Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Fæddist með
tvö höfuð
Læknar vonast til að geta
fjarlægt aukahöfuð lítillar
stúlku sem fæddist nýverið í
Dóminíska lýðveldinu. Um
er að ræða einn sjald-
gæfasta fæð-
ingargalla sem
um getur og
aðeins eru til
heimildir um
átta slík tilvik í
sögunni. Mikill
vandi bíður
læknanna sem
undirbúa að-
gerðina því aldrei áður hef-
ur þess verið freistað að
fjarlægja aukahöfúðið.
Litla stúlkan, Rebecca
Martinez, er í raun með
samvaxinn tvíbura sem
þroskaðist ekki í móður-
kviði. Rebecca fæddist um
miðjan desember og þykir
hraust að flestu leyti. Lífslík-
ur hennar eru taldar hverf-
andi ef hún gengst ekki
undir aðgerð en foreldrar
hennar, Maria Hiciano og
Franklyn Martinez, eiga enn
eftir að gefa endanlegt sam-
þykki.
Fyrirhugað er að átján
læknar geri aðgerðina og
skiptist í tvo níu manna
hópa sem vinna í tólf tíma
samfleytt.
Prinsessan
fær nafn
Norska prinsessan og til-
vonandi drottning Noregs
verður skírð Ingrid Alex-
andra. Hún er dóttir Hákon-
ar krónprins og konu hans
Mette-Marit.
Forsætisráð-
herra Noregs,
Kjell Magne
Bondevik,
greindi frá
þessu eftir rík-
isstjórnarfund í
gær.
Útlit er fyrir
að drottningum eigi eftir að
fjölga í Evrópu á næstu ára-
tugum og helgast það m.a.
af breyttum erfðareglum en
víða var reglan sú að synirn-
ir gengu fyrir um erfðir.
Þrjár drottningar ríkja nú í
álfunni, Elísabet Englands-
drottning, Margrét Dana-
drottning og Beatrix
Hollandsdrottningar. Til-
vonandi drottningar eru
Viktoría í Svfþjóð og Ingrid
Alexandra í Noregi auk þess
sem Karólína tekur við
furstadæminu í Mónakó að
föður sínum gengnum.
Fæðing prinsessunar
hefur vakið mikinn fögnuð í
Noregi og sýna kannanir að
mun fleiri styðja konung-
dæmið en áður, eða 75%
sem er hækkun um sjö pró-
sentustig frá síðustu könn-
Sveinn Kjarval Hinn eini sanni.
„Ég ernú yfirhöfuð nokkuð ró-
legur og ánægður með lífið,"
segirSveinn Kjarval.„Ætli
manni liggi
Hvað liggur á
ekki mest á
að halda því áfram. Annars
hefur þessi spurning stressað
mig soldið upp og í augna-
blikinu liggur virkilega á að
finna gott svar við henni."
Forstjóri SÍF fær laun í 42 mánuði eftir að hann segir upp að eigin ósk. Stjórnar-
formaður sagði í gær að enginn starfslokasamningur hafi verið gerður en Gunnar
Örn Kristjánsson andmælir því í yfirlýsingu. Starfslokasamningurinn er rúmlega
tvöfalt hærri en sá umdeildi samningur sem Þórarinn V. Þórarinsson fékk þegar
honum var gert að hætta hjá Símanum.
Fser 84 milljóna
starfslokasamning
Gunnar Örn Kristjánsson ffáfarandi forstjóri
SÍF fær full laun greidd fram í ágúst 2007. Hann
greinir frá því í yfirlýsingu að það sé ekki rétt sem
DV hafði eftir Ólafi Ólafssyni stjórnarformanni í
gær að enginn starfslokasamningur hefði verið
gerður. „Gerður var samningur um uppgjör á
ráðningarsamningi mínum. Samkvæmt honum
mun ég þiggja full laun fram til ágústmánaðar árið
2007. Upplýsingar um þetta munu koma fram í
næsta ársreikningi SÍF,“ segir Gunnar í yfirlýsing-
unni.
Með 2 milljónir á mánuði
Gunnar Örn var í tíunda sæti yfir tekjuhæstu
forstjóra á lista Frjálsrar Verslunar fyrir árið 2003.
Hann var með 2 milljón krónur í laun á mánuði
árið 2002 samkvæmt tekjublaði tímaritsins. Því
má reikna starfslokasamninginn upp á að minnsta
kosti 84 milljónir króna. Afar sjaldgæft er að slík
kjör bjóðist starfsmönnum sem segja upp störfum
að eigin ósk. Raunar þekktu sérfræðingar sem DV
ræddi við ekki dæmi um slíkan samning. Gunnar
hefur verið forstjóri SÍF í rúman áratug.
Mikið veður var gert úr því þegar Þórarni V.
