Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Drengurinn
mikiðveikur
Drengurinn sem sakar
Michael Jackson um kyn-
ferðisofbeldi er mikið veik-
ur. Gavin Arvizo er tólf ára
og hefur þjáðst af krabba-
meini um nokkurt skeið.
Hann hefur gengist undir
margar aðgerðir og hefur
meðal annars misst nýra og
milta vegna sjúkdómsins.
Vitnisburður Arvizos í mál-
inu hefur verið tekinn upp
á myndband sem verður
leikið í réttarhöldunum yflr
Jackson.
Veildndi drengsins eru
talin þyngja róðurinn fyrir
verjendur Jacksons en
hann hefur sem kunnugt er
neitað öllum sakargiftum.
Réttarhöldin fara fram í
næsta mánuði.
Skjaldbökur
í hættu
Á vesturströnd Mexíkó
er einn af fáurn stöðum í
heiminum þar sem svokall-
aðar Golfina skjaldbökur
koma að landi til að verpa
eggjum sínum. Mikið fé
fæst fyrir egg þeirra og því
hafa stjórnvöld áhyggjur af
vopnuðum veiðiþjófum
sem sitja gjarnan um skjald-
bökurnar þegar þær verpa.
Hafa verðir verið gerðir út af
örkinni enda er tegundin í
útrýmingarhættu.
Byssumenn
stela tyggjói
Vopnaðir menn stálu
birgðum af tyggjói í bæn-
um Wadeville, skammt frá
Jóhannesarborg í Suður-
Afríku í gær. Mennirnir
komu gráir fyrir járnum að
vöruhúsinu snemma morg-
uns. Þeir keiluðu starfs-
menn og bundu fyrir augu
þeirra og létu síðan greipar
sópa í vöruhúsinu. Þegar
starfsfólkinu tókst að losna
úr prísundinni var 21 bretti
af Chappies-tyggigúmmíi
horfið en verðmæti þess er
talið nema um milljón
króna.
Páll Skúlason Háskólarektor
Þykir mannasættir og byggja
úriausnir vandamála á
heimspekilegum grunni. Er
hæglátur, kemur vel fyrir og á
því gott með að ávinna sér
traust.
Kostir & Gallar
Það er talinn helsti galli
Háskólarektors að eiga erfitt
með að taka afskarið og
höggva á erfiða hnúta af
ákveðni og festu.
Eitt þúsund síður af 1500 um sögu Stjórnarráðsins frá 1964 verða tilbúnar fyrir 100
ára afmælið. Útgáfan kostar 60 milljónir króna. Það er 50 prósentum meira en upp-
haflega var áætlað. Ritstjórinn segist vera sáttur. Lokabindið er væntanlegt í vor.
Davfð Oddsson Forsætisráðuneytið ákvað árið 2000 aö tíma-
bært væri að skrifa lokakaflana i sögu Stjórnarráðs Islands fyrstu
100 árin frá stofnun þess. Tvö bindi afþremur munu koma út á
réttum tíma, 1. febrúar. Lokabindið, um rikisstjórnir áranna 1983
til 2004, bíður fram til vors.
Fyrstu tvö bindin af sögu stjórnar-
ráðsins 1964 til 2004 verða kynnt við
hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhús-
inu sunnudaginn 1. febrúar. Þá eru 100
ár liðin frá stofnun stjórnarráðsins.
Útgáfa verksins mun kosta um 60
milljónir króna og greiðir forsætisráðu-
neytið reikninginn. Þegar Davíð Odds-
son forsætisráðherra og Björn Bjama-
son, formaður ritnefndar, kynntu hið ________
væntanlega rit á blaðamannafundi í
november anð 2000, var sagt að kostn- Ritstjóri Stjórnarráðsins
aðurinn væri áætlaður 40 milljónir 1964 til 2004 segistsáttur
króna. við hvernig til hefur tekist.
Saga ríkisstjórna og ráðherra
Að sögn Sumarliða ísleifssonar sagnfræðings,
sem ritstýrir verkinu, fjallar fyrsta bindið um upp-
byggingu og starfsemi stjórnarráðsins á umræddu
tímabili - og reyndar lengra aftur í tímann að
hluta. í öðru bindinu sé skráð saga ríkisstjórna
sem sátu á árunum 1964 til 1983.
Sumarliði segir að í vor sé von á
þriðja bindinu þar sem sagt verði frá
þeim ríkisstjórnum sem setið hafa frá
árinu 1983.
