Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 10
7 0 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Handtekin með amfetamín Lögreglan í Reykjavík lagði í fyrrinótt hald á nokkra tugi gramma af am- fetamíni. Lögreglan var við reglubundið eftirlit þegar hún handtók tvo einstak- linga. Þegar málið var kannað nánar, fannst am- fetamínið. Fólkið var við yf- irheyrslur í gær og þykir málið liggja nokkuð ljóst fyrir. Tæknideild lögregl- unnar rannsakar efnið og vigtar það. Fólkinu var sleppt eftir yfirheyrslur. Starfshópur skilar tillög- um fljótlega Engar tillögur hafa borist frá starfshópi þeim er skipaður var til að kanna leiðir til að koma til móts við þá íslendinga erlendis er hættu að fá meðlög send um áramótin. Hætt var að senda meðlög úr landi þann 1. nóvember sam- kvæmt nýjum barnalögum en skammur fyrirvari olli mörgum Jslendingum er- lendis miklum vandræð- um. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofn- unnar, sem sér um úthlut- un meðlagsgreiðslna, segir að búast megi við að hóp- urinn skili af sér fljótlega. Pétur Blöndal Árás á 87 ára gamla konu á fyrrum meðferðarheimilinu Víðines hefur vakið óhug meðal þjóðarinnar. Forstjóri Hrafnistu kvartar undan leka og segist hafa viljað halda atburðinum leyndum. Heimilisfólk á Víðinesi fékk ekki leyfi til að tjá sig við DV þrátt fyrir að vera ekki svipt forræði. Einn vistmaður kvartar þó undan slæm- um aðbúnaði þó starfsfólkið sé yfirleitt alminnilegt. „Fólk sér fyrir sér varnarlaust gamal- menni og auðvitað kemur það illa út." „Við vildum halda þessum atburði leyndum en grunaði svo sem að þetta myndi berast út,“ segir Sveinn H. Skúláson, forstjóri Hrafnistu. „Það eru 50 manns sem vinna hérna og trúlega hefur ein- hver kjaftað frá.“ Atburðurinn sem um ræðir er árás sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Víðines á 87 ára gamla konu. Fréttir af árásinni hafa vakið óhug meðal almennings og vakið upp spurningar um öryggi þeirra sem dvelja á vistheimilum fýrir aldraða. Manniegur harmleikur „Auðvitað hörmum við atburðinn," segir Sveinn. „Þó svona mál hafi vafalaust komið fyrir áður þá er þetta mál sérstaklega alvarlegt." Sveinn lýsir atburðinum á þá leið að maðurinn hafi verið að aðstoða konuna um nóttina og trúlega hafi hún veitt einhverja mót- spyrnu. „Það er samt ekk- ert sem segir að viökom andi aðili hafi neytt mikils afls og auðvitað sést mik- ið á gömlu fólki." Sveinn setur spurningarmerki við hvernig málið er sett fram í fjölmiðlum. „Fólk sér fyrir sér varnarlaust gamalmenni og auðvitað kemur það illa út." Sveinn lýsir atburðin- Sveinn H. Skúlason, for- um á þessa leið. „Það stjóri Hrafnlstu Auðvitað sést mikið á gömlu fólki kemur eitthvað yflr manninn þess nótt og á augnabliki er. ferill hans á enda,“ segir Sveinn. „Hann var með góð meðmæli og stóð sig afar vel en eftir eina óhugsaða athöfn er allt búið.“ Sveinn segist ekki vera að afsaka atburðinn en vissulega sé þetta mannlegur harml'eikur. Kvartað yfir reglum og aðstöðu Þrátt fyrir að nokkrir heimilismenn voru til- búnir að tjá sig við DV bannaði Sveinn Skúlason blaðinu að tala við vistmennina. Óljóst hvaða rök standa á bak við ákvörðun Skúla en það vekur tví- mælalaust upp spurningar af hverjuhverju fólk sem ekki hefur verið svipt forræði fær ekki að njóta málfrelsis. Einn af vistmönnunum, Frtða Björk Ólafsdóttir, lét tilmæli Skúla hins vegar sem vind um eyru þjóta og kvartaði yfir aðbúnaðinum. „Við erum til dæmis látin dúsa í örsmáum reykkompum; með engum gluggum og lélegri loftræstingu." Varðandi