Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAOUR 23. JANÚAR 2004 Sport DV Heimsmeistarar undir pressu Heimsmeistarar Króatíu, sem slógu í gegn á HM í Portúgal á síðasta ári, eru undir mikilli pressu á EM í Slóveníu og þjálfari liðsins, Lino Cervar, segir að það sé ekki sjálfsagt að liðið nái jafngóðum árangri núna. „Það er mikil pressa á mín- um mönnum. Við höfum undirbúið okkur vel en það þarf líka heppni til að vinna keppni eins og EM því að engin af þátttökuþjóðunum er léleg," sagði Cervar. Kró- atar, sem leika í B-riðli í Ljubljana ásamt Dönum, Spánverjum og Portú- gölum, munu fá mikinn stuðning frá sínu fólki og er fastlega búist við því að hátt á annað þúsund Kró- atar muni keyra til Ljubl- jana til að styðja við bakið á sínum mönnum. „Við þurfum allan þann stuðning sem við getum fengið því að riðillinn sem við erum í er gífurlega sterkur," sagði Cervar. Svíar unnu þrisvar í röð Svíar hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót; árið 1998 á I'talíu, árið 2000 í Króatíu og árið 2002 á heimavelli í Svíþjóð. Þeir mættu Þjóðverjum í mögn- uðum úrslitaleik í Globen í Stokkhólmi fyrir tveimur árum og unnu þá nauman sigur, 33-31, eftir framleng- ingu en löglegt mark var dæmt af Þjóðverjum undir lok venjulegs leiktíma. Margar þjóðir sterkar Heiner Brand, þjálfari þýska landsliðsins í hand- knatdeik, vill ekki meina að hans lið sé sigurstranglegt þrátt fyrir að það hafl lent í öðru sæti, bæði á EM 2002 og HM 2003. „Það eru margar sterkar þjóðir og ég nefni sem dæmi Spán, Frakkland og Svíþjóð sem geta öll unnið mótið. Það vantar nokkra lykilmenn hjá okkur en við höfum fengið Daniel Stephan aftur, sem er gott." Stríðsmaður af guðs náð Sænski handknattleikskappinn Staffan Olsson hefur átt frábæran feril, bæði með sænska landsliðinu og þýska stórliðinu Kiel. Hann ætlar sér að hætta eftir ólympíuleikana i Aþenu, að þvi gefnu að Sviarnir komist þangað. Reuters Handknattleikskappinn StaíFan Olsson hefur aldrei verið sérlega vinsæll hér á landi enda veigamikill í sænsku liði sem hefur haft með eindæmum gott tak á íslendingum í áranna rás. Olsson ætlar sér að hætta með sænska landsliðinu í haust - eftir að hann er búinn að vinna ólympíugull í Aþenu með liðinu. Næstsíðasta stríðið Sænski handknattleikskappinn Staffan Olsson, sem er 39 ára, hafði spilað á fimmtán stórmótum, spilað 350 landsleiki og skorað í þeim 835 mörk fyrir leikinn gegn Úkraínu f gærkvöld. Olsson er þó ekki á þeim buxunum að hætta og segir í viðtali við sænska Aftonbladet að hann ætli sér ekki að hætta fyrr en eftir ólympíuleikana í Aþenu í sumar. Svíar eiga þó eftir að tryggja sér sæti á ólympíuleikunum og það verður enginn hægðarleikur. Liðið þarf að ná bestum árangri af þeim níu þjóðum á EM sem hafa ekki STAFFAN OLSSON Félag; Hammarby Fæddur: 26. mars 1964 Hæð/þyngd: 199 cm/99 kg Landsleikir/mörk: 350/835 Fyrsti landsleikur: 1986 Verðlaun með landsliðinu: 1. sæti á HM 1990, 3. sæti á HM 1993,1. sæti á EM 1994, 3. sæti á HM 1995,2. sæti á ÓL 1996,2. sæti á HM 1997, 1. sæti á EM 1998, l.sætiáHM 1999,1. sæti á EM 2000,2. sæti á ÓL 2000, l.sætiáEM 2002. tryggt sér þátttökurétt en leikarnir verða þeir síðustu sem Bengt Johansson, hinn sigursæli þjálfari Svía, stýrir liðinu, að því gefnu að liðið tryggi sér farseðilinn á ólympíuleikana. Staffan Olsson hefur lýst því yfir að þetta Evrópumót sé næstsíðasta stórmótið sem hann tekur þátt í með sænska landsliðinu. Hann ætlar sér á ólympíuleikana, enda er það eina gullið sem hann á eftir að vinna með landsliðinu á sínum ferli - þrír úrslitaleikir, þrjú silfur er uppskeran hingað til. Einfaldasta leiðin að vinna „Einfaldasta leiðin til að tryggja sér sæti á ólympíuleikunum er að vinna gullið hér á EM í Slóveníu; í það minnsta stærðfræðilega ein- faldast," sagði Olsson. „Ég held að flestir vonist eftir gulli eins og venjulega en samt er höfuðáherslan lögð á að tryggja okkur sætið á ólympíuleikana. Það hefði átt að vera auðvelt að klára landsliðsferilinn á ólympíuleik- unum og reyna að ná í gull þar en í staðinn er þvílík pressa á okkur. Ef við komumst ekki á ólympíuleikana hætti ég eftir EM. Ég trúi samt ekki öðru en að okkur takist að komast til Aþenu, annars myndum við bregðast sjálfum okkur illilega. Þetta verður því næstsíðasta stríðið hjá mér. Það síðasta verður í Aþenu." Ekkert sjálfstraust í Portúgal Sænska liðið olli miklum von- brigðum á heimsmeistaramótinu í Portúgal í fyrra en Olsson segir að það sé ekki hægt að líkja ástandinu núna við hvernig það var fyrir ári. „Við höfðurn ekkert sjálfstraust í Portúgal. Við höfðum tapað mörgum leikjum fyrir keppnina og nokkrir af leikmönnum liðsins, þar á meðal ég, vom nýstignir upp úr meiðslum. Við lærðum mikið á þessari keppni og komum sterkari til leiks nú. Sjálfstraustið í liðinu er mikið og flestir leikmennirnir eru í miklu betra formi," sagði Olsson. Arftaki kominn fram Olsson býst við að spila minna á „Einfaldasta leiðin til að tryggja sér sæti á ólympíuleikunum er að vinna gullið hér á EM í Slóveníu; í það minnsta stærðfræði- lega einfaldast." þessu móti heldur en hann hefur gert á undanfömum stórmótum því að vinstrihandarskyttan Kim Andersson, sem skoraði sjö mörk gegn íslendingum um síðustu helgi, er kominn fram í sviðsljósið sem arftaki Olssons, í það minnsta í sóknarleiknum. „Ég veit að ég mun spila minna heldur en venjulega en ég sætti mig við það. Auðvitað vil ég spila allan tímann en ég verð að skilja að ég er að verða fertugur og að það er kominn tími til að láta stöðuna af hendi. Hungrið er samt til staðar, það hverfur aldrei nokkurn tíma," sagði Olsson. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.