Þórarinssyni var sagt upp sem forstjóra Landssím-
ans. Hann fékk 37 milljóna starfslokasamning eða
minna en helming af þeirri upphæð sem Gunnar
Ég vísa því alfaríð á bug, að
eitthvað hafi veríð athugavert
við störfmín við endurskoðun
Tryggingasjóðs lækna meðan
ég gegndi þeim
fær. Munurinn er einnig sá að Þórarni var gert að
hætta og sótti sinn rétt en samkvæmt Gunnari og
Ólafi stjórnarformanni, hættir Gunnar að eigin
ósk. Það virðist því sem Gunnar hafi getað valið
um að vinna áfram eða hirða launin án vinnu-
framlags næstu 42 mánuðina.
Var forstjóri og endurskoðandi á sama
tíma
Gunnar Örn andmælir því harðlega í yfirlýsing-
unni að nokkur tengsl séu á milli uppsagnar hans
og máls sem sé til rannsóknar hjá Efnahagsbrota-
deild Ríkislögreglustjóra. „Uppsögn mín úr for-
stjórastarfinu tengist þessu máli ekki að nokkru
leyti."
Hann viðurkennir að hafa verið kallaður til
skýrslugjafar hjá lögreglunni vegna rannsóknar á
fjárdrætti Lárusar Halldórssonar fyrmm fram-
kvæmdastjóra Tryggingasjóðs lækna. Gunnar árit-
aði reikninga Tryggingasjóðsins á þeim tíma sem
Lárus er grunaður um að hafa dregið sér 80 millj-
ónir króna.
Gunnar endurskoðaði reikninga Trygginga-
sjóðsins í 7 ár eftir að hann tók við erilsömu starfi
forstjóra SÍF. Hann áritaði bókhald Trygginga-
sjóðsins allt til þess að Láms gaf sig fram við lög-
reglu og viðurkenndi tugmilljóna fjárdrátt um ára-
bil. Síðast endurskoðaði Gunnar bókhaldið árið
2000 en það ár var hann valinn Viðskiptamaður
ársins af DV og Stöð 2.
Beitti viðurkenndum aðferðum endur-
skoðenda
„Ég vísa því alfarið á bug, að eitthvað hafi verið
athugavert við störf mín við endurskoðun Trygg-
ingasjóðs lækna meðan ég gegndi þeim. Við þau
störf beitti ég þeim aðferðum, sem almennt er
beitt af endurskoðendum í hliðstæðum störfum.
Tel ég vinnubrögð mín hafa uppfyllt allar kröfúr í
þeim efnum. Eftir því sem ég fæ séð var ekki með
neinni sanngirni unnt að ætlast til að ég sæi í
gegnum þær aðferðir sem notaðar vom til að fela
hinn meinta fjárdrátt," segir Gunnar í yfirlýsing-
unni.
kgb@dv.is
Hæstiréttur þyngdi dóm yfir rúmlega fimmtugum karlmanni fyrir vörslu barnakláms
Átti rúmlega þúsund klámmyndir af börnum
Hæstiréttur dæmdi í gær rúm-
lega fimmtugan karlmann í fjögurra
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir að hafa haft í fórum sínum á
annað þúsund ljósmyndir sem
sýndu börn, á ýmsum aldri, á klám-
fenginn og kynferðislegan hátt.
Margar myndanna voru mjög gróf-
ar og telst brot mannsins vera stór-
fellt.
Hæstiréttur þyngdi þar með
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur en
þar var maðurinn einvörðungu
dæmdur til greiðslu 300 þúsund
króna sektar. Ríkissaksóknari skaut
málinu til Hæstaréttar á síðasta ári
og krafðist þyngri refsingar yfir
manninum. Ákærði krafðist þess
hins vegar að dómurinn yfir sér yrði
ómerktur. Hann reisti þá kröfu sína
á því að rannsókn málsins hefði
verið áfátt; tölvusérfræðingur hefði
ekki verið fenginn að rannsókninni,
hún ekki beinst að hugsanlegri sök
sonar ákærða og fingraför á geisla-
diski, sem fjallað er um í málinu,
hefðu ekki verið rannsökuð. Hæsti-
réttur segir rök ákærða haldlaus.
Upp komst um málið í septem-
ber árið 2002 þegar 26 ára sonur
mannsins gaf sig fram á lögreglu-
stöð í Reykjavík og gaf skýrslu.
Sagðist sonurinn hafa rekist á mjög
gróft barnaklám í tölvu föður síns.
Ákærði neitaði sakargiftum í yfir-
heyrslu hjá lögreglu en í kjölfarið
fór fram húsleit á heimili hans. Við
rannsókn á tölvu ákærða og geisla-
diski kom í ljós að þar var að finna
rúmlega 1200 klámmyndir af börn-
urn og unglingum, svo og myndir
sem sýna samfarir við börn og ung-
linga.
Dómurinn er skilorðsbundinn
til þriggja ára en maðurinn hefur
ekki áður gerst sekur um refsiverða
háttsemi. Maðurinn var auk þess
dæmdur til að greiða allan áfrýjun-
arkostnað vegna málsins, þar með
talin málsvarnarlaun að upphæð
150 þúsund krónur.
Hæstiréttur Við rannsókn á tölvu ákærða
og geisladiski kom í Ijós að þar var aS finnú
rúmlega 1200 klámmyndir af börnum og
unglingum.
,/