Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Síða 23
DV Sport
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004 23
Heldur f vonina Gylfi Gylfason erekki
afbaki dottinn þótt hann sé ekki 115
manna hópnum hjá Guðmundi.
Gylfi Gylfason er ekki af baki dottinn þótt hann sé ekki í 15 manna hópnum
Held í vonina um að fá að vera með
Gylfi Gyli'ason og Gunnar Berg
Viktorsson eru þeir tveir leikmenn
sem Guðmundur landsliðsþjálfari
tilkynnti ekki í leikmannahóp
fslands á EM.
DV, CELJE
Guðmundur
gemr aftur á móti sett sextánda
manninn inn síðar og því er ekki öll
von úti hjá Gunnari og Gylfa um
þátttöku í mótinu. Það var engan
bilbug á strákunum að finna í gær er
þeir æfðu í höilinni í Celje og tóku
vel á, enda þarf að heilla Guðmund
til þess að næla í sextánda sætið.
„Það er allt í lagi að lenda í þessu.
Maður verður bara að taka þessu
eins og maður," sagði Gylfi eftir
æfinguna í gær. „Það á enn eftir að
tilkynna sextánda manninn og
maður heldur því í vonina um að fá
að vera með. Það væri algjör
draumur að fá tækifæri til þess að
taka þátt í einhverjum leikjum
hérna."
Gylfi er á sínu fyrsta stórmóti
með íslenska landsliðinu en þessi 26
ára Vesturbæingur hefur staðið sig
frábærlega með Wilhelmshavener í
vetur og er því að uppskera ríkuiega
með því að vera kominn í
landsliðshópinn.
„Maður hefur aðeins kynnst því
að vera í landsiiðinu í þeim
æfingaleikjum sem ég hef spilað en
það er allt annað að koma á svona
stórmót. Þetta er mikil reynsla fyrir
mig og það er gaman að vera hérna.
Þetta er góður hópur og ailt
jákvætt."
Þegar landsliðsmennimir vom
farnir að teygja eftir æfingu var Gylfi
einn úti á gólfi að taka aukaæfingar
og ljóst að hann ætlar sér að vera
klár ef kallið skyldi koma síðar.
„Það er ekkert annað að gera en
að halda í vonina og maður æfir
bara aðeins meira í staðinn. Getur
farið í ræktina á kvöldin á meðan
hinir leggja sig og svo ef kallið kemur
þá er maður klár í slaginn."
henry@dv.is
Sálfræðingurinn og handknattleiksþjálfarinn Jóhann Ingi Gunnarsson er í landsliðsnefnd HSÍ og hefur
aðstoðað Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara í handknattleik, við að undirbúa leikmenn liðsins
andlega fyrir stórmót undanfarin ár.
Hiigarfario skiptir miklu
máli á móti eins og bessu
Jóhann Ingi Gunnarsson er einn af lykilmönnunum í þjálfarateymi
Guðmundar Guðmundssonar en þessi fyrrverandi handboltaþjálfari og
íþróttasálfræðingur sér um andlegu hliðina hjá strákunum okkar en einnig
er hann formaður landsliðsnefndar. Jóhann Ingi heldur hópfundi og talar
við einstaklinga þegar hann telur þörf á. Það er gaman að fylgjast með Jó-
hanni Inga á æfingum en hann fylgist gaumgæfilega með öllu sem fram fer
og gefur sig síðan á tal við strákana eftir æfingar og gefur góð ráð.
„Þetta er þriðja keppnin sem ég
fer í með landsliðinu og ég hef svolít-
ið séð um andlegu liliðina frá því
Guðmundur tók við," sagði Jóhann
Ingi, spurður
DV, CELJE
hversu lengi
hann hefði staðið í þessu með lands-
liðinu. Jóhann Ingi byrjaði að vinna í
strákunum nokkru i'yrir mót og fór til
að mynda yfir stóm málin á fundi á
Þingvöllum.
„Við höfúm alltaf haft einn stóran
fund og núna var hann á Þingvöllum.
Þetta er hluti af því að byggja upp
ákveðna menningu. Hvað þýðir það
að vera landsliðsmaður? Þar emm
við að leggja áhersiu á að allir beri
ábyrgð, samstöðu og að mönnum líði
vel saman. Jafnframt einbeittir og svo
emm við auðvitað stöðugt að vinna
með markmið og brjóta ís hvað það
varðar." Mennirnir em misjafnir og
það er mismunandi hvað Jóhann
Ingi þarf að vinna með hverjum og
einum.
„Það fer eftir tilfinningunni við
hvern ég tala hverju sinni. Ég tek oft
létt spjall á milli og svo þarf ég líka að
vinna með þeim sem em ekki valdir.
Það virðist oft gleymast að huga að
þeim. Björgvin fór heim núna og ég
spjallaði við hann. Það þarf að herða
menn upp og stappa í þá stálinu því
lífið er ekki alltaf dans á rósum. Það
er líka mótlæti og það þarf að kenna
mönnum að vinna í módæti."
Guðmundur hefur ávallt óskað
efdr því að Jóhann Ingi færi með
landsliðinu á stórmót, enda em
„Mér finnst sjálfum
þetta vera þannig
mót að það sé stutt á
milli feigs og ófeigs,
ólíkt því sem gerist á
HM. Hér má ekkert út
af bregðh."
menn sífellt að verða meðvitaðri um
það hversu miklu máli andlegi hlut-
inn skiptir og Ólafur Stefánsson
þreytist seint á að benda á það. En
ædi Jóhann Ingi sjái árangur af sínu
starfi?
„Það er að minnsta kostí einhver
ástæða fyrir því að ég er alltaf beðinn
um að koma með," segir Jóhann Ingi
og hlær. „Tvímælalaust sé ég árang-
ur. Hann sé ég í einstaklingunum og
hjá hópnum. Það em gríðarlega
margir þættir sem þarf að huga að
þegar verið er að byggja upp af-
rekslið. Helst þarf að sinna hverjum
þætti alveg 100%. Það er einfaldlega
þannig og það er ekkert eitt sem er
mikilvægara en annað. Það er sam-
þættíng allra þessara hluta sem
menn vita að þarf til þess að árangur
náist."
Eins og hjá Kiel
Jóhann Ingi var á sínum tíma
slyngur handboltaþjálfari og þjálfaði
hann meðal annars landsliðið og
þýska stórliðið Kiel á árum áður.
Honum leist vel á íþróttahöllina í
Celje en hann er viss um að íslenska
liðið þarf að eiga stórleiki til þess að
komast áfram f keppninni.
„Þetta er bara svipað og í Kiel.
Það þarf algjöra toppleiki til þess að
komast áfram í svona keppni. Fyrst
og fremst þarf hugarfarið og
spennustigið að vera gott þannig að
menn þurfa að stilla sig vel af. Það
þarf að búa menn undir það að
lenda undir og þá er nauðsynlegt að
halda haus og halda áfram sínum
leik og þá eru möguleikarnir alltaf
íyrir hendi. Mér finnst sjálfum þetta
vera þannig mót að það sé stutt á
milli feigs og ófeigs, ólíkt því sem
gerist á HM. Hér má ekkert út af
bregða og það er staðreynd."
Strákarnir hafa metnað
Undirbúningur landsliðsins
fyrir mótið var mjög góður og já-
kvæður og Jóhann Ingi er á því að
strákarnir eigi að geta gert góða
hluti.
„Mér finnst leikmenn hafa sýnt
það í undirbúningnum að þeir hafi
metnað til þess að gera þetta vel og
ná sem bestum árangri. Það spilar
reyndar inn í undirbúninginn hjá
mér að margir hafa verið að tala
um ólympíuleikana en hafa nánast
gleymt þessu móti. Ég varð því að
ná mönnum niður á jörðina og
koma þeim í skilning um að það sé
þetta mót sem skiptir máli og ég
vona að það hafi tekist," sagði Jó-
hann Ingi Gunnarsson að lokum.
henry@idv.is
Með ráð undir rifi hverju Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari leitar oft ráða hjá Jóhanni Inga Gunnarssyni varðandi andlegu
hliðina á íþróttinni og kemur ekki að tómum kofunum. DV-mynd Pjetur