Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 11 Glæsikvendi íframboð Leikkonan Anna Marin gæti orðið næsti forseti Fil- ippseyja. Mar- in, sem þykir einkar glæsileg á velli, stefnir í það minnsta ótrauð á for- setaframboð en kosningar fara fram í landinu í vor. Hún er vinsæl leikkona í heimalandinu en það þykir geta komið henni í koll að hún eignaðist son með gift- um manni. Barnsfaðirinn, Fernando Poe, er hins veg- ar kvæntur annarri frægri leikkonu á Filippseyjum. Vændisþing Breska súludaman Ruth Frost dró að sér fjölda áhorfenda í Taípei í Taívan í gær þegar hún spriklaði fáklædd á götum úti. Frost vildi með eggjandi hreyf- ingum sínum vekja athygli á alþjóðlegri ráðstefnu vændiskvenna sem nú stendur yfir í borginni. Eitt aðalmálið á ráðstefnunni að þessu sinni er að knýja á um að kynlífsiðnaður í Taí- van verður gerður löglegur og vændiskonum verði heimilt að stofna með sér verkalýðsfélög. Súrefni á fjar- lægri plánetu Vísindamenn hafa í fyrsta skipti uppgötvað súr- efni og kolefni í andrúms- lofti plánetu utan við sól- kerfi okkar. Þeir hafa einnig tekið eftir að andrúmsloft plánetunnar, sem hlotið hefur nafnið HD 209458b, gufar upp á miklum hraða en slíkt þykir einstakt og til- efni frekari athugana. Fegurðar- drottning ekki vændis- kona Ungfrú Perú fékk heldur betur trakteringar hjá for- seta Afríkuríkisins Gabon á dögunum. Fegurðardrottn- ingin, Ivette Santa Maria, sem var í kynningarferð í Gabon, var boðið til Omars Bongo, forseta landsins. Hún var hins vegar ekki fyrr komin inn í höllina en Bongo þrýsti á hnapp á veggnum, hurð rann til hliðar og við blasti heljar- stórt hjónarúm. Bongo for- seti stóð nefnilega í þeirri meiningu að Ivette væri vændiskona og varð mjög hissa þegar hún sagðist vera fegurðardrottning. Málið var í gær tekið upp hjá Sameinuðu þjóðunum en yfirvöld í Perú kveðast áhyggjufull vegna málsins. Starfsmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli segir Bandaríkjamenn brjóta tví- hliða samning við íslendinga undir yfirvarpi öryggissjónarmiða. Þrír islenskir tölvunetstjórar, einkaritari og skrifstofustjóri hafi verið reknir og borgaralegir bandarískir starfsmenn ráðnir í þeirra stað. Utanríkisráðuneytið segist ekkert hafa heyrt um þetta og dregur frásögnina í efa. Háttsettur íslenskur starfsmaður Bandaríkja- hers á Miðnesheiði segir herinn hafa brotið tví- hliða samning þjóðanna með því að reka íslenska starfsmenn og ráða Bandaríkjamenn í þeirra stað. „Ég efast um að þetta hafi átt sér stað. Stéttar- félög á Suðurnesjum vakta þetta mjög vel. Ef svona tilvik kæmu upp í raun og veru myndu þau kvarta strax við okkur. Við höfum ekki fengið neinar kvartanir," segir Kristinn F. Árnason, skrif- stofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. Reknir þrátt fyrir stimpil frá CIA Fyrir nokkrum mánuðum var yfir 100 manns sagt upp störfum hjá varnarliðinu. Heimildar- maður DV, sem segist ekki vilja láta nafns síns getið af hræðslu um starf sitt hjá hernum, segir nokkur dæmi þess að borgaralegir Bandaríkja- menn hafi verið ráðnir í störf þeirra sem sagt var upp. Það sé skýlaust brot á samningi þjóðanna. Heimildarmaður DV segir dæmi um þetta vera þrjá íslenska tölvunetstjóra, sem sagt var upp. Störf þeirra hafí síðan verið auglýst til umsóknar í Banda- ríkjunum. Að sögn heimildarmanns- ins hefur Bandaríkjaher gefið þær skýringar að þessi breyting sé gerð af öryggisástæðum. Það sé erfitt að fallast á slík rök þar sem íslensku netstjórarnir þrír hafi allir verið grandskoðaðir frá „tám