Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 6
-r
6 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004
Hæstiréttur
lækkar bætur
Hæstiréttur lækkaði í
gær bætur til handa Frank-
lín Steiner en honum höfðu
verið dæmdar 120 þúsund
krónur vegna ólögmætrar
handtöku í Hafnarfirði fyrir
þremur árum. Hæstiréttur
lækkaði bæturnar í 50 þús-
und krónur og segir í
dómsorði að það séu hæfi-
legar bætur vegna ólög-
mætrar handtöku lögregl-
unnar í Hafnarfirði. Frank-
lín var handtekinn í bifreið
sinni í Hafnarfírði og var
ástæðan sú að hann var
grunaður um umferðar-
lagabrot og fíkniefnamis-
ferli. Engin fíkniefni fund-
ust hins vegar við leit í bfln-
um. Franklín hlaut gjafsókn
í málinu og fellur kostnað-
ur vegna málsins, 380 þús-
und krónur, á rfldssjóð.
Á rfkið af
skipta sér af
SPRON?
Guðbergur Bergsson, rithöf-
undur
„Nei, mér finnst að ríkisstjórnir
eigi ekki að skipta sér afþví
sem gerist á markaðnum,"
segir Guðbergur Bergsson, rit-
höfundur.„Það er og hefur ver-
ið stefna frjálshyggjunnar hér
á iandi og þess vegna er skrýt-
ið að þeir skuli grípa inní
þetta með lagasetningu; sér-
staklega þegar ríkið hefur í
óða önn verið að selja ríkis-
bankana þá eiga þeir að vera
samkvæmir sjálfum sér og
ekki skipta sér afmálefnum
annarra banka."
Andrea Jónsdóttir, útvarps-
kona
„Ég hefnú lítið fylgst með
fréttum þessa dagana en
finnst þetta bankamál samt
nokkuð merkilegt," segir Andr-
ea Jónsdóttir, útvarpskona.
„Fyrst var ríkið æst í að selja
þessum kaupahéðnum bank-
ana en nú vilja þeir vera með
puttana í og kaupa upp það
sem áður veitti ríkisbönknum
samkeppni. Þetta mál er nátt-
úruiega komið í hring. Svo
finnst mér I raun verra að
kauphéðnarnir eigi bankana
frekar en ríkið. Fákeppni án
ríkisins er verri en með ríkinu
og betra að ríkið græði þvi
það er þó gott fyrir fólkið í
landinu en ekki einhverjar fáar
fjölskyldur úti I bæ.“
Fréttir XJV
Brottkastið sem Magnús Þór Hafsteinsson lét mynda og sjávarútvegsráðherra sagði
sviðsett, var sérstaklega sviðsett fyrir sjónvarpið, samkvæmt frásögn sonar Sigurð-
ar Marinóssonar skipstjóra á Báru, sem var um borð. Sigurður var í vor sýknaður
af brottkastákæru, en fjölskyldan segir hann hafa spunnið upp lygar fyrir rétti.
. m•.-**:
Lögfræðingur og skipstjóri „Til
huniiiujju snillingur. Mér þykir
vænl um þig," sagði Sigurður Mar-
inósson, til hægri, við lögfræðing
sinn Hilmar Baldursson, sem tókst
að fá skipstjórann sýknaðan af
j brollkasti á grundvelliþess að
7 fiskurinn liafi verið skemmdur.
Biginkona og sonur Sigurðar
segja málið uppspuna af hans
liálfu.
DV Mynd Róbert
Eiginkona og sonur Sigurðar Grétars Marinós-
sonar, sem sýknaður var af brottkasti á fiski í fyrra-
vor, segja fullyrðingar hans um að fiskurinn hafi
verið skemmdur vera uppspuna frá rótum. Miklar
deilur voru uppi um brottkastmálið svokallaða, þar
sem Magnús Þór Hafsteinsson, þáverandi frétta-
maður Sjónvarpsins, lét festa á filmu brottkast á
bátunum Bjarma frá Tálknafirði og Báru frá Þor-
lákshöfn. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra
sagði í viðtali við sjónvarpsstöð í Vestmannaeyjum
að brottkastið væri sviðsett, ogvar kærður fyrirþaö,
af Magnúsi Þór Hafsteinssyní fyrir meiðyrði. Ami
var dæmdur sekur í héraðsdómi Réykjaness en
sýknaður í Hæstarétti. í kjölfarið var Sigurður skip-
stjóri á Báru kærður fyrir ólöglegt brottkast.
Þægilegra fyrir myndavélina
Sturla Sigurðsson, sonur Sigurðar Marinósson-
ar, var háseti um borð í Bám þegar umrætt brott-
kast átti sér stað 7. nóvember 2001. Viðstaddir voru
Ragnar Axelsson, ljósmyndari frá Morgunblaðinu,
og myndatökumaður Sjónvarpsins íýrir hönd
Magnúsar Þórs. „Það fiskaðist illa og síðan var þetta
svo lítið að þeir vildu safna því saman í kar. Þess
vegna var það þægilegra fyrir myndavélina að safna
þessu saman í kar og kasta beint úr því,“ segir
Sturla.
Þannig var fiski, sem henda átti hvort eð er, safn-
að saman og síðan hent samfellt til að ýkja brott-
kastið sem myndað var. „Þetta var sviðsett þarna,
en tilfellið var að þessu var
hent alla aðra daga, svona
miklum fiski meira eða
minna,“ segir Sturla. Um
var að ræða smáþorsk, ýsu
og ufsa sem hept var, vegna
þess hve leiguwrö á kvóta
var dýrt, en Báran hafði
engan kvóta.
