Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 9
Fréttir FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 9 Landsbankinn stækkar um helming Eignir Landsbankans jukust um rúm 60% á síð- asta ári eða um 170 millj- arða króna. I tilkynningu írá bankanum segir að eiganaukningin væri sambærileg stækkun á fyrstu 113 árum í starfi bankans. Heildareignir bank- ans í lok ársins voru 448 milljarðar króna. Það sem skýrir þennan mikla vöxt ert aukin starfsemi verð- bréfasviðs og fyrirtækja- sviðs bankans, en í tilkynn- ingu bankans segir að fjöl- mörg öflug fyrirtæki hafi leitað í auknum mæli til bankans með viðskipti sín. Einnig skýri aukin starfsemi Landsbankans erlendis að hluta til hinn mikla vöxt. Samskip fær nýtt skip Samskip hafa leigt þrjú þúsund tonna frystiskip sem hefur fengið nafnið Jökulfell. Þetta er gert til að mæta aukinni þörf fyrir flutninga til og frá íslandi. Jökulfeil verður í siglingum á milli íslands og Eystrasaltslandanna. Skipið var formlega tekið í notkun í gær og var fyrsta verkefnið að flytja húseinignar frá Noregi til Reyðarfjarðar þar sem Jökulfell mun lesta frosinn fisk. Ekki kemur fram í tilkynningu frá Sam- skipum hvort íslendingar verði í áhöfn skipsins. Neysla upp á krít Heldur á að draga sam- an í einkaneyslunni á þessu ári samkvæmt spá fjármála- ráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að einkaneysfa heimilanna aukist um tæp 3% í ár bor- ið saman við rösk- lega 6% aukningu í fyrra. Samtök at- vinnufífsins velta upp þeirri spurningu hvort aukning einkaneyslu í fyrra sé til marks um að heimilin hafl enn á ný spennt bog- ann of hátt og hvort aðlög- unar að lægra neyslustigi verði þörf innan skamms. Einar Oddur Kristjánsson Al- þingismaður. „Ég sit nú bara ósköp rólegur á fundi efnahags og viðskipta- nefndar," segir Einar Oddur Hvað liggur á? Kristjánsson, alþingismaður. „Auðvitað hefursumum legið mikið á að setja lög um spari- sjóðina en að mínu mati gengur þetta bara sinn gang samkvæmt lögum þingsins. Annars erum við almennt nokkuð rólegir hérna á þing- inu þó menn æsi sig stöku sinnum. Menn mega ekki gleyma sér og það er nauð- synlegt í þessu starfi að gefa sér tíma til að anda." Pétur Blöndal var einn á móti öllum á Alþingi í gær Frumvarp um Sparisjóðina samþykkt Frumvarp Valgerðar Sverris- dóttur um sparisjóðina var lagt fyr- ir á alþingi í gær og samþykkt. Fundur í efnahags og viðskipta- nefnd stóð yfir í gær og skilaði Pét- ur Blöndal séráliti eftir fundinn. Hann var því einn á móti hinum nefndarmönnunum sem studdu frumvarpið þó nokkrar breytingar hafi verið gerðar á því. í gærmorg- un sakaði'Pétur til dæmis Samfylk- inguna um einelti og einnig nýtur hann ekki stuðnings samflokks- manna sinna. „Pétur er að mörgu leyti sér- kennilegur en um senn ágætur stjórnmála- maður," seg- ir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylking- arinnar. „Hann ber að virða fyrir það að hann er alltaf sam- kvæmur sjálfum sér og það hlýtur að vera erfitt hlutskipti að vera einn á móti öll- um í eigin flokki." Björgvin tek- ur ekki undir orð Péturs að Samfylkingin væri að leggja hann í einelti og segir að menn hafi einfaldlega rætt út um málin. Nú þegar frumvarpið hefur ver- ið samþykkt stendur eftir sú spurning hvort eðlilegt hafi verið að þingið greip inn í ákveðna at- burðarrás sem var í fullu samræmi við gildandi lög. Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, segir að það sé ekki æskilegt að fara út í aðgerðir af þessu tagi. „Það merkir samt ekki að það sé ekki hægt að gera það.“ Steingrím- ur segir að ef lögin hefðu verið ótvíræð frá upphafi hefðu þessir atburðir aldrei gerst. „Ég er ófeim- inn við að gagnrýna markaðsöflin og þau eiga ekki að ráða vilja al- þingis." simon@dv.is Björgvin G. Sigurðsson Pétur eraðmörgu leyti sérkennilegur en um senn ágætur stjórnmálamaður Blómabúðin BióM/þ Grensásvegur 50, s 581 1330 r" \o°i° \ \ \ Grænar pottaplöntur hæð 1-1,50 cm kr 1490 MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Sendum heím Allar tegundir skreytínga Opið 10-20 virka daga föstudaga og laugardaga 10-21 sunnudaga 11-19 Fallegir túlípanar 10 stk allir litir kr 990 MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Stórar rósir 10 stk kr 1490 MEÐAN BIRGÐIR ENDAST ÞAR SEM BLÓMIN HLUSTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.