Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Erfðum verði breytt Danskar þingkonur vilja að lögum landsins verði breytt í þá veru að kon- ungsrtkið erfist til elsta barns en ekki til elsta sonar eins og nú tíðkast. Þingkon- urnar segja mikilvægt að breyta lögunum sem fyrst enda liggur íyrir að krón- prinsinn Friðrik gengur senn að eiga hina áströlsku Mary Donaldson. „Eignist þau dóttur og síðan son þá er ósanngjarnt að hugsan- lega verði gengið framhjá henni," sagði ein þingkon- an. Lögum þessa efnis hef- ur verið breytt í Noregi og Svíþjóð en þar ganga erfð- irnar einfaldlega til frum- burðarins hverju sinni. Hrollur í Pakistönum Kuldabylgja heldur áfram að gera fólki lífið leitt í Pakistan en hitastig víða um landið hefur verið undir frostmarki að undan- förnu. Kemur það sér illa fyrir marga fátæka íbúa sem ekki hafa í nein hús að venda en fjöldi fólks býr við hræðilegar aðstæður í kof- um og tjöldum víða. Matur og vatn er einnig af skorn- um skammti. Óttast fólksflótta til Bretlands Bresk blöð leiða að því getum að þúsundir íbúa í fyrrverandi kommúnista- löndum muni nota tækifær- ið þegar níu ríki Austur-Evr- ópu verða inn- limuð í Evrópu- sambandið og flytja búferlum til þeirra landa þar sem lífskjör eru betri. Mannréttinda- samtök og ýms- ar stofanir telja hræðslu við slíkt orðum aukna og segja ekkert benda til að slíkt muni eiga sér stað. Viðbúnaðar- ástandi vegna snjó- flóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Seyð- firðingar eru vanir slíku ástandi, enda kemur það upp nokkrum sinnum á hverjum vetri, að sögn Lárusar Bjarnasonar Landsíminn sýslumanns á staðnum. „Það er enginn hrollur í okkur á Seyðisfirði. Þetta var ekki mikill snjór, aðallega þungur og þess vegna hætta á spýjum úr giljum. Hér norðanmegin var veginum sjálflokað vegna ófærðar. Þetta hefur verið svona nánast hvern einasta vetur og við kippum okkur ekki svo mikið upp við þetta. Viðbúnaður vegna snjóflóða er hluti aftilverunni hér, og því glotta Seyðfirðingar stundum í kampinn yfir miklum frétta- flutningi af viðbúnaðará- standi á svæðinu. En það skyldi þó enginn vanmeta hættuna, og því eru gerðar þessar varúðarráðstafanir." Lárus Bjarnason Síbrotamaðurinn Lalli Johns stal seðlaveski úr iþróttatösku í World Class við Austurstræti. Hann eyddi þrjú þúsund krónum í seðlum og skilaði veskinu í póst- kassa, með þeim skilaboðum að stúlkan sem átti veskið ætti ekki að geyma pin- númer með greiðslukorti. fST4UR Lalli Johns Eigandi eins helsta aðseturs Lalla Johns, Kaffi Austurstrætis, vill að Lalli verði dæmdur i meðferð við stelsýki. Lalli Johns, öðru nafni Lárus Björn Svavarsson, stal 3000 krónum og skiptimynt í líkamsræktar- stöðinni World Class í Austurstræti í fýrrakvöld. Enginn tók eftir því þegar Lalli læddist inn í World Class og seildist í íþróttatösku kvenkyns starfs- manns á stöðinni og tók veskið hennar. „Ég var búin að vera að þrífa kvennaklósetfið þegar ég sá hann hérnavið afgreiðsluborðið. Ég var með fullt fangið af handklæðum og skrúbbtækjum, en hann varð vandræðalegur þegar ég kom að og byrjaði að spyrja út ílíkamsrækt. Hann spurði hvað það kostaði að vera meðlimur hérna og hvað þriggja mánaða kortið kostaði," segir Eva Dögg. Til fróðleiks kostar þriggja mánaða kortið 29.900 krón- ur. „Ég kunni ekki við að ræða við hann með fullt fangið þannig að ég