Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Blaðsíða 14
7 4 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004 Fréttir DV Það var enginn annar en Guðjón Guðmundsson sem ljóstraði upp um fund þeirra Davíðs og Jóns Ásgeirs. Það að íþróttafréttamaður komi fram með frétt - er kannski frétt í sjálfu sér! Gaupi á tröppum Stjórnarré&sins. „Þad var hérna sem ég sá hanní" DV-mynd Róbert Hasar á skjánum h h • ^ r-*9S t': . M !jt\ f 'JSR w \i iw J 1 Iþessari myndasyrpu, sem DV birtir hér með góðfústegu leyfi Stöðvar tvö, má sjá hina æsispennandi atburðarás þegar haukurinn Haukur Hólm eltir uppi bráð sína, Jón Ásgeir. Hann fer á flug, með mikrófóninn á lofti. Frakkalöfin flaksast um kálfana og vantar bara hinn dæmigerða blaðamannahatt. Svona eiga blaðamenn að vera. Uppi i glugga fylgist Davið með atgangin- um. Við hvern er hann að tala ísima? Náði þér! „Óneitanlega kitlar að söðla um. Fara í frétta- hasarinn. En ég get ómögulega tekið undir þá skoðun að íþróttirnar séu „non event". Jú, ætli ég haldi mig ekki bara við íþróttirnar og vona að Baugur færi mér og þjóðinni meiri kjarabætur á komandi árum,“ segir Guðjón Guðmundsson ,betur þekktur sem íþróttafréttamaðurinn Gaupi. Samsæriskenningar byggðar á sandi Hann datt óvænt í lilutverk fréttahauksins þegar hann varð vitni að því sem síðar reyndist stórfrétt. Það var sem sagt hann sem var upphaf (en þó ekki endir) þess að fréttastofa Stöðvar 2 skúbbaði með frétt sína á föstudagskvöld um fund þeirra Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns. Eftir að fréttin birtist hafa hins vegar samsæris- kenningarnar grasserað. „Já, ég fór að efast um að ég hefði séð þetta í raun og veru. Á RÚV voru menn að velta sér upp úr þessu og einhverjir al- þingismenn þóttust sjá þarna augljós merki þess að Jón Ásgeir hefði sjáifur látið Stöð 2 vita - vegna eignarhaldsins, sjáðu. í framhaldinu fór ég að velta því fyrir mér hvers konar fólk þetta væri eig- inlega sem situr á þingi? Og hvers konar þjóðfélag er þetta? Að láta sér detta í hug að viðskiptajöfur á „Mér varð svo skemmt þegar ég sá Hauk vin minn Hólm elta Jón Ásgeir niður tröppur Stjórnarráðsins. Ég sá þá að éghafði hitt beint í mark, enda stórfrétt í Ijósi þess sem á undan var gengið borð við Jón Ásgeir fari að segja frá því sérstaklega að hann sé á leið til fundar við Davíð! Hvernig dettur nokkrum þeim sem ekki má teljast skyni skroppinn slík vitleysa í hug?“ Sá í hnakkanná honum Gaupa fannst þetta skemmtilegt sjálfum en hann var í vaktafríi og að sækja eiginkonu sína á föstudaginn. í tilefni þess fengu þau sér bíltúr nið- ur Laugaveginn. Þar sem þau eru stopp á ljósum sér Gaupi í hnakkann á Jóni Ásgeiri. „Sé þennan myndarpilt ganga léttum skrefum niður Hverfis- götuna. Taldi fyrst að hann væri á leið til að fá sér hressingu á Hótel 101. En svo gengur hann til vinstri inn Lækjargötuna, vel til fara, og stikar upp tröppur Stjórnarráðsins með skjalamöppu í hönd.“ Gaupi sá þá strax fréttapunktinn og hringdi í Þór Jónsson vaktstjóra og tilkynnti honum þetta. „Mér varð svo skemmt þegar ég sá Hauk vin minn I lólm elta Jón Ásgeir niður tröppur Stjórnarráðs- ins. Ég sá þá að ég hafði hitt beint í mark, enda stórfrétt í ljósi þess sem á undan var gengið." En hvað gerðist á fundinum? Að endingu má geta þess að ekki hefur verið nokkur leið að fá það upp gefið hvað þeim fór á milli á fundinum, eða hvort þeir hafi borið klæði á vopnin eftir harðar og hvassar deilur á opinberum vettvangi. í viðtali við fréttahaukinn Hauk þvertók Jón Ásgeir fyrir að frekari fundahöld þeirra væru fyrirhuguð. En eins og fram komi í DV í gær vakti það óneitanlega athygli að Jón Ásgeir og Davíð eru nú staddir samtímis í London. Opinberlega vill hvorugur aðilinn gangast við því að unt heilt hafi gróið né hvort væringar þeirra á milli hafl hreinlega vaxið. jakob@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.