Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Side 31
DV Síðast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004 31
X J
í hita leiksins Guðjón Sigvaldason, kynnir kvöldsins, hafði i nógu að snúast.
Stuðmaður á Næsta bar Meðal flytjenda var Tómas Tómasson bassaleikari Stuð-
manna.
hvor annan í bundnu máli og var
Hálfdán kynntur til sögunnar á eftir-
farandi hátt af Steindóri:
Hann er sláni hávaxinn,
heimskur kjáni og tregur.
Heitir Dáni hálfvitinn,
heldur bjánalegur.
Og Hálfdán svarar fyrir sig:
Háriö Steindór hylur vel,
hefur reyndar skalla,
hálfa greind íhöfuðskel
sem hylur leynda galla.
Bálkurinn Næsti bar
Og hér fylgir með til gamans það
sem telja verður „hit" kvöldsins, níð-
bálkurinn Næsti bar eftir Steindór:
Kveða níð um Næsta bar
núna síðast vildi.
Staðinn prýða pervertar
er páfinn hýða skyldi.
Frá þeim Ingi aurasál
óbeint þvingar kaupið,
beitir slyngur bús ískál,
banvænt klingir staupið.
Mikið eykur auðinn sinn,
aldrei skeika hrekkir,
meðan leikhúslýðurinn
lífi veiku drekkir.
Vesalingar halda hér
heimskuþing með ræðum.
Loðið Inga eðlið fer
eftir kringumstæðum
Marga teymir frelsi frá,
frændskap gleyma tekur.
Verðiþeim svo eitthvað á,
afturheim þá rekur.
Birtist þar ímuna mér,
mighann var að ginna.
Nei, ég bara núna fer
næsta bar að fínna.
fri@dv.is
„Djöfulsins dónaskapur er þetta,"
segir einn af gestunum í miðjum
flutningi á mögnuðu klámkvæði á
Næsta bar sl. miðvikudagskvöld. Við-
komandi virðist hafa villst inn á stað-
inn þótt rækilega hafi verið auglýst að
þar færi fram þjóðaríþróttarkvöld
með níð- og neðanbeltisvísum að
fomum sið.
Þéttvaxinn dyravörðurinn heilsar
kurteislega er ég renni mér við á
barnum í upphafi kvöldsins. Bekkur-
inn er þétt setinn, kertaljós á borðum
og hæfilegur mökkur af tóbaksreyk
líður um loftið. Brátt er ég kominn í
djúpar samræður við vertinn, Guð-
mund Inga, og nokkra áhugamenn
um góðar klámvísur. Umræðuefnið
er hvort tU sé klámfengin útgáfa af
þjóðsöng vomm, samin af Kristjáni
Eldjám, fyrrum forseta landsins.
Mun það hafa verið ætlunin að fá
Andreu Gylfadóttur söngkonu til að
flytja þann söng í upphafi kvöldsins.
„Það er magnað að geta ekki fund-
ið þetta. Það em svo margir sem
segjast hafa séð þessa klámútgáfu af
þjóðsöngnum en hann virðist hvergi
til á prenti né skrifaður," segir Guð-
mundur Ingi. Borðfélagar hans kinka
spekingslega koUi og umræðan snýst
um þá miklu vinnu sem lögð hefur
verið í að hafa uppi á klámútgáfunni.
Fram kemur m.a. að haft hafi verið
samband við Þórarin Eldjárn, son
Kristjáns, en hann komið af fjöllum
hvað erindið varðaði. Kvað Þórarinn
með ólíkindum að þessi útgáfa væri
tU því ekkert hefði verið minnst á slflct
í hinum sögufrægu forsetakosning-
um á sjöunda áratugnum. Vom þó
klámvísur sem Kristján orti óspart
„Það er magnað að
geta ekki fundið
þetta. Það eru svo
margir sem segjast
hafa séð þessa klám-
útgáfu afþjóðsöngn-
um en hann virðist
hvergi til á prenti né
skrifaður."
notaðar gegn honum í kosninga-
bráttunni af stuðningsmönnum
Gunnars Thoroddsens. Einnig segir
Guðmundur irigi að haft hafi verið
samband við m.a. ýmsa fræðimenn,
frænkur og ömmur víða um land.
En brátt er komið að íyrstu uppá-
komu kvöldsins. Kynnir er Guðjón
Sigvaldason leikstjóri sem hefur leUc-
inn á léttu klámi, auk þess sem hann
flytur eina, tvær stökur milli atriða.
Stjörnur kvöldsins
Að öðrum flytjendum ólöstuð-
um verður að telja þá Steindór And-
ersen og Hálfdán Theodórsson
stjörnur kvöldsins fyrir snoturlega
samdar stökur. Aðrir sem fram
komu voru Heiðrún Hallgrímsdóttir,
Tómas Tómasson, Birna Þórðar-
dóttir, Lísa Pálsdóttir & Björgúlfur
Egilsson, Guðrún Eva Mínervudótt-
ir, Hulda Vilhjámsdóttir og Ingi Rafn
Hauksson.
Þeir Steindór og Hálfdán kynntu