og upp úr“ af bandarísku leyniþjónustunni CIA og fengið grænt ljós - svokallað NATO-Clearance. Lofuðu ráðuneytinu að halda samninginn Annað dæmi segir heimildar- maður DV vera íslenskan einkarit- ara hjá bandarískum fjármálastjóra á Vellinum. Borgaralegur Banda- ríkjamaður hafi verið ráðinn í starf Kristinn F. Árnason Skrifstofustjóri varnarmáia- skrifstofu utanríkisráðuneyt- isins segir engar ábendingar hafa borist um að brotnir væru samningar á íslending- um með þvi að láta þá rýma störfá Keflavíkurflugvelli fyrir bandariska starfsmenn. einkaritarans. Sama skýringin um ör- yggissjónarmið hafi verið gefin í þessu tilviki. Enn annað dæmi er sagt vera brottrekstur íslensks manns sem sá um svokallað Trouble-Desk, eða „vandamálaskrifstofu". Kristinn F. Árnason segir engar upplýsingar hafa borist ráðuneytinu sem styðji frásögn heimildarmanns DV. Utanríkisráðuneytið hafi fylgst náið með starfsmannamálum varn- arliðsins í kringum fjöldauppsagn- irnar á dögunum. „Við lögðum einmitt ríka áherslu á að þetta yrði ekki svona og þeir fullyrtu að þetta yrði ekki gert,“ segir hann. Ekki náðist í gær í Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins. gar@dv.is Embættismenn að sligast undan beiðnum um skýrslur frá þingmönnum Vill skýrslu um skýrslur Einar K. Guðfmnsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill fá skýrslu um beiðnir urn skýrsl- ur sem þingmenn hafa lagt fram á Alþingi. Sagði hann á þingfundi í gær að fyrirspumum og skýrslu- beiðnum hefði fjölgað gríðarlega á undanförnum árum; nú lægju þegar fyrir 50 fyrirspurnir sem væri ósvar- að. Sagði Einar að beiðnir um skýrsl- ur og fyrirspurnir kölluðu oft á gríð- arlega vinnu, og vinnuálag á stjórn- sýsluna væri alltaf að aukast vegna þessa. Því væri ástæða til að skoða málið nánar, og hvatti hann aðra þingflokksformenn til að velta því fyrir sér hvort yflrleitt væri hægt að svara beiðnum sem þingmenn hygðust leggja fram. „Er þetta ekki nógu merkilegt?" spurði Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir þá, og átti við beiðni um skýrslu um áhrif hvalveiða, sem þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, og bætti við að lýðræðið kost- aði peninga. „Ég trúi því ekki að háttvirtur þingmaður sé svona morgunstygg klukkan hálf tólf,“ sagði Einar og sagðist aðeins hafa verið að benda á þessa þróun, og engin ástæða væri til þess að fara í „örlagafýlu". Margrét Frímannsdóttir benti á að menn hefðu oft ekki aðrar leiðir til að koma málum sínum á fram- færi, og það þyrft að ræða þessi vinnubrögð almennt. Þessi sama skoðun kom fram hjá Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni AI- þingis, á málþingi sfðastliðið haust. Sagði hann að fjöldi fyrirspurna frá þingmönnum hefði tuttugufaldast á síðustu fimmtíu árum. Árið 1980 voru þær 109 talsins, árið 1990 voru þær 162, en árið 2000 hefðu fyrir- spurnirnar verið 400 talsins. Þing- mannafrumvörp eru nánast aldrei samþykkt eða komast ekki á dag- skrá, og velti Tryggvi því fyrir sér hvort stjórnarandstöðuþingmenn kysu frekar að taka mál sfn upp með fyrirspurnum til að fá umræðu og umfjöllun um þau í fjölmiðlum. Á þeim stutta tíma sem þing- menn körpuðu um skýrslur um skýrslur á Álþingi í gær bættust við fjórar fyrirspurnir til ráðherra. Frá mánaðarmótum hafa borist 30 fyrir- spurnir alls. brynja@dv.is Einar K. Guðfinnsson Vill fá skýrslu um beiðnir um skýrslursem þingmenn hafa lagt fram á Alþingi. Fjöldi fyrirspurna hefur fjórfald- ast á tuttugu árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.