Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Jón borgar skatt Jón Ólafsson kaupsýslu- maður hefur borgað tæpar hundrað milljónir í skatt í samræmi við endurálagn- ingu fyrir árin 1998 og 1999. Þetta er aðeins hluti þess tímabils sem var til rannsóknar hjá skattrann- sóknarstjóra en skattaskil hans allt til 2002 voru til rannsóknar. Styr stóð um það hvort Jóni væri skatt- skyldur á íslandi eða í Bret- landi. Ragnar Aðalsteins- son, lögmaður Jóns, segir að ríkisskattstjóri hafi úr- skurðað fyrir áramót að Jón hefði skattalegt heimilis- festi á fslandi þótt hann hefði flutt til Lundúna; ekki aðeins árin 1998 og ‘99 heldur einnig allt fram til þessa dags. Jón hafi greitt þessar hundrað milljónir með fyrirvara en mál verði höfðað til að fá úrskurði rrkisskattstjóra hnekkt. Ragnar kveðst ekki vita hvenær sé að vænta niður- stöðu skattayfirvalda vegna rannsóknar á skattamálum Jóns árin 2000 tfi 2002. Rannsókn á skattamálum Jóns hófst fyrir tæpum tveimur árum. Vilja lækka fasteigna- skatta BorgarfuUtrúar Sjálf- stæðisflokks hafa gert til- lögu um að fasteignagjöld í Reykjavík verði lækkuð. Fasteignaskattarnir hafa hækkað um tæp 60% frá ár- inu 1999. Áblaðamanna- fundi, sem sjálfstæðismenn boðuðu til í gær, bentu þeir á að þessi hækkun fast- eignagjaldanna og hækkun holræsagjalds væri langt um-fram hækkun neyslu- verðsvísitölu á sama tíma. Fyrrnefndu gjöldin hafa verið fastbundin fasteigna- mati á hverjum tíma. Það hefur sem kunnugt er hækkað mikið á þessu tímabil, nú síðast um ára- mótin um 10%. Sjálfstæðis- menn vilja hins vegar að blaðinu verði snúið við og að gjöldin verði lækkuð en ekki hækkuð. Ágúst Magnússon hefur tekið upp fyrri iðju og sankað að sér klámefni. Hann situr í haldi lögreglunnar á sama tíma og hann bíður réttarhalda vegna ákæru um kyn- ferðisbrot gegn sex drengjum. Barnaklámsmaðurinn tældi tólf ára dreng Barnaklámsmaður Agúst er grunaður um ad hafa tælt ungmenni á Netinu og einnig um að hcfa endurnýjað birgð- ir sínar af barnaklámi. Leiddur fyrir dómara Ágúst Magnússon var færður fyrir dóm- ara iHéraðsdómi Reykjavíkur i gær. Dómurinn féllst á kröfu lögreglunn- ar um vikulangt gæsluvarðhald. Ágúst Magnússon er aftur kominn í hald lögreglunnar. Hann var handtekinn á heimili sínu í fyrrakvöld eftir að lögreglu bárust ábendingar um að hann væri búinn að setja sig í samband við ungmenni á Netinu og hefði reynt að tæla tólf ára pilt með því að senda honum sms. Húsleit var gerð á heimili Ágústs í kjölfarið og lagt hald á tölvu- búnað. Heimildir blaðsins herma að bamaklám hafi fundist við húsleitina. Héraðsdómur féllst svo síðdegis í gær á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald í eina viku. Ágúst var ákærður í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði fyrir kynferðisbrot gegn sex ungum piltum og fyrir að hafa haft gríðarlegt magn bamakláms á heimili sínu. Hann var handtekinn í fyrrasumar vegna þessa máls og fundust þúsundir mynda sem innihéldu barnaklám og annað klámfengið efhi á myndböndum og geisladiskum. Ágúst játaði við yfirheyrslur að eiga myndefnið, en þess má geta að lögreglan í Reykjavík hefur ekki í annan tíma lagt hald á jafrimikið magn barnakláms og í þessu máli. Meðal gagna munu vera heimagerð myndbönd þar sem Ágúst virðist vera í kynferðislegum athöfnum við ung- menni. Ósæmileg hegðun Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns er staðfest eitt tilvik þar sem Ágúst hafði sett sig í samband við ungan dreng. Að öðru leyti sé rannsóknin enn á ffumstigi. Ýmislegt bendi þó til þess að Ágúst hafi tekið upp fyrri hegðun og orðið sér úti um klámefni. Nú, eins og í