Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 31
r FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 31 DV Síðast en ekki sist • Nokkra athygli vakti smágrein Sveins Andra Sveinssonar lög- manns í Morgun- blaðinu á dögun- um, þar sem hann kvað Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslands, hafa „móðgað íslensku þjóðina" með því að vera ekki við- staddur skemmti- dagskrá í Þjóðmenningarhúsinu til minningar um upphaf heima- stjórnar. Hefur reyndar þegar verið vakin athygli á því í dálknum Fyrst og fremst hér í blaðinu hversu mjög grein Sveins Andra svipaði til ámóta greinaskrifa Jóns Steinars Gunnlaugssonar prófessors í Morg- unblaðinu og var Jón Steinar þar tal- inn hafa eignast efnilegan læri- svein. Samsærissmiðir hafa nú spunnið þá kenn- ingu að með grein- inni hafi Sveinn Andri reyndar ver- ið að taka meðvit- að að sér hlutverk arftaka prófessors- ins í þessum greinaskrifum - en þau einkennast áf stuttum, snaggaralegum og oft hæðnislegum athugasemdum um mótstöðumenn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Og ástæðan fyrir því að Jón Steinar þarf á arftaka að halda er sögð sú að fari svo fram sem enn er ætlun- in, að Davíð láti af embætti forsætis- ráðherra í haust, þá verði það eitt af síðustu emb- ættisverkum hans að skipa Jón Steinar í Hæstarétt. Sæti gæti losn- að hvenær sem er þar sem Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari er komin með réttindi til eftirlauna og gæti raunar verið hætt fyrir all- nokkru. En þegar Jón Steinar verð- ur kominn í Hæstarétt þarf eftir sem áður knáan lögmann til að skjóta skildi fyrir Davíð þegar þörf krefur, og það er það hlutverk sem nú mun eiga að ala Svein Andra upp í. • Margir velta því fyrir sér hvað Davíð Oddsson forsætisráðherra fari að gera þegar hann lætur af embætti í haust. Ekki er nýtt að fólk velti fyrir sér hvað verði um Davíð. Fyrir síðustu kosn- ingar vildu margir spá honum brott- hvarfi úr pólitík en Davíð hefur mörg líf. DV hefur heyrt úr innsta liring að þegar Morgun- blaðið íliugaði að breyta yfirstjórn sinni er Matthías Johannessen lét af starfi, hafi komið til greina að Davíð fengi stólinn. Stjórnarmenn í Ar- vakri ámálguðu þetta við Davíð, sem hafnaði því ekki þá að þeir héldu áfram að ræða þessar hug- myndir. Ekki reyndist samstaða um þessa niðurstöðu enda hefur Davíð sjálfsagt langað til að vera áfram í pólitík... • Á sama tíma sótti annar forsæt- isráðherra, Þorsteinn Pálsson ,það fast að snúa aftur til íslands úr sendiherrastól í ritstjórnarstól á Mogganum. Þor- steinn hafði reynslu sem rit- stjóri á Vísi á átt- unda áratug síð- ustu aldar. Rit- stjórastarfið á Morgunblaðinu hefur því verið eft- irsóknarvert enda hafa einhverjir látið hafa eftir sér að það hafi verið ígildi ráðherrastóls. Þar situr þó enn Styrmir Gunnars- son, sprækari en nokkru sinni fyrr, þótt hann sé að nálgast eftirlauna- aldurinn... ■■ r, Hrossarækt Litforottur bonus „Við teljum skyldu okkar að leggja rækt við öll séreinkenni hrossa- stofnsins og vorum orðnir hræddir um að litförótti‘hrossastofninn væri að deyja út. En Vonandi er hann nú aftur að komast f sókn,“ segir Kristinn Guðnason, formaður fagráðs í hrossarækt. Landbúnaðarráðherra hefur á Alþingi lagt fram skriflegt svar við fyrirspurn þriggja þingmanna Samfylkingarinriar um litförótt hross í íslenska stofninum. I svari ráðherr- ans, Guðna Ágústssonar, kemur fram að tíðni litföróttra folalda sé um 0,4% í hverjum árgangi, eða um 20 folöld á ári. Út frá þeirri tíðni ættu um 300 lit- förótt hross að vera í landinu, en lita- afbrigðið stafar af einum ríkjandi erfðavísi. Þá segir að af þeim stóð- hestum sem nú eru í almennri notk- un sé enginn litföróttur hér á landi. Sárafáir litföróttir stóðhestar hafi komið fram á síðustu árum. „Við höfum viljað ýta á menn varðandi þetta, til dæmis með því að heita eigendum þremur fyrstu litför- óttu hestanna sem kæmu fram á stóðhestasýningu verðlaunum úr Stofnverndarsjóði sem næmu 300 þúsund krónum á hvem grip. Enginn hesturinn hefur komið ffam ennþá, né nokkur hryssueigandi vitjað um þær 6.500 kr. sem við höfum boðið. En það hefur verið svolítill áliugi á lit- föróttu síðustu árin, og þá sérstaklega eftir að Páll Imsland jarðfræðingur fór að vekja athygli manna á þessu fyrir nokkmm árum," segir Kristinn. Hann bætir því við að litförótt í ís- lenska hestastofninum sé vitaskuld bara bónus á alla hina eiginleika þessa stofns, sem sé sá eini í veröldinni með fimm gangtegundir. Þetta skapi fslenska stofninum al- gjöra sérstöðu. „íslenskir hestamenn eru í sókn núna, eftir lægð sem hesta- mennskán hefur verið í á undanföm- um ámm. Nú erum við komnir á beinu brautina," segir Kristinn Guðnason. Kristinn Guðnason „Skylda að leggja rækt við séreinkenni," segir formaður fagráðs i hrossarækt. MITAC MINOTE 8080 CENTRINO GLÆSILEG HONNUN... ÖFLUG VÉL í ALLA VINNSLU! 5ME % fEEgKKRi, >STGRÚfvl/tVSKt M'TAC MINOTE 8080 15 ", SXGA+ PENTIUM M (BANIAS) 1,5GHZ 1MB CACHE 256MB DDR333 VINNSLUMINNI 8X DVD / 24X GEISLASKRIFARI - COMBODRIF INNBYGGT STEREO HLJÓÐKORT VANDAÐIR INNBYGGÐIR STEREO HÁTALARAR 40GB HARÐUR DISKUR 5400SN INTEL EXTREME II 64MB SKJÁKORT TV-OUT 15" SXGA TFT SKJÁR - 1400X1050 UPPLAUSN ÞRÁÐLAUST NETKORT - 10/100 NETKORT - 56K MÓDEM VANDAÐ LYKLABORÐ MEÐ ÁBRENNDUM ÍSL. STÖFUM NÁKVÆM SNERTIMÚS - FRÁBÆR HÖNNUN - ÞÆGILEG í NOTKUN WINDOWS XP HOME CD MUSIC PANEL - USB2 - FIREWIRE - VGA TENGI OG FL. AÐEINS 2.7KG - BATTERÍ í NOTKUN ALLT AÐ 6 KLUKKUTÍMA Opið : 9-19 VIRKA DAGA 11 - 1 7 LAU 13 - 17 SUN 00 000 0000 BHHEl BH HHH HHHH HHHH TASK - ÁRMÚLI 42 - 108 RVK. - SI 588 1000 - WWW.TASK.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.