Varheimameð Sturla Sigurðsson Son-
konunni ur Sigurðar Marinóssonar,
Guðrún S. Valdemars- skipstjóra á Báru, var um
dóttir, eiginköna Sigurðar borð þegar brottkastmálið
Marinóssonar, segir eigin- fræga átti sér stað.
manninn hafa stjórnað
brottkastinu og sviðsetninguni frá heimahúsi
þeirra hjóna. Hann hafi ekki verið á sjó þegar brott-
kastið var. „Brottkastmálið var lygi frá upphafi.
Strákur minn og mágur minn fyrrverandi voru um
borð og tveir aðrir. Magnús Þór hringir í Sigurð og
segist vilja mynda brottkast á íslandi. Hann sagði
þeim að safna fiskum í kar, því það var svo lítið
fiskerí. Svo áttu þeir að henda fiskinum fyrir framan
myndavélina. Strákurinn minn er vinstrihandar-
skytta og henti fyrir myndavélarnar," segir Guðrún,
en hún segir að Sigurður hafi verið heima henni við
hlið og í símasambandi við bátinn og Magnús Þór
Hafsteinsson. Svo fór reyndar að Sigurður var
ákærður fyrir brottkast.
Þetta var sviðsett þarna, en
tilfellið var aö þessu var hent
aUa aðra daga.
Sýknaður af brottkasti
Fiskistofa bað rfldslögreglustjóra um að rann-
saka brottkastið sem var birt í sjónvarpsþætti Magn-
úsar Þórs, en brottkast er glæpur, nema fiskur sé
skemmdur. I ákæmnni var því lýst að fiskurinn sem
var hent hefði verið lifandi, en Sigurður Marinósson
harðneitaði því og sagði hann hafa legið lengi í sjó
og verið selbitinn. Ragnar Axelsson hjá Morgun-
blaðinu kvaðst fýrir rétti ekki treysta sér til að skera
úr um hvort fiskurinn væri skemmdur. Hilmar Baid-
ursson, fyrmrn lögfræðingur Fiskistofu, fékk Sigurð
sýknaðan.
„Það að þetta hefði verið selbitinn fiskur var tóm
þvæla. Þegar rétturinn var ætlaði ég að segja sann-
leikann en lögfræðingurinn ráðlagði mér að gera
það ekki,“ segir Sturla.
„Ég var við hliðina á honum og fylgdist með
þessu öllu. Sigurður kunni lítið á tölvu og ég hjálpaði
honum á vefsíðu Veðurstofunnar að leita hvort
ölduhæð hafi verið mikil síðustu dagana, svo hann
gæti sagt að hann hefði skilið eftir netin vegna
brælu. Þannig gæti hann sannað að fiskurinn væri
selbitinn og ónýtur,“ segir Guðrún, sem hefur sótt
um skilnað. jontrausti@dv.is
Athugull nágranni við leikskóla skilaði strokubarni af opnu leikskólasvæði
Fann þriggja ára strokudreng af Steinahlíð
Eftir tveggja ára bið fengu starfsmenn á leikskólanum Steinahlið loks umbeðið grindverk utan
um hluta leiksvæðis barnanna. DV-Mynd Hari.
Kona sem býr í nágrenni leikskól-
ans Steinahlíðar ók í fyrrahaust fram
á þriggja ára gamlan dreng þar sem
hann var einn á gangi við gatnamót
Langholtsvegar og Suðurlandsbraut-
ar. Steinahlíð fékk í kjölfarið loks
barnhelt grindverk eftir langa bið.
Litli drengurinn sagðist ætla
heim til sín. Við eftirgrennslan
reyndist hann vera frá leikskólanum
Steinahlíð. Löng innkeyrsla er frá
Suðurlandsbraut að húsunum í
Steinahlíð. Ekkert hlið er við lóð-
mörkin. Um 30 börn eru í skólanum.
Konan segist hafa skilað drengn-
um í öruggar hendur í Steinahlíð. í
leiðinni hafi hún skýrt leikskóla-
kennurunum frá þeirri skoðun sinni
að það væri forkastanlegt að þriggja
ára börn ættu greiða leið úr höndum
umsjónarmanna og út á umferðar-
götur. Hún hafi fengið þær skýringar
hjá fóstrunum að þær hefðu reyndar
óskað eftir því við yfirstjórn Leik-
skóla Reykjavíkur að fá lóðinni lok-
að. í kjölfar þess segist nágranna-
konan hafa sett sig í samband við
Leikskóla Reykjavíkur og krafið þá
úrbóta. Það virðist hafa borið árang-
ur:
„Við báðum um grindverk fyrir
um tveimur árum og það kom í
haust,“ segir Steinunn Jónsdóttir
leikskólastjóri, sem staðfestir frá-
sögn nágrannnakonu Steinahlíðar
af litla strokudrengnum:
„Það er rétt að drengurinn fannst
uppi á gatnamótum. Það er náttúr-
lega alltaf hættulegt þegar svona
gerist en þetta var einstakt tilfelli,"
segir leikskólasstjórinn og aftekur að
nokkurn tíma hafi slys eða meiri-
háttar vá verið staðið fyrir dyrum
vegna barna sem horfið hafi af
skólalóðinni,
Að sögn Steinunnar er sá hluti
leiksvæðisins sem enn er opinn not-
aður af leikskólabörnunum. „Við
notum reyndar lóðina alla eins og
hefur verið gert í fimmtíu ár. En það
er alltaf gott eftirlit þegar börnin eru
á þeim svæðum," segir Steinunn í
Steinahlíð.
gan@dv.is
\