fyrrasumar, virðist Ágúst nota Netið til að komast í kynni við ungmenni. Ábendingar um grun- samlega hegðun Ágústs á Netinu leiddu einmitt til handtökunnar í fyrra. Ágúst starfaði hjá Tollstjóranum f Reykjavík í tæp tuttugu ár. Hann hefur alla tíð lagt sig fram um að starfa með börnum og unglingum. Fyrir rúmum áratug var Ágúst rekinn úr starfi hjá KFUM en samtökin reka sum- arbúðir fyrir drengi. Hafði Ágúst meðal annars viljað „kenna" drengjunum sjálfsfróun. Stuttu seinna réð Ágúst sig til starfa í öðrum sambærilegum sumarbúðum en var þar líka látinn taka pokann sinn vegna ósæmi- legrar hegðunar gagnvart börnum. Þá var hann rekinn úr starfi hjá Fínum miðli fyrir nokkrum árum og var ástæðan sú að hlustendur kvörtuðu undan honum. Þeir sögðu hann hafa tælt unga drengi í útsendingu. Varsla barnakláms getur varðað allt að tveggja ára fangelsi ef brotin teljast stórfelld. Það varðar hins vegar allt að tólf ára fangelsi að hafa kynferðismök við börn undir 14 ára aldri. í viðtali við DV í desember sagði Jón Friðrik Sig- urðsson sálfræðingur að engin lækning væri til við „barnahneigð". „Það má líkja þessu við króníska fíkn, áhuginn er stöðugt fyrir hendi," sagði hann. „Sá sem beitir ofbeldinu telur sér trú um að þolandinn vilji það sem hann er að gera ... Þetta er með erfiðari málum að meðhöndla." Stóra Mínus-málið Harma lög á sölu Spron Frjálshyggjufélagið harmar stjómarfurmvarp um sparisjóðina og telur félagið að skaðinn af þessari lagabreytingu verðiseint mældur. Ótækt sé að gera inngrip í frjálsa samninga með þessum hætti, segir í ályktun félagsins. Jafnframt segir að annarleg sjónarmið þingmanna í þessu máli muni valda því að traust innlendra og erlendra íjárfesta á íslandi muni minnka. Eftir því sem fréttaneysla Svart- höfða eykst, þeim mun ruglaðri verður hann í ríminu - hvor er dón- inn, Davíð eða Ólafur Ragnar? Og ekki batnar Birni við að snúa sér að dægurmálunum og unglingamenn- ingunni. Að ekki sé talað um ef Hafn- arfjöröur blandast í málið. Stórfúrðulegu máli skolaði á síður Fréttablaðsins nú í vikunni og verður hér eftir kallað Stóra Mínus-málið. Þar er auðvitað óbein innbyrðis mót- sögn sem er reyndar við hæfi. (Nú bíður Svarthöfði eftir Litla Bónus- málinu.) Þannig er að Árni æskulýðsfulltrúi í Hafnarfirði hafði gert saming við hljómsveitina Mínus þess efnis að þeir drengir spiluðu á grunnskóla- hátíð Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarijarðar. Einhverja bakþanka hefur Ámi æskulýðs fengið því hann vildi láta þá drengi - sem eins og landsmenn flestir vita eru að rembast við að þykjast lifa kynlffs-, dóp- og rokk&ról-h'femi í takt við ímyndina - kvitta upp á plagg þess efnis að Mín- us-piltar hefðu aldrei á sinni lífs- fæddri ævi komið nálægt ólöglegum vímuefnum! Sem er svona svipað og ef grænmetisbændur væm búnir að bóka Guðna Ágústsson til að skemmta á ársháú'ð sinni, fengju svo bakþanka og vildu að Guðni gæfi út opinbera yfirlýsingu þess efnis að hann hefði aldrei bragðað Iambakjöt. Svarthöfði er helst á því að æsku- lýðsfulltrúi, sem ekki þekkir ímynd Mínus-drengja, sé með hugann við eittlivað allt annað en hvað æskan er að rövla. Og það er bernskt í meira lagi, jafnvel á hafnfirskan mæli- kvarða, að ætla sér að neyða Mínus- menn til að skrifa undir einhverjar yfirlýsingar sem greinilega brjóta í bága við allt sem hljómsveitin er að standa fyrir. Miðaldra æskulýðsfulltrúi sem heldur að hann nái að snúa ungling- um frá villu síns vegar með því að banna Mínusana á þeim forsendum að þeir séu ekki heilbrigð fýrirmynd, finnst varla nema í Hafnarfirði. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.