Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004 Sport DV Leikmenn styðja Leeds Leikmenn Leeds segja það ekki rétt að þeir hafl neitað að samþykkja launa- lækkun til að bjarga félaginu frá því að fara í greiðslu- stöðvun og segja að viðræður við forráðamenn félagsins séu enn í fullum gangi. Leikmennirnir gáfu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að þeir stæðu allir sem einn þétt við bakið á Trevor Birch, stjórnarformanni félagsins, sem vinnur hörðum hönd- um að því að endurfjár- magna lán félagsins og bjarga rekstiinum fram til loka tímabilsins. „Við höfum lesið margar fréttir í fjölmiðlum um að við höf- um neitað að taka launa- lækkun og þær eru rangar. Við stöndum saman og munum vinna með félaginu að því að rétta fjárhaginn við,“ segir í yfirlýsingunni. Kannski eins gott því að stuðningsmenn Leeds voru ekki par hrifnir þegar fréttist að leikmenn hefðu neitað að lækka launin. Ljubicic áfram hjá Keflavík Zoran Daníel Ljubicic, sem verið hefur fyrirliði Keflavíkur undanfairn ár, hefur framlengt samning sinn við féalgið um eitt ár og mun leika með nýliðunum í Landsbankadeildinni á komandi tímabili. Zoran Daníel, sem er 37 ára gam - ail, lék alla leiki Keflavíkur í i. deildinni síðasta sumar og skoraði eitt mark. Keflvíkingar mæta franska liðinu Dijon í öðrum leik liðanna i 32-liða úrslitum Bikarkeppni Evrópu i Keflavík í kvöld. Keflvíkingar töpuðu fyrsta leiknum með tólf stiga mun en Falur Harðarson, þjálfari liðsins, er bjartsýnn og trúir á sigur. Keflvíkingar mæta franska liðinu Dijon í öðrum leik liðanna í 32-iiða úrslitum Bikarkeppni Evrópu í körfuknattfeik í Keflavík í kvöld og þurfa að sigra tii að fá fram þriðja ieikinn f Frakklandi næst- komandi miðvikudag. Frakkarnir unnu fyrsta ieikinn, 104-92, á þriðjudag en Falur Harðarson, annar þjáifara Keflavíkur, er bjartsýnn og trúir því að sfnir menn geti unnið Frakkana á heimavelli. „Þessi leikur leggst alveg rosalega vel í mig og alveg ljóst að hann er einn af stærri leikjum sem við höfum spilað í gegnum tfðina. Við eigum möguleika á því að komast í 16-liða úrslit keppninnar og ég held að það sé betri árangur heldur en nokkurn hefði órað fyrir þegar við lögðum af stað síðastliðið haust. Við höfum alla burði til að vinna þetta lið á heimavelli en til þess að það geti gerst þá þurfum við eiga toppleik og þurfum troðfullt hús af fólki. Við verðum að fá sjötta manninn í lið með okkur á morgun - annars eigum við ekki möguleika," sagði Falur en hann verður ekki með í leiknum, er ekki búinn að jafna sig eftir speglun sem hann gekkst undir fyrir viku. Slæm byrjun gerði útslagið Falur sagði að slæm byrjun í leiknum í Frakklandi hefði gert útslagið en heimamenn gerðu tfu fyrstu stigin í leiknum. „Þetta lið er alls ekki óvinnandi vígi en það skal þó viðurkennast að þeir eru með virkilega gott lið og það besta sem við höfum mætt í keppninni til þessa. Þeir hafa miðherja frá Georgíu sem er stór og illviðráðanlegur í sókninni. Ámóti kom að hann réð ekkert við Derrick Allen varnarlega. Við náðum að „Við verðum að fá sjötta manninn í lið með okkur á morgun Stuðningurinn mikilvægur Keflvíkingar verða að fá mikinn stuðning frá áhorfendum á morgun tii að eiga möguleika gegn Dijon. stoppa hann þegar við fórum í svæðisvörn en á fyrstu mínútum leiksins þegar Frakkarnir lögðu grunninn að sigrinum spiluðum við maður á mann vörn sem gekk engan veginn. Ég hef trú á því að við munum leggja upp með svæðisvörn á morgun en það verður gaman aðsjá hvort franski þjálfarinn verður með einhverja lausn á henni í pokahorninu. Annars verðum við við að hitta betur úr skotunum fyrir utan til að þetta gangi upp en við höfum ekki verið að hitta vel úr þeim í undanförnum leikjum. Ég endurtek hins vegar að við þurfum toppleik og mikinn stuðning áhorfenda til að vinna leikinn. Ef það gengur upp þá er ég rnjög bjartsýnn og