Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Frítt til Japans Akureyrarbær auglýsir eftir tveimur þátttakend- um á aldrinum 15-18 ára til að irngt fólk víðs vegar af norðurslóðum heimsins til að fræðast og ræða umhverfismál frá ýms- um hliðum. Búist er við fleiri umsóknum en hægt verður að sinna. Nýr krani Keyptur hefúr verið nýr krani á Fiskiðjubryggj- una við Raufarhafnar- höfn. Gamli kraninn, sem hafði þjónað sjó- mönnum dyggilega í yfir 15 ár, var orðinn vara- samur. Bremsan var alltaf í ólagi og var örygg- iseftirlitið farið að gera athugasemdir. Einnig höfðu trillusjómenn kvartað um að gamli kraninn næði ekki ofan í lestarnar á sumum bát- unum. Nýi kraninn er frá Gróttu ehf. Bóman er 7 metrar. taka þátt í um- hverfisþingi ungs fólks í Sapporo í Japan í ágúst. Á þingið kemur Súða-sund Isafjarðarbær hefur fall- ist á að grunnskóli Súða- víkur fái úthlutað jafii- mörgum tímum í Sund- höllinni á ísafirði og í fyrra. Skólinn óskaði eft- ir að fá fjórum sinnum z fjörutíu mínútur í viku o hverri - og fékk. “ Sorpfrétt í ljósi þess að útboð á sorphirðu á Suðumesj- um reyndist verulega ódýrara en áætlanir gerðu ráð fyrir hefur bæjar- stjómin í Garði sam- þykkt að sorphirðu- gjald verði lækkað úr kr. 6.500 íkr. 4.900. Þetta var samþykkt samhljóða á fúndi, íbúum til ánægju. «o nj E E fO <v o> U) o o> Borað eftir vatni Borað hefur verið eftir heitu vatni við bæ- inn Sléttu í Reyðar- firði að undanfömu. Hafa menn komið niður á heitavatns- æð og em vongóðir um framhaldið. Lítið er um heitt vatn á Aust- fjörðum og í Reyðarfirði hefur hingað til einungis fundist heitt vatn við bæ- inn Áreyjar, sem er í botni fjarðarins. Hefur það helst verið notað í heitan pott á hlaðinu. Hjartadrottningin Hirðspil hjartadrottningarinnar í Undralandi reyna að telja Lísum landsins trú um, að eðlilega hafi verið staðið að krokketi ríkisráðsfundarins fá- heyrða. Fer þar fremst Morgunblaðið, sem að gömlum sið er jafn hlutdrægt í forsíðufrétta- fyrirsögnum og það er sannfært í leiðurum. Hjartadrottningin fer að venju á kostum. Hún hefur breytt hirðsiðabókinni á þann hátt, að nú er ekki lengur talað um hæstvirt- an forseta fslands, heldur blessaðan forset- ann. Ekki er reynt að leyna fyrirlitningunni á persónunni, sem gegnir æðsta embætti Undralands og skyggir því á drottninguna. Með krokketinu hefur hjartadrotmingin rækilega náð sér niðri á forsetanum, sem ekki hafði kært sig um að taka þátt í innansveitar- hátíð Sjálfstæðisflokksins til minningar um fyrsta ráðherrann, þann sem drottningin tel- ur endurfæddan í sér. Hirðspilin hrópa í kór: Forsetinn er á skíðum. Sumir eru á skíðum, kolkrabbinn í golfi og aðrir í krokketi, þar sem leikreglum er breytt eftir dyntum drottningarinnar í Undralandi. Ekki virðist sjáanlegur neinn valdamaður, sem geti með virðulegum og óhlutdrægum sóma haldið upp á aldarafmæli heimastjórn- ar á Islandi og fyrsta ráðherrans. Hirðspilin eru önnum kafin við að mála hvítu rósirnar rauðar eins og hjartadrottn- ingin viU hafa þær. Fjarvera forsetans á skíð- um í Bandaríkjunum er móðgun við íslenzku þjóðina, ekki sízt ef hann er í Aspen, segja þau og bugta sig til jarðar, þegar drottningin birt- ist á krokketvellinum. Lísur landsins hafa um langt skeið getað kynnzt dyntum drottningarinnar, sem er með fjölda manns á heilanum og getur af þeim völdum ekki á heilli sér tekið. Hún hef- ur fflsminni á aUar mótgerðir og heldur ná- kvæmar skrár yfir aUa þá, sem ekki hafa bugt- að sig nógu djúpt fyrir henni. Nú fer senn að líða að valdalokum hjarta- drottningarinnar, en áfram munu starfa flestir þeir, sem hún hefur óbeit á, þar á með- al forsetinn. Þessa dagana fer þeim