starfsfólkið segir Fríða að þeir séu yfirleitt alminnilegir. „Manni svíður hins vegar þessi ofuráhersla sem þeir leggja á strangar reglur," segir Fríða. „Við verðum alltaf að fara eft- ir reglum heimilisins." Óljós svör frá lögreglunni Stjórn Hrafnistu hefur kært málið til Lögregl- unnar í Reykjavík sem hóf rannsókn sfna í gær- morgun. Síðdegis í gær var rætt við tvö aðila sem voru vitni að árásinni. „Við munum taka skýrslu af sjúkraliðanum á morgun (föstudag)," sagði Sigur- björn Víðir Eggertsson rannsóknarlögreglumaður í gærkvöld en honum er ekki kunnugt um að starfsmaðurinn sem grunaður er um árásina hafi áður komið við sögu hjá lögreglu. „Það er stefnt að því að hraða rannsókninni svo það geti komist til saksóknara eftir helgi." simon@dv.is _ Hjúkrunarheimil- ið að Viðinesi H Bæði starfsmönn- ■ um og vistfóiki er ■ óheimilað ad tjá sig ■ um atburðinn Kvennasalerni á Víðinesi Hérna átti atburðurinn sér stað Pétur er ákaflega trúr sann- færingu sinni, hreinskilinn í framkomu og opinskár. Hann er tilbúinn að ræða málin við alla sem áhuga hafa. Þótt á hann sé ráðist heldur hann stillingu sinni og útskýrir mál sitt yfirleitt í róiegheitunum, en er fastur fyrir. Flestir eru sam- mála um að þarna fari gegn- heiðarlegur maður, léttur í lund og skemmtiiegur, sem sér óvæntar hiiðar á máiunum. Kostir & Gallar Hann þykir nokkuð undarleg- ur á köflum og sérvitur í skoð- unum sínum og athöfnum. Vegna þess hversu trúr hann er hugsjónum sínum og heið- arlegur þykir hann ekki sýna mikla plotthæfileika, enda ekki hans stfii, og gæti það háð honum í pólitíkinni. Þrátt fyrir að skoðanir hans falli saman við skoðanir Sjálfstæð- isflokksins er hann stundum einn á báti, eins og nú. Fjárhagsvandi HÍ ræddur á þingi um leið og stúdentar mótmæltu skólagjöldum HÍ gæti þurft að vísa 900 nemendum frá Um tvö hundruð stúdentar tóku höndum saman hringinn í kringum aðalbyggingu Háskóla íslands til að mótmæla hugmyndum um skóla- gjöld og fjöldatakmarkanir við Há- skólann. Það var Röskva, samtök félags- hyggjufólks við skólann, sem stóð fyrir mótmælunum, en samtökin hafna öllum hugmyndum um skóla- gjöld. Rétt áður hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra sagt á Alþingi að hún teldi skólagjöld einn þeirra valkosta sem stjórnmálamenn hlytu að velta fyrir sér. „Ég er með þessu ekki að segja að ég telji rétt að taka upp skólagjöld. Hins vegar tel ég rétt að við hefjum hér hreinskilna umræðu um kosti jafnt sem galla skólagjalda," sagði hún þegar ijárhagsvandi skólans var ræddur utan dagskrár. Fær ekki sjálfkrafa aukið fé „Að óbreyttu þarf Háskóli Islands annaðhvort að vísa um 900 nýnemum frá námi næsta haust eða taka upp harkalegar fjöldatakmarkanir," sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræð- una. Þar vísaði hann í minnisblað frá fulltrúum skólans sem lagt var fram við fjárlagagerð, en þar vom nefnd dæmi um þær aðgerðir sem skólinn þarf að grípa til ef ekki verður veitt meira fé til hans í takt við fjölgun nemenda. „Háskóli íslands á ekki heimt- ingu á því að fá sjálfkrafa aukið fé úr ríkissjóði með því að taka inn fleiri nemendur en gert væri ráð fyrir á fjárlögum," sagði Þorgerður. Hún sagði að framlög til skólans hefðu verið aukin til muna á undanförnum árum, en hún væri reiðubúin að láta fara fram úttekt á fjárhag og stjórn- un skólans. brynja@dv.is Mótmæli við Háskóla fslands Um 200 stúdentar slógu hring um skólann til að mótmæla hugmyndum um skólagjöld og fjöldatakmarkanir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.