð honum undanfarið og þau hafa ekki versnað eftir æfingarnar þannig að þetta lítur ágætlega út. Engu að síður þarf að passa upp á að hann stífni ekki og hann er oftast hjá mér svona tvisvar á dag,“ sagði Elís en Dagur sagði við blaðamann ( gær að hann væri í hjónabandi með Elís. „Já, sagði hann það. Það er rétt hjá honum. Þetta er líka mjög farsælt hjónaband," sagði Elís og hló. Elís Þór byrjaði með landsliðinu skömmu fyrir Evrópumótið í Svíþjóð 2002 og það er ekkert fararsnið á honum enda hefur hann gaman af starfi sínu. Guðmundur skynsamur „Þetta er mjög gaman þegar komið er á leikstað. Maður fær „kikk” út úr þessu. Hópurinn er líka mjög skemmtilegur, jafnt innan vallar sem utan, og svo er alltaf gaman þegar vel gengur," sagði Elís en það að ferðast með landsliðinu er ekki endalaus dans á rósum. „Það er nú ekkert rosalega spennandi að hanga inni á hótelherbergi dag eftir dag og vinnuaðstæðurnar ekki alltaf eins og best verður á kosið. Samt er miklu betra að hafa rneira að gera en minna því þá leiðist manni ekki á meðan." Tíminn sem Elís hefur til þess að meðhöndla strákana okkar er oft ekki mikill, enda er spilað þétt og lítill tími til þess að hvfla lúin bein. „Þegar maður er að meðhöndla íþróttamenn á stórmótum er mikill handagangur í öskjunni og þeir þurfa helst að vera klárir fyrir hádegi í gær. Þá reynir talsvert á mann og það er ákveðin áskorun fólgin í því að hafa alla klára á leikdegi," segir Elís en neitar því þó að Guðmundur hangi á bakinu á honum, spyrjandi hvenær menn verði klárir. „Nei, nei. Hann er mjög skynsamur maður og veit það að allt er takmörkum háð en vissulega vill hann hafa alla í fínu standi. Guðmundur er heldur ekki maður sem tekur óþarfa áhættu. Hópurinn er líka stór; það kemur maður í manns stað og það er mun gáfulegra að tefla fram frískum manni en hálfum manni." Álagið leikmenn á mótinu í Slóveníu er mikið en það var leikið í gær, í dag og svo aftur á sunnudag. Ef íslenska liðið kemst áfram fær það frí á mánudeginum en þarf svo að spila þrjá daga í röð. Elís er ánægður með líkamlegt ástand leikmanna og telur að þeir muni þola þetta mikla álag. Allir í góðu formi „Ég á nú ekki von á öðru enda eru allir í mjög góðu formi. Svo er þetta líka alltaf spurning um einhverja pústra og hvað hægt er að gera á stuttum tíma. Þetta hefur nú samt hangið saman hjá okkur síðustu tvær keppnir og ég vona að það verði framhald á því." henry@dv.is Á góðum batavegi Dagur Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins, er á góðum batavegi eftir stifa sjúkraþjálfun og vonast til að geta hjálpað liðinu á EM. Hér sést Elis Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari islenska liðsins, teygja á kappanum á æfingu iSlóveniu. DV-mynd Henry Birgir. Dagur Sigurðsson, fyrirliði handboltalandsliðsins, hefur meiðst fyrir o+avn^At na segist vera orðinn þreyttur á skakkaföllunum Landsliðsfyrirliðinn Dagur Sig- urðsson hefur þann leiða ávana að meiðast fyrir stórmót. Á því varð engin breýting að þessu sinni. Sjúkraliði landsliðsins hefur þó tek- ist að tjasla honum saman og kenndi hann DV, CELJE sér ekki mikils meins f lokaæfingaleiknum gegn Dönum. Hann gat líka tekið virkan þátt í æfingunni í gær. „Mér líður bara mjög vel og andlega alveg frábærlega," sagði Dagur sem reynir að horfa björt- um augum á hlutina. „Þetta var með besta móti í dag og mér líður mun betur en áður. Nú er hausinn líka hættur að trufla mig og ég er hættur að bíða eftir verknum áður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.