Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 18
ct MMKwOnaaTnuD^ooTaöa 18 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 Hoc'1. Sport DV Mancini talar viðTottenham Roberto Mancini, þjálf- ari Lazio, hefur staðfest að hann hafi rætt við forráðæ- menn Tottenham um að taka við knattspyrnustjóra- stöðunni hjá félaginu í sumar. Mancini segist þó ekki hafa ákveðið hvort hann hafi áhuga á því að taka við Tottenham í sumar. „Við töluðum saman með það fyrir augum að kynnast og fara yfir stöðuna. Ég er hins vegar með langan samning við Lazio en ég hef alltaf sagt að ég vilji þjálfa enskt félagslið því að ég naut andrúmsloftsins til hins ýtrasta þegar ég var hjá Leicester á sínum tírna," sagði Mancini. Hann er af flestum talinn líklegastur til að taka við Tottenham ásamt landa sínum Giovanni Trapptoni, þjálf- ara ítalska landsliðsins. Áfrýjun Anelka klikkaði Enska knattspyrnu- sambandið tilkynnti í gær að það myndi ekki breyta rauða spjaidinu sem Frakk- inn Nicolas Anelka hjá Manchester City fékk í leiknum gegn Arsenal. Anelka reyndi að áfrýja spjaldinu en hafði ekki erindi sem erfiði og þarf að taka út þriggja leikja bann. Anelka mun missa af útileik gegn Bolton 21. febrúar og heimaleikjum gegn Chelsea og Manchester United í framhaldinu. I Úrslitaleikur í Tyrklandi Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að úrslitaleikur meistaradeild- ar Evrópu 2005 muni fara fram á nýbyggðum Ataturk- Ólympíuleikvanginum í Tyrklandi. Lítil ánægja er meðal annarra þjóða með ákvörðun sambandsins þar sem ólæti áhorfenda og lítið öryggi hafa sett svip sinn á íeiki sem þar hafa farið fram á undanförnum árum. Árni Gautur Arason lék sinn fyrsta leik með Manchester City á miðvikudagskvöldið ge\ hægt að segja annað en fyrsti leikurinn hafi farið vel því að Manchester City tókst að si tryggja sér sigur í leiknum. Arni Gautur Arason spilaði sinn fyrsta leik með Manchester City gegn Tottenham á miðvikudagskvöldið. Eftir slæma byrjun þar sem hann þurfti að hirða boltann þrívegis úr netinu í fyrri hálfleik átti hann frábæran sfðari hálfleik og frammistaða hans var stór þáttur í því að leikmönnum Manchester City tókst að snúa dæminu við og tryggja sér sigur en sigurinn tryggir þeim stórleik gegn grönnum sfnum í Manchester United í næstu umferð. DV Sport ræddi við Árna Gaut í gærmorgun en hann var þá á leiðinni á æfingasvæði Manchester City. Aðpurður sagði Árni að sér liði bara mjög vel og hann gæti varla beðið um meira heldur en hann fékk á miðvikudagskvöldið í sínum fyrsta leik. Engin óskabyrjun „Ég fékk ekki óskabyrjun og þurfti að hirða boltann úr netinu strax eftir tvær mínútur. Annað og þriðja markið voru ekki óverjandi skot en bæði mörkin voru vel gerð. Auðvitað vill maður verja allt sem kemur á markið en í ljósi þess að ég fékk þrjú mörk á mig er ég ekki sáttur við fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn var hins vegar alveg frábær, við sýndum mikinn karakter og það var eiginlega ekki hægt að fara fram á meira heldur en þetta. Við vorum einum manni færri allan seinni hálfleikinn en náðum samt að skora fjögur mörk. Vonandi verður þetta vendipunktur hjá liðinu og að það komist á beinu brautina eftir heldur erfitt gengi í deildinni," sagði Árni Gautur. Ekkert stressaður Árni Gautur sagði að hann hefði verið spenntur fyrir leikinn en að stressið hefði verið lítið. „Það var frábær umgjörð í kring- um leikinn og ég var vissulega spenntur áður en hann hófst. Þetta var fyrsti leikurinn sem ég spilaði frá því í lok nóvember og því renndi ég „Davld Jam§i §r markvörður númtr §ltt / dag og ág h§ld að þáð þurfl að§lnt m§lra tllað ég tlál hann út" kannski svolítið blinti sjóinn. Ég var hins vegar ekki streslaður enda hef ég ágætis reynslu af |vona leikjum, bæði með landsliðinu og Rosen- borg. Eins og ég sagði áðan þá byrjaði þetta ekki vel en seinni hálf- leikurinn bjargaði deginum." Hrós frá Keegan Árni Gautur sagði að Kevin Keegan hefði hrósað sér eftir leikinn enda þungu fargi af létt af karlinum eftir leikinn. Árni Gautur varði frábærlega í seinni hálfleik, sér- staklega þegar hann hirti boltann á ótrúlegan hátt af tánum á Gustavo Poyet sem stóð einn fyrir opnu marki. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þessa markvörslu. Eg hef séð þetta aftur á myndbandi en þetta gerðist svo hratt að ég man lítið eftir þessu. Ég er bara sáttur við að hafa náð boltanum á undan Tott- enham-leikmanninum. Varðandi Keegan þá var hann skiljanlega ekkert sérstaklega sáttur eftir fyrri hálfleikinn en bað menn samt um að gefast ekki upp og reyna að halda heiðrinum. Það áttu sennilega fæstir von á því að við myndum vinna þennan leik í síðari hálfleik og því var hann mjög ánægður í leikslok. Hann hrósaði mér eftir leikinn eins og reyndar öllu liðinu enda var þetta ansi gott hjá okkur að ná að snúa þessum leik." Erfitt að slá James út Árni Gautur sagðist ekki búast við þvT að þessi frammistaða hans yrði til þess að hann næði að slá David James, aðalmarkvörð liðsins, út en hann má ekki spila með liðinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.