fjölgandi, sem telja, að Undraland byrji að breytast í eðlUegt þjóðfélag að nýju í haust, þegar vænta má, að reiðiköstunum fari að linna. Hjartadrottningin hefur verið svo lengi við völd, að sumir voru farnir að gleyma, hvernig er að búa í venjulegu landi, en ekki í hugar- fóstri Lewis CarroU. Eigi að síður mun núver- andi Undralandi linna, því að ekki er lengi rúm fýrir slíkt ástand í vestrænu landi á tutt- ugustu og fyrstu öld. JBBg,. iHHBj ■ JPJ ' &ZbL fl á 1 ’ ' i W; - f| Af með hausinn, hrópaði drottningin í réttarhöldunum yfir Lísu, sem svaraði að bragði: Þú skiptir engu máli, þú ert bara spil. Jónas Kristjánsson Stúdentablaðið birtí í gærdag merkilegt viðtal sem Ásgeir Jóhannes- son átti viö Sigurð Iindal prófessor. Mesta athygU vekur óneitanlega að þótt Sigurður sé traustur sjálfetæðis- maður af gamla skólanum („félags- lyndur íhaldsmaður," segir hann sjálf- ur), þá ganga sjónarmið hans að ýmsu leytí í berhögg við ýmisleg þau viðhorf í lögfræðilegum málum sem vin- sælust hafa verið - eða altént mest áberandi - í Sjálfstæöisflokknum að undanfomu. Þar hafa menn hneigst til að gera sem minnst úr valdi forset- ans (sjá lflca kjallaragrein Egils Helga- sonar á síðunni hér á mótí) og harð- lega mótmælt því sem nefiit hefur verið tilhneiging dómstóla til að setja lög. Og það hefúr lflca verið pólitfekur rétttrúnaður í Sjálfetæðisflokknum að Bjöm Bjamason dómsmálaráðherra hafi ekki átt annan betri kost í stöðu hæstaréttardómara á sfðasta ári en Ólaf Börk Þorvaldsson, náfrænda Davíðs Oddssonar. En Sigurður geng- urgegnþessuöllu. „[Björn Bjarnason] gat skipað [fimm lögfræðinga] sem voru ör- ugglega fyrir ofan ÓlafBörk, þar á meðal gildir sjálfstæðismenn ef Björn var hræddur við framsókn- armennskuna í Eiríki [Tómas- son]. Og hver voru rökin? Að það þyrfti að auka þekkingu réttarins í Evrópurétti! Hvers konar rök eru þetta? Á mæltu máli heitir þetta rökþrot. Ólafur átti á þessu stigi ekkert erindi í þetta starf... Ég botna ekkert í Birni. Hverjum er hann að þjóna?" I viðtalinu segir orðrétt: „Sigurður Líndal hefur lengi haft ákveðnar skoðanir á stjórnskipaninni og viðrað þær í ræðu og riti. „Menn vaða reyk í sambandi við stjómskipu- legt hlutverk forsetans. Menn vitna til þess að forsetinn er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum samkvæmt 11. grein stjórnarskrárinnar, en það á að- eins við um hlut hans í framkvæmda- valdinu, ekki löggjafarvaldinu." Því næst segir Sigurður að það gæti vel reynt á synjunarvald forsetans, til dæmis varðandi dauðarefsingar, fóst- ureyðingar og Evrópusambandið. „Háttsettir menn hafa sagt að það stefndi í stjómarkreppu og upplausn- arástand ef forsetinn notaði þetta vald sitt. Hvílík valdagræðgi! Geta menn ekki sætt sig við nein takmörk? Er valdasýki stjómmálamanna engin takmörk sett? - Synjunarvald forseta er raunhæft. Þeir sem neita því verða að svara því hvers vegna það var sett í stjórnarskrána 1944," segir hann í hneykslunartón. „Fullveldið er mikils virði. Forsetaembættið gegnir mikil- vægu hlutverki sem tengiliður við æðstu menn annarra ríkja. Opinberar heimsóknir tíðkast, þó að þær þyki ef til vill hégómlegar, þá geta þær aflað mikilvægra tengsla. Við lifum í alþjóð- legu samfélagi og verðum að taka þátt í því sem þar viðgengst." Sigurður hefur miklar efasemdir um réttindagreinar í stjómarskrám. „Ég vil leggja frelsið til grundvallar, að rfldð megi ekki skerða frelsisréttindi fólks. Hins vegar taki fólk á sig tiltekn- ar skyidur samkvæmt stjómarskránni og rfldsvaldið megi einungis íþyngja fólld sem nemur þeim skyldum." Fyrst og fremst Hann segir að mestu réttindafíkl- amir séu afbrotamenn og fyrirsvars- menn ófyrirleitinna þrýstihópa og þeir muni að lokum grafa undan mannréttindunum og eyðileggja rétt- arrfldð, ef þeir ná sínu fram. „Rétt- indagreinamar munu að lokum snú- ast gegn mannréttíndunum."" .TV Enn vekur athygli að SÍgurður snýst síðan gegn þeim lögspekingum - eins og Jóni Steinari Gunnlaugssyni - sem gagnrýnt hafa dómstóla harð- lega fyrir að' „taka að sér lagasetning- arvald" ( auknum mæli, og hafa þar m.a. vísað til úrskurða Hæstaréttar í öryrkjamálum. ......■:>' ' : 0' „Sigurður telur að dómsvaldið eigi mikinn þátt í mótun réttarins. „Dóm- stólar setja lög, hafa gert það lengi og gera það enn. Lagasetningarvald lög- gjafans á sér vissa samsvörun í því að rétta lögin í íslenska þjóðveldinu." Hann telur lagasetningarvald dóm- stóla samrýmast fulltrúalýðræði, jafn- vel þó að dómarar séu ekki kosnir hér á landi. Það sé þó aimars eðlis. í fyrsta lagi sé gert ráð fyrir dómsvaldi í stjóm- arskránni, að dómstólar verði að komast að niðurstöðu vegna þess að þjóðfélagið þoli ekki óvissu og þetta verði dómstólar að gera, hvort sem lögin taka af skariö eða ekld. í öðm lagi byggist þetta vald dómstóla á því sem hann hefur kallað sáttmála kyn- slóðanna, hinum fomhelga venjuréttí sem birtist meðal annars í megfruegl- um þeim sem búa að baki réttarskip- aninni. í þriðja lagi séu lögin almenn og taki ekki alltaf á sérstökum álitaefn- um. Málsaðilar tali hins vegar beint við dómarann um afmörkuð álitamál sem lögin taki ekki á með skýrum hættí. Þannig getur hinn almenni þjóðfélagsþegn eignast hlutdeild í lög- gjöfinni með beinni hættí en fýrir til- stilli kjörinna fulltrúa. Lögin þjóna hinu almenna réttlætí eða jafnaðar- réttlætinu (gagnkvæmnisréttlætinu), en dómstólar - hinu útdeilandi rétt- lætí, eða deiliréttlætinu, og hvort tveggja er nauðsynlegt ef réttlætí á að rflga. Að auki segir Sigurður að lýð- ræðislegt umboð stjórnmálamanna og ábyrgð þeirra sé ofmetin. Hann telur að löggjafarvald og dómsvald eigi að kallast á. „Ég skil ekki mál- flutning þeirra sem afneita laga- setningarhlutverki dómstóla. Sú lögskipan hefur aldrei verið til sem gefur svör við öllum álitaefnum nema í alræðisríkjum þar sem orð einvaldsins eru lög og dómstólar undir þau gefnir. Það er eins og menn telji vilviljunarkenndan meirihluta á þingi með óljóst um- borð hafa eignast allar valdheimild- ir einvaldsherrans. Hér birtist al- ræðishyggja eins og afturganga." ... íslenskir dómstólar eru farnir að dæma lög andstæð stjómarskránni mun oftar en á hinum Norðurlöndun- um, þar sem það þekkist varla. Sigurð- ur Líndal telur skrif um þessi efni upp á síðkastið bæði yfirborðsleg og vill- andi, bera jafnvel vott þýhyggju gagn- vart valdi..." Þá er í viðtalinu frallað um sldpan Bjöms Biamasonar dómsmálaráð- herra á Olafi Berki Þorvaldssyni til embættis hæstaréttardómara. Sigurö- ur liggur ekki á skoðun sinni á því málL „[Bjöm] gat skipað Ragnar Hall, Eirflc Tómasson, Hjördísi Hákonar- dóttur, Eggert Óskarsson og Allan Vagn Magnússon. Þau vom sem sagt fimm talsins sem vom ömgglega fýrir ofan Ólaf Börk, þar á meðal gildir sjálfstæðismenn ef Bjöm var hrædd- ur við framsóknarmennskuna f Eirfld. Og hver vora rökin? Að það þyrftí að auka þekkingu réttarins f Evrópuréttí! Hvers konar rök em þetta? Á mæltu máli heitir þetta rökþroL Ólafur áttí á þessu stígi ekkert erindi í þetta starf, hvað sem síðar kynni að verða. Ég botna ekkert í Bimi. Hvetjum er hann að þjóna? En þetta verður að skoða í stærra samhengi og varpar ljósi á hversu berskjaldaöur Hæstiréttur er fýrir geðþóttaákvörðunum stjóm- málamanna. Á þessu verður að taka ef ekki á að grafa undan dómsvald- inu“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.