ég lofa því að við mætum ekki til leiks með neina minnimáttarkennd,“ sagði Falur. oskar@dv.is Árni Gautur Arason hjá Manchester City Bjartsýnn á að spila Svo gæti farið að Ámi Gautur Arason standi í marki Manchester City á sunnudaginn þegar liðið mætir Tottenham í enska bikamum en aðalmarkvörður liðsins, David James, má ekki spila þann leik þar sem hann hefur spilað með West Ham í keppninni. Ámi Gautur sagði í samtali við DV Sport í gær að hann væri bjartsýnn á að fá að spila leikinn en áréttaði þó að það hefði ekki verið ákveðið. „Ég geri mér þokklegar vonir um að fá að spila leikinn. Eg er kannski ekki í frábæru leikformi en ég hef svo sem spilað áður án þess að vera í mikilli leikæfingu. Mér hefur gengið vel á æfingum að undanförnu og formið er allt að koma. Það væri alveg frábært að fá að spila þennan leik enda vonast ég til að geta nýtt mér öll þau tækifæri sem ég fæ. Ég hef stuttan tfma hérna til að sanna mig og verð að nýta hann vel,“ sagði Árni Gautur. Hann berst við danska markvörðinn Kevin Stuhr Ellegaard um stöðuna en sá danski hefur spilað einn leik með liðinu á þessu tímabiii, gegn Portsmouth þar sem liðið tapaði, 4-2. Jóhann B. Guðmundsson gengur líklega til liðs við Örgryte á næstu dögum Miles til Portland NBA-liðin Cleveland Cavaliers og Portland Trailblazers skiptu í gær á leikmönnum. Portland fékk framherjann Darius Miles frá Cleveland en þurfti að láta bakvörðinn Jeff Mc- Innes og miðherjann Ruben Boumtje-Boumtje í staðinn. Miles skoraði 9,1 stig að meðaltali fyrir Cleveland en átti í vandræðum með að mæta á réttum tíma á æfingar. Búinn að senda gagntilboð Flest bendir til þess að Jóhann B. Guðmundsson gangi til liðs við sænska liðið Örgryte á næstu dögum. Jóhann B. fékk tilboð frá sænska liðinu í gær og sendi þeim gagntilboð hið snarasta. Hann sagði í samtali við DV Sport í gær að það bæri ekki mikið á milli og að hann ætti ekki von á því öðru en að gengið yrði frá samningum fljótlega á milli hans og sænska liðsins og Óiafur Garðarsson, umboðsmaður hans, var sama sinnis. „Ég er búinn að fá tilboð en mér fannst það ekki alveg nógu gott. Þeir vilja semja við mig til þriggja ára en mér finnst nóg að vera þarna í tvö ár til að byrja með auk þess sem ég ætla ekki að fara til Svíþjóðar fyrir smáaura. Það ber hins vegar ekkert sérstaklega mikið á milii og ég á ekki von á öðru en að við náum saman á næstu dögum - annað kæmi mér mjög á óvart," sagði Jóhann B. Guðmundsson í samtali við DV Sport í gær. Spennandi kostur Hann sagði jafnframt að Örgryte, sem hafnaði í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili væri mjög spennandi kostur. „Þetta virðist vera mjög gott félag og þótt það séu kannski ekki alveg JÓHANN B. GUÐMUNDSSON 1993 Víöir 8/1 1994-1997 Keflavík 49/13 1998-2000 Watford 24/2 2001-2003 Lyn 63/9 A-landsleikir 7/0 U-21 landsieikir 11/5 U-19 landsleikir 10/1 U-17 landsleikir 2/0 jafnmiklir peningar í spilinu í Svíþjóð og í Noregi þá held ég að ég að sé betur staddur knattspyrnulega þarna. Sænska deildin er spennandi og væntanlega skemmtilegri því að þar er í það minnsta möguleiki á því að verða meistari. í Noregi ber Rosenborg ægishjálm yfir önnur lið og það er eiginlega ekki að neinu öðru en öðru sætinu að stefna fyrir önnur lið," sagði Jóhann. Gæti endað heima Jóhann B. er án félags eftir að samningur hans við norska úrvalsdeildarliðið Lyn rann út um áramótin og hann er því án félags eins og er. Aðspurður um hvað hann myndi gera ef hann gengi ekki til liðs við Örgryte þá sagðist hann ekki hafa nein járn í eldinum. „Það gæti vel verið að ég endi bara með því að spila hérna heima. Ég get ekki verið lengi án félags en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann B. Guðmundsson. Til Örgryte Jóhann B. Guðmundsson á i samnignaviðræðum við sænska iiðið Örgryte þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.