sagðist ætla að losa mig við handklæðin. Það tók fimm sekúndur, en þegar ég kom aftur var hann horfinn," segir Eva. Lalli hafði þá hlaupið á brott með seðlaveski Evu. Tveir sem voru við æfingar á stöðinni hlupu niður stigann að Austurstrætinu og vildu elta Lalla uppi. Þá hafði hann búið svo um hnútana að úti- hurðin var læst og fólkið á líkamsræktarstöðinni komst hvorki lönd né strönd. í veskinu voru 7000 krónur og skiptimynt, ásamt greiðslukorti og pin- númeri. ÖssurSkarphéðins- son, formaður Samfylking- arinnar, var staddur í lík- amsræktarstöðinni og hringdi í 118 fyrir Evu til að finna númer, þar sem hægt væri að láta loka kortinu. Lalii hins vegar tók að- eins rúmar 3.000 krónur í seðlum úr veskinu og skilaði því í póstkassa fyrir utan líkamsræktarstöðina. Þegar hann var handtekinn skömmu eftir á Kaffi Austurstræti bað hann lögregluna um að færa Evu þau skilaboð að ekki væri ráðlegt að geyma pin- númer í veskinu með greiðslukortinu. Hún þakkar Lalla fyrir að skila veskinu, en segir þó að hana muni um þrjú þúsund krónurnar og væri til í að fá þær aftur. Hann spurði hvað það kostaði að vera meðlimur hérna og hvað þriggja mánaða kortið kostaði Björn Erlendsson, eigandi Kaffi Austurstrætis, sem er eitt helsta aðsetur Lalla, segir það vita von- laust að dæma Lalla ítrekað í fangelsi. Lalli er fimmtugur og hefur setið í fangelsi í áratugi. „Það er alltaf sama sagan. Hann er ekki búinn að vera úti lengi þegar hann er kominn í sama farið. Hann kom af Hrauninu fyrir jól og hann var ekki búinn að vera nema eina viku þegar lögreglan var farin að leita að honum aftur. Þessir dómarar verða að skoða einhver önnur úrræði en fangelsi þegar ver- ið er að dæma fólkið mitt. Lalli er með stelsýki sem er árátta og það á að veita honum meðferð við því,“ segir Björn. Ekki náðist í Lalla Johns vegna málsins. jontrausti@dv.is Ný sænsk rannsókn sýnir að hárgel geta verið stórhættuleg Hármótunarefni krabbameinsvaldandi Meirihluti þeirra hármótunar- efna sem notuð eru í Svíþjóð inni- halda efni sem eru bæði ofnæmis- og krabbameinsvaldandi. Þetta eru niðurstöður sænsku umhverfisstofnunarinnar sem kannaði alls 38 tegundir af froðu, geli, vaxi og feiti sem seldar eru í þarlendum verslunum. Allar vör- urnar sem kannaðar voru þóttu skaðvænlegar heilsu manna og um- hverfinu í heild. Fjöldi fólks notar hársnyrtivörur af þessu tagi hvern einasta dag og er talið víst að áhrif þeirra á heilsufar manna sé vanmetið til rnuna. Er talið nær öruggt að tengsl séu milli vaxandi notkunar hársnyrtivara og þeim aukna fjölda fólks sem þjáist af ofnæmi. í venjulegu hárgeli eru að meðal- tali 13 kemísk efni. Rannsóknir sýna að hluti efnanna veldur ofnæmi og getur valdið krabbameini séu þau notuð í miklum mæli. Flest önnur efnin eru ókunn eða hafa lítið verið rannsökuð og ómögulegt að vita hvaða áhrif, ef einhver, þau hafa á líf og heilsu manna. Svíarnir benda einnig á að öll efnin enda að lokum út í sjó þar sem þau brotna ekki niður nema á mjög löngum tíma. Slíkt er að sjálfsögðu slæmt fyrir umhverfið fýrir utan hættuna af því ef kemísk efni kom- ast með einhverju móti í fæðukeðju dýra sem þar lifa. Hluti varanna sem prófaðar voru eru seldar hér á landi. Aðgát skal höfð í nærveru hársnyrti- efna Þau eru flest ofnæmis- og krabba- meinsvaldandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.