„Þó handritið að þeim hluta lægi fyr-
ir er þetta svo umfangsmikið að það var
eiginlega engin glóra í að ætla að koma
því út á sama tíma,“ segir Sumarliði.
Ríkið borgar en Sögufélagið
gefur út
Þrátt fyrir að verkið sé alfarið greitt
úr opinberum sjóðum er það að nafn-
inu til gefið út og dreift af Sögufélaginu
- sem á árinu 1969 gaf einmitt út ritið Stjórnarráð
íslands 1904 til 1964. Það skrifaði Agnar Klemens
Jónsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í forsætis-
ráðuneytinu.
Tvö fyrstu bindi Stjórnarráðsins 1964 til 2002
eru nú í prentun hjá Gutenberg. Samið var við fyr-
irtækið Mál og mynd ehf. um að undirbúning
verksins fyrir prentun.
Selt í forsölu gegn nafnbirtingu
Að sögn Lofts Guttormssonar, forseta Sögufé-
lagsins, hafa hátt í um 500 eintök af ritinu þegar
verið seld í forsölu. Áskrifendur greiði 14.500 krón-
ur og fái nafn sitt skráð í bókina. Loftur segir ríkið
fá helmingi þessa fjár í sinn hlut. í bókabúðum
megi vænta að verkið kosti um 20 þúsund krónur.
I tengslum við útgáfuna verður opnuð heima-
síða, boðað til ráðstefnu og haldin sýning.
Auk Sumarliða ritstjóra skrifa nýju bókina
Ómar Kristmundsson stjórnsýsluffæðingur og
sagnfræðingarnir Ólafur Rastrick, Sigríður Þor-
grímsdóttir og Jakob F. Ásgeirsson.
Ritstjórinn segir aðspurður um það hvernig til
hafi tekist að viðbrögð komi ekki fyrr en bókin sé
komin út. „En ég læt ekkert frá mér fara nema ég
sé sæmilega sáttur," segir Sumarliði.
gar@dv.is
Saksóknari á Bretlandi vill rannsaka 258 mál er varða óútskýrðan ungbarnadauða
Hundruð breskra foreldra, sem
hafa verið fundnir sekir urn að
myrða börn sín, eygja nú von um að
dómum yfir þeim verði hnekkt.
Embætti ríkissaksóknara á Bretlandi
hefur ákveðið að öll sakamál sem
tengjast óútskýrðum dauða verði
endurskoðuð. Það er mat ríkissak-
sóknara að foreldrar hafi í einhverj-
um tilvikum verið ranglega dæmdir
og sakfelling ekki byggð á traustum
grunni. Á síðastliðnum áratug hafa
258 foreldrar verið dæmdir til refs-
ingar fyrir að hafa banað börnum
yngri en tveggja ára. Nú sitja 54 for-
eldrar í breskum fangelsum vegna
slíkra mála. Málin munu öll fá svo-
kallaða flýtimeðferð innan dóms-
kerfisins.
Þá verða mál fimmtán foreldra
sem nú bíða réttarhalda vegna hugs-
anlegs vöggudauða jafnframt tekin
til endurskoðunar. Ákvörðun sak-
sóknara nú kemur beint í kjölfar
þess að Angela Canning var sýknuð í
s.íðasta mánuði en hún hafði áður
verið dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir
Sally Clark Sýknuð fyrir ári. Henni var gefið
að sök að hafa banað tveimur sonum; með
þvi að kæfa annan þeirra og hrista hinn.
Krufningarskýrslur leiddu ekki til annars en
að um vöggudauða væri að ræða.
að bana tveimur sonum sínum.
Áfrýjunardómstóll mat það svo
að ný gögn í málinu bendi til þess að
drengirnir tveir kunni að hafa dáið
vöggudauða. Sjálf hélt Cannings
alltaf fram sakleysi sínu. Henni var
gefið að sök að hafa kæft sjö vikna
son sinn árið 1991 og 18 vikna gaml-
an son árið 1999, þrátt fyrir að
krufningarskýrslur bentu ekki til
Angela Canning Var sýknuð ísiðasta mánuði en hafði áður verið dæmd ilifstíðarfangelsi
fyrirað bana sonum sinum tveimur.
þess að drengirnir hefðu kafnað.
Einn dómaranna í áfrýjunardóm-
stólnum segir ekki stætt á því að
ákæra foreldra fyrir morð ef sérfræð-
ingar eru ekki sammála um dánar-
orsökina. Talið er að mál Angelu
Cannings hafi fordæmisgildi í mál-
unum sem nú verða endurskoðuð,
svo og í málum sem kunna að koma
inn á borð í dómskerfinu.