Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Side 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAFTAHLÍÐ24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5SOSOOO
• Bóndadagurinn verður haldinn
hátíðlegur á veitingastaðnum Við
Tjömina í kvöld. Þar ætlar Megas
að troða upp í bland við gellur,
tindabikkjuhala og bóndadóttur
með blæju, sem em meðal rétta á
matseðli sem Rúnar Marvinsson
matreiðslumeistari galdrar fram.
Auk Megasar koma þarna fram
dúettinn Súkkat og svo Puntstráin
sem í em Gísli Víkingsson, eigin-
maður Guðrúnar ögmundsdóttur
alþingiskonu, félagamir í Súkkat,
Megas sjálfur og svo Rúnar kokk-
ur sem snúið hefur aftur f eldhús-
ið við Tjörnina eftir langa fjarveru.
Ædar hann að taka við staðnum á
ný og byrja á því að
minnka hann um
helming með því að
loka efri hæðinni. Eða
eins og hann segir
sjálfur: „Betra að
vera með lítinn
stað fullan en stór-
an hálffullan.“
dansao viö alla
„Þetta var frábært. Forsetinn sagði að
nú hefði verið brotið blað í sögu forseta-
embættisins með því að leika tækjamús-
ík í veislu á Bessastöðum," segir Viðar
Hákon Gíslason, bassaleikari í Trabant,
en hljómsveitin var fengin til að leika í
veislu þar til heiðurs myndlistarmannin-
um Ólafi Elíassyni um síðustu helgi. Lék
Trabant á annarri hæð Bessastaða og
það ekki einu sinni heldur tvisvar. „Við
vorum beðnir að spila aftur eftir desert-
inn og þá byrjaði fólk að dansa.“
Viðar Hákon segir að Dorrit forsetafrú
haft ekki látið sitt eftir liggja í dansinum.
Hún hafi dansað við alla á gljáfægðu gólfi
Bessastaða enda ekki verið hægt að
greina hver dansaði við hvern: „Ég sá for-
setann hins vegar ekki dansa. Ég held að
Ólafur Ragnar dansi ekki - tough guys
don’t dance eins og sagt er. En þarna var
nóg af fólki; erlendir listfræðingar, vinir
Ólafs Elíassonar, myndlistarmenn og
Baltasar Kormákur og frú,“ segir Viðar í
Trabant. Og þarna voru fleiri: Norman
Foster, einn þekktasti arkitekt heims,
sem teiknaði til að mynda brúna yfir
Thames við Tate Modern-safnið í
London og „Eggið“ f fjármálahverfi borg-
arinnar. Þá var þarna líka Francesca bar-
ónessa af Thyssen-Bornemisza, eigin-
kona Karls von Habsburg, erftngja Habs-
borgaraveldisins í Austurríki. Við allt
þetta fólk og fleiri til dansaði Dorrit og
skemmti sér hið besta við undirleik
Trabant.
„Þessu lauk öllu fyrir miðnætti eins og
vera ber og fór þá hver á sinn bar í höfuð-
borginni eins og venja er," segir Viðar
Hákon en á Bessastaðaballinu kom að
máli við hljómsveitarmeðlimi maður
sem vildi fá þá til að leika á Mozart-hátíð
í Salzburg í sumar. Það mál er í athugun
eins og annað sem gerðist á þessu ein-
stæða balli. Trabant tók tónlistina upp
og hyggst gefa út á diski undir nafninu
„Trabant á Bessastöðum".
Trabant á Bessastöðum Frægasti arkitekt heims og austurrísk barónessa á
dansgólfinu.
Hant á Bessastööum Dorrit
Samfylkingardagar
í Háskóla tslands!
Menntasokn
eða skólagjöld?
Opinn fundur í stofu 101 í Odda í dag, föstudaginn 23. janúar kl. 12.00, um framtíð háskóiastigsins.
Ávörp:
• Björgvin G. Sigurðsson og Mörður Árnason, þingmenn samfylkingarinnar.
• Davíð Gunnarsson, formaður SHÍ og fulltrúi Vöku.
• valgerður B. Eggertsdóttir, Röskvu.
• Þórólfur Þórlindsson, formaður Félags háskólakennara.
Fundarstjóri: Katrín Júlíusdóttir.
Allir áhugasamir hvattir til að mæta á fundinn í Odda